Viðskipti innlent

Bein útsending: Kynning á náttúrulegri endastöð CO2 í Straumsvík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Andri Snær Magnason rithöfundur kemur fram á fundinum.
Andri Snær Magnason rithöfundur kemur fram á fundinum. vísir/vilhelm

Carbfix, sjálfstætt dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur sem leggur áherslu á kolefnisförgun, boðar til opins fundar klukkan 11 frá Grósku á Degi Jarðar þar sem boðuð er kynning á „umfangsmesta loftslagsverkefni Íslands“.

Um er að ræða Coda Terminal sem fjallað var um á Vísi í morgun.

Coda Terminal er kolefnisförgunarmiðstöð sem reist verður í Straumsvík og mun taka á móti CO2 sem flutt verður hingað til lands á sérstökum skipum frá N-Evrópu. Um er að ræða nýja atvinnugrein sem getur skapað allt að 600 bein og afleidd störf við uppbyggingu og rekstur Coda Terminal.

Andri Snær Magnason rithöfundur kemur fram á fundinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×