Árni blandar sér í deilur Halldórs og Róberts Wessman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2021 16:46 Árni, Halldór og Róbert voru nánir samstarfsmenn í tæpa tvo áratugi. Vísir „Mikið óskaplega er ég orðinn þreyttur á að lesa ósannindi Halldórs í fjölmiðlum, hvort sem það er satt eða logið að hann sé með öryggisverði fyrir utan 1000 fermetra húsið sitt. “ Þetta segir Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri og stjórnarmaður Alvogen, í aðsendri grein á Vísi með titlinum Ósannindum kerfislega plantað í fjölmiðla. Tilefnið eru ásakanir Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi hægri handar Róberts Wessman forstjóra Alvogen og Alvotech, á hendur Róberti, síðast á forsíðu Fréttablaðsins um helgina. Setur hann spurningamerki við ýmislegt í frásögn Halldórs, meðal annars hvort hann hafi verið með öryggisvörð við heimili sitt af ótta við Róbert. Segir Róbert endurtekið hafa lánað Halldóri Árni telur markmið Halldórs vera að sannfæra fólk um að Róbert sé ofbeldismaður og veltir fyrir sér hvort nokkur trúi því. Sjálfur viti hann betur sem samstarfsmaður Róberts til tuttugu ára. Hann skilur þó ekki hvað Halldóri gangi til. „Maður sem endurtekið titlar sig sem framkvæmdastjóra án þess að hafa nokkurn tímann verið það og sökkti sér síðan fjárhagslega af því að hann varð að kaupa 1000 fermetra hús fyrir sig og sína af því að það væri stærsta einbýlishús á Íslandi. Maður sem í gegnum árin hefur endurtekið beðið Róbert að lána sér pening eða hjálpa sér með lánveitingar þar sem hann hafi komið sér í peningavandræði. Maður sem hefur endurtekið í gegnum árin þegið slíka aðstoð því Róbert er of greiðvikinn þegar leitað er til hans,“ segir Árni. „Hvað sem því líður er herferðin sem Halldór er í vel skipulögð – það liggur fyrir – enda maðurinn sérfræðingur í fjölmiðlaumfjöllun og vel tengdur í þeim geira.“ Hönd í hönd í átján ár Halldór var náinn samstarfsmaður Róberts í átján ár en óhætt er að segja að kastast hafi í kekki í samskiptum þeirra. Halldór sagði, í yfirlýsingu á dögunum, alvarlegan ágreining hafa myndast á milli þeirra Róberts sumarið 2018 og aftur í september 2020 „þegar Róbert bar háttsetta embættismenn á Íslandi, alþjóðlegan fjárfesti og blaðamann þungum sökum. Í tugum tölvupósta og textaskilaboða Róberts eru umræddir óvildarmenn bornir þungum sökum, sem ég tel að hafi í senn verið algjörlega ósannar og svívirðilegar,“ sagði Halldór. Stundin hefur heimildir fyrir því að Róberti hafi verið í nöp við Harald Johannessen vegna þess að Haraldur er faðir Matthíasar Johannessen sem höfðaði skaðabótamál gegn Róberti og hafði betur árið 2018. Vísir/Vilhelm Fram hefur komið að embættismennirnir eru Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri og Páll Winkel fangelsismálastjóri. Munu Halldór og Róbert samkvæmt heimildum Vísis hafa deilt um ritstjórnarlegar ákvarðanir varðandi umfjöllun þar sem nöfn þeirra bar á góma. „Róbert hefur engan áhuga á að gera embættismönnum á Íslandi skráveifu,“ segir Árni. „Ef einhver embættismaður hefur ekki sinnt starfi sínu eða hefur brotið af sér í starfi deilir Róbert sjálfsagt þeirri skoðun með flestum að þá sé ástæða til að taka á slíku.“ Deilur Halldórs og Róberts frá því í fyrra snúa hins vegar að fjárfestinum Björgólfi Thor Björgólfssyni. Segir margt ósagt Halldór sagðist í Fréttablaðinu um helgina þurfa að svara fyrir að Róbert hefði lekið viðkvæmum heilsufarsupplýsingum um sig sem birtust í fréttaskýringu Kjarnans um málið. Halldór fór í veikindaleyfi í desember vegna höfuðkúpubrots í febrúar 2020 sem hefði haft heilsufarslegar afleiðingar. Daginn eftir hafi hann farið út að borða á veitingastað í Reykjavík. „Yfir kvöldmatnum fór stefndi að bera upp ýmsar sakir á forstjóra stefnanda og stjórnunarhætti hans,“ segir í stefnu Róberts á hendur Halldór. Halldór hafi auk þess í yfir áratug sem lykilstarfsmaður Alvogen haft „aðgang að ýmsum viðkvæmum trúnaðarupplýsingum um bæði fjárhagsmálefni og önnur innri mál stefnanda [Alvogen]“. Stefna Róberts á hendur Halldóri verður tekin fyrir í héraðsdómi í maí. Róbert hefur verið áberandi á Instagram undanfarin ár. Síðast birti hann mynd af sér um helgina með barni sínu að borða ís að lokinni bólusetningu. View this post on Instagram A post shared by Robert Wessman (@robertwessman) „Ég mun þurfa að verja mig í því og þá geri ég ráð fyrir því að allar ásakanir sem ég hef lagt fram gegn