Klopp ekki fengið afsökunarbeiðni frá Henry Valur Páll Eiríksson skrifar 23. apríl 2021 17:00 Klopp segir ekki þörf á því að Henry biðji hann persónulega afsökunar. Getty Images/John Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur ekki fengið persónulega afsökunarbeiðni frá John W. Henry, eiganda félagsins, vegna tilraunar til stofnunnar Ofurdeildarinnar fyrr í vikunni. Klopp segir það óþarft. Henry bað stuðningsmenn félagsins, auk leikmanna og þjálfaraliðs, afsökunar á aðkomu félagsins að Ofurdeildinni á miðvikudag. Klopp sagði blaðamanni í dag að sú afsökunarbeiðni hafi dugað sér. „Mér finnst ekki vera þörf á því. Það var minnst á mig í afsökunarbeiðninni, sem og liðið. Það var nógu persónulegt fyrir mig.“ sagði Klopp aðspurður um afsökunarbeiðni frá stjórnendum. „Ég hef þekkt eigendurna í sex ár. Það hafa ef til vill verið augnablik þar sem þeir taka ranga ákvörðun, sem var klárlega staðan núna. En það breytir engu fyrir mig, mér þykir betra að glíma við vandamál með fólki sem ég þekki.“ bætti Klopp við. Stjórnarmenn Liverpool hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir ákvörðun sína og hefur í því samhengi verið talað um brostið samband við stuðningsmenn félagsins. Stuðningsmannafélagið Spirit of Shankly gaf til að mynda lítið fyrir afsökunarbeiðni eigandans. Klopp vonast þó til að hægt sé að brúa bilið þar á milli. „Ég vona innilega að sambandið milli okkar og stuðningsmannana geti styrkst enn frekar, og að við dveljum ekki við mistök fortíðarinnar,“ sagði Klopp og bætti við: „Þeir eru góðar manneskjur, ég þekki eigendurna, þeir eru ekki fullkomnir, rétt eins og ég er ekki fullkominn, en þeir eru ekki slæmt fólk.“ Fyrst að Ofurdeildin verður ekki að veruleika í haust, berst Liverpool fyrir Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni. Eftir 1-1 jafntefli við Leeds United á mánudagskvöld situr liðið í sjöunda sæti deildarinnar með 53 stig, líkt og Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Chelsea og West Ham United eru með tveimur stigum meira í fjórða og fimmta sæti. Liverpool mætir Newcastle United á Anfield klukkan 11:30 á morgun. Ofurdeildin Tengdar fréttir „Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. 20. apríl 2021 14:00 „Of lítið, of seint“ Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun. 22. apríl 2021 07:00 JP Morgan rekur enn einn naglann í kistu ofurdeildarinnar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan hefur hætt við að styðja ofurdeildina. JP Morgan hafði veitt ofurdeildinni vilyrði fyrir láni upp á þrjá og hálfan milljarð punda. 23. apríl 2021 13:00 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Sjá meira
Henry bað stuðningsmenn félagsins, auk leikmanna og þjálfaraliðs, afsökunar á aðkomu félagsins að Ofurdeildinni á miðvikudag. Klopp sagði blaðamanni í dag að sú afsökunarbeiðni hafi dugað sér. „Mér finnst ekki vera þörf á því. Það var minnst á mig í afsökunarbeiðninni, sem og liðið. Það var nógu persónulegt fyrir mig.“ sagði Klopp aðspurður um afsökunarbeiðni frá stjórnendum. „Ég hef þekkt eigendurna í sex ár. Það hafa ef til vill verið augnablik þar sem þeir taka ranga ákvörðun, sem var klárlega staðan núna. En það breytir engu fyrir mig, mér þykir betra að glíma við vandamál með fólki sem ég þekki.“ bætti Klopp við. Stjórnarmenn Liverpool hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir ákvörðun sína og hefur í því samhengi verið talað um brostið samband við stuðningsmenn félagsins. Stuðningsmannafélagið Spirit of Shankly gaf til að mynda lítið fyrir afsökunarbeiðni eigandans. Klopp vonast þó til að hægt sé að brúa bilið þar á milli. „Ég vona innilega að sambandið milli okkar og stuðningsmannana geti styrkst enn frekar, og að við dveljum ekki við mistök fortíðarinnar,“ sagði Klopp og bætti við: „Þeir eru góðar manneskjur, ég þekki eigendurna, þeir eru ekki fullkomnir, rétt eins og ég er ekki fullkominn, en þeir eru ekki slæmt fólk.“ Fyrst að Ofurdeildin verður ekki að veruleika í haust, berst Liverpool fyrir Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni. Eftir 1-1 jafntefli við Leeds United á mánudagskvöld situr liðið í sjöunda sæti deildarinnar með 53 stig, líkt og Tottenham Hotspur sem er sæti ofar. Chelsea og West Ham United eru með tveimur stigum meira í fjórða og fimmta sæti. Liverpool mætir Newcastle United á Anfield klukkan 11:30 á morgun.
Ofurdeildin Tengdar fréttir „Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. 20. apríl 2021 14:00 „Of lítið, of seint“ Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun. 22. apríl 2021 07:00 JP Morgan rekur enn einn naglann í kistu ofurdeildarinnar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan hefur hætt við að styðja ofurdeildina. JP Morgan hafði veitt ofurdeildinni vilyrði fyrir láni upp á þrjá og hálfan milljarð punda. 23. apríl 2021 13:00 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Sjá meira
„Fólki finnst þessi ákvörðun ganga gegn því sem Liverpool stendur fyrir“ Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla og einn af forsprökkum Liverpool-stuðningsmannasíðunnar kop.is, segir að það hafi verið risa skref fyrir Liverpool að segja sig úr Evrópukeppnum og ganga til liðs við ofurdeildina. Hann óttast að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp gæti stigið frá borði. 20. apríl 2021 14:00
„Of lítið, of seint“ Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun. 22. apríl 2021 07:00
JP Morgan rekur enn einn naglann í kistu ofurdeildarinnar Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan hefur hætt við að styðja ofurdeildina. JP Morgan hafði veitt ofurdeildinni vilyrði fyrir láni upp á þrjá og hálfan milljarð punda. 23. apríl 2021 13:00