„Notið skynsemina“ Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2021 21:08 Steve Schleicher, saksóknari í málinu, segir sönnunargögnin tala sínu máli. Vísir/AP Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn. „Notið skynsemina. Trúið því sem þið sjáið. Þið sáuð það sem þið sáuð,“ sagði Schleicher þegar hann ávarpaði kviðdóminn. Vísaði hann þar til myndbandsupptöku sem sýnd var í réttarhöldunum af því þegar Chauvin kraup á hálsi Floyd í rúmlega níu mínútur á meðan sjónarvottar hvöttu hann til að fara af hálsi hans. Sjálfur sagðist Floyd margoft ekki ná andanum. Eric Nelson, verjandi Chauvin, fullyrti þó í lokaræðu sinni að Chauvin hefði gert það sama og „hver annar skynsamur lögregluþjónn“ hefði gert. Um flóknar aðstæður væri að ræða þar sem stór maður hefði verið að berjast við þrjá lögreglumenn, og í ofanálag hafi verið líklegra að Floyd hafi dáið vegna fíkniefnanotkunar eða hjartasjúkdóma. Sérfræðivitni hafa þó borið vitni um að það hafi verið útilokað og fullyrt að fullfrískur einstaklingur hefði látist við sömu meðferð. Saksóknarinn Jerry Blackwell fékk lokaorðið og sagði spurninguna um valdbeitingu lögregluþjónsins og dánarorsök svo einfalda að barn gæti skilið það. „Og reyndar skildi barn það, þegar níu ára stúlka kallaði til Chauvin: „Farðu af honum“. Svo einfalt var það.“ Chauvin sjálfur bar ekki vitni sjálfur, heldur ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að neita að tjá sig til þess að varna því að fella á sig sök. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin, ekki síst í Minneapolis, þar sem atvikið átti sér stað og þar sem til mótmæla kom aftur á dögunum eftir að lögreglukona skaut óvopnaðan mann til bana á dögunum. Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 „Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9. apríl 2021 21:42 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
„Notið skynsemina. Trúið því sem þið sjáið. Þið sáuð það sem þið sáuð,“ sagði Schleicher þegar hann ávarpaði kviðdóminn. Vísaði hann þar til myndbandsupptöku sem sýnd var í réttarhöldunum af því þegar Chauvin kraup á hálsi Floyd í rúmlega níu mínútur á meðan sjónarvottar hvöttu hann til að fara af hálsi hans. Sjálfur sagðist Floyd margoft ekki ná andanum. Eric Nelson, verjandi Chauvin, fullyrti þó í lokaræðu sinni að Chauvin hefði gert það sama og „hver annar skynsamur lögregluþjónn“ hefði gert. Um flóknar aðstæður væri að ræða þar sem stór maður hefði verið að berjast við þrjá lögreglumenn, og í ofanálag hafi verið líklegra að Floyd hafi dáið vegna fíkniefnanotkunar eða hjartasjúkdóma. Sérfræðivitni hafa þó borið vitni um að það hafi verið útilokað og fullyrt að fullfrískur einstaklingur hefði látist við sömu meðferð. Saksóknarinn Jerry Blackwell fékk lokaorðið og sagði spurninguna um valdbeitingu lögregluþjónsins og dánarorsök svo einfalda að barn gæti skilið það. „Og reyndar skildi barn það, þegar níu ára stúlka kallaði til Chauvin: „Farðu af honum“. Svo einfalt var það.“ Chauvin sjálfur bar ekki vitni sjálfur, heldur ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að neita að tjá sig til þess að varna því að fella á sig sök. Mikil spenna ríkir í Minnesota-ríki vegna máls Chauvin, ekki síst í Minneapolis, þar sem atvikið átti sér stað og þar sem til mótmæla kom aftur á dögunum eftir að lögreglukona skaut óvopnaðan mann til bana á dögunum.
Bandaríkin Black Lives Matter Dauði George Floyd Tengdar fréttir Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 „Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9. apríl 2021 21:42 Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26
„Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9. apríl 2021 21:42
Floyd var dáinn þegar bráðaliðar komu á staðinn Tveir bráðaliðar, sem fóru á vettvang þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin banaði George Floyd, sögðu í vitnastúku í Minneapolis í dag að hvorki hafi fundist púls né andardráttur hjá Floyd þegar þeir mættu á vettvang. 1. apríl 2021 23:42