Viðskipti innlent

Bein útsending: Hvaða fjórir staðir verða að fyrirmyndaráfangastöðum?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórdís Kolbrún kynnir staðina á fundi klukkan 14.
Þórdís Kolbrún kynnir staðina á fundi klukkan 14. Vísir/vilhelm

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynnir uppbyggingu Fyrirmyndaáfangastaða og nýtt vörumerki á fundi í dag sem streymt verður frá á Vísi.

Ráðherra mun einnig kynna hvaða fjórir staðir eru í ferli til að verða Fyrirmyndaráfangastaðir og hvernig unnið verður með stöðunum að innleiðingu á vörumerkinu.

Fyrirmyndaráfangastaðir eru fjölsóttir áfangastaðir sem ferðamenn sækja allt árið um kring. Við umsjón þeirra er unnið að sjálfbærni á öllum sviðum, umhverfislegri, samfélagslegri og efnahagslegri. 

Staðirnir þurfa að sýna fram á langtímaskuldbindingu til þess að framfylgja skilgreindum viðmiðum við stjórnun og skipulagningu. Meðal annars hvað varðar hönnun innviða, aðgengi, fræðslu, öryggi, álagsstýringu, stafræna innviði og fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×