Róberti og er bundinn trúnaði um, komi fram. Það er mjög mikið ósagt í þessu máli,“ sagði Halldór í Fréttablaðinu um helgina. Árni þvertekur í grein sinni fyrir að Alvogen hafi lekið viðkvæmum heilsufarsupplýsingum um Halldór í fjölmiðla. „Halldór gerði það sjálfur þegar hann setti þær í lögfræðibréf sín og lak þeim til valinna fjölmiðla. Þetta liggur allt fyrir og er staðfest af Halldóri sjálfum. Fyrir héraðsdómi er rekið mál vegna þessara ásakana Halldórs og félagið hefur birt Halldóri stefnu þar sem þessar heilsufarsupplýsingar sem hann sjálfur gerði að umtalsefni eru hluti af málinu. Það mál er rekið fyrir opnum tjöldum eins og venja er í réttarríkinu Íslandi.“ Telur Björgólf á bak við allt saman Í fréttaskýringu Kjarnans á fimmtudag var meðal annars fjallað um breskan blaðamann sem fór að forvitnast um stjórnarhætti Róberts í október í fyrra og framkoma hans gagnvart öðrum stjórnendum og starfsmönnum. Róbert taldi ljóst að Björgólfur Thor væri á bak við forvitna blaðamanninn. „Björgólfur er búinn að borga þessum til að skrifa um mig[...]ljóst að Björgólfur og hans stm hafa engin vandamál að ljúga upp á menn í fjölmiðlum frekar en réttarsölum,“ sagði Róbert í tölvupósti til náinna samstarfsmanna. Björgólfur Thor er ríkasti Íslendingurinn og starfaði með Róbert hjá Actavis þar sem Róbert var forstjóri. Þar hætti Róbert störfum árið 2007. Sagðist hann hafa sagt upp vegna Björgólfs Thor en Björgólfur Thor sagðist hafa rekið Róbert. Deilur þeirra hafa ekki aðeins verið fyrir dómstólum heldur einnig í fjölmiðlum, þar sem þeir virðast hafa fjárfest í íslenskum fjölmiðlum til að klekkja hvor á öðrum. Fjölmiðlaslagur Róbert fjármagnaði fjölmiðla árum saman í gegnum félag sitt Dalinn. Hann hélt fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar, undir merkjum Pressunnar, gangandi árum saman eða þar til Pressan fór í þrot. Þá steig fram Sigurður G. Guðjónsson lögmaður, skráður eigandi Frjálsar fjölmiðlunar, og keypti DV. Hann vildi ekki gefa upp hver væri á bak við kaupin. Í maí í fyrra kom svo loks í ljós, sem hafði verið orðrómur um lengi, að Björgólfur Thor væri á bak við kaupin. Ragnhildur Sverrisdóttir, fyrrverandi talskona Björgólfs og núverandi upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, hafði þó neitað því í svari til Stundarinar í árslok 2017 að Björgólfur kæmi á nokkurn hátt að fjármögnuninni. Sigurður G. Guðjónsson vildi aldrei gefa upp hver væri maðurinn á bak við kaup hans á DV. Í ljós kom að Björgólfur Thor var maðurinn á bak við kaupin í gegnum félag sitt Novator.Vísir/Vilhelm „Ekki veit ég nú hvernig ég get sent þér frekari staðfestingu á að Björgólfur Thor eða félög honum tengd séu EKKI í einhverjum tilteknum bisniss. Það er lítið um skjalfestar heimildir fyrir því sem ekki er,“ sagði í svari Ragnhildar til Stundarinnar. Sigurði virðist ekki mikið koma til Róberts í færslu á Facebook um helgina. Þar gerir hann líka að umtalsefni nýleg ráðning Róberts á Láru Ómarsdóttur fréttakonu sem fjölmiðlafulltrúa fyrir fjárfestingarfélag sitt Aztig Fund. „Ímyndað þér umfjöllun Kveiks! Halldór ímyndarsérfræðingur berst nú við forstjóraímynd sem hann skapaði í líki Roberts Wessmann sem ætlaði einu sinni að gefa milljarð til háskóla hér á landi,“ segir Sigurður. „Hinn ímyndaði hefur nú ráðið fréttahönnuðinn Láru Ómarsdóttur til félags sem situr á sjóðum hans frá rannsóknarþættinum Kveik á RÚV til að hanna fréttir um að allt sem ímyndunarsérfræðingurinn segir nú um forstjóraímyndina sé bara ímyndun gott ef ekki uppspuni sjúks manns. Ætli ráðning rannsóknar blaðamannsins sé ástæða þess að Kveikur sem annars má ekkert aumt sjá taki ekki til rannsóknar og dóms barsmíðar starfsmanna af hálfu forstjóra sem hefur ímynd hins gjafmilda.“ Lára segir í samtali við Vísi ekki taka þessum skrifum Sigurðar nærri sér enda sé ekki vottur af sannleika í þeim. Segir ómögulegt að vitnin séu samstarfsfólk Árni segir óskiljanlegt hvað Halldóri gangi til með frásögnum af Róberti. „Skýrist þetta af andlegu ójafnvægi eða veikindum eða margra ára laumuhatri á manni sem hann vann mjög náið með eða er það bara í fjárhagslegum tilgangi eins og svo margt sem Halldór hefur í gegnum tíðina gert? Mér er hins vegar vel ljóst að sama hvað Halldór segir þá er hann ekki að þessu fyrir einhverja aðra ótilgreinda starfsmenn Alvogen. Þetta er bara hann.“ Halldór segir Róbert hafa kýlt sig kaldan á ráðstefnu í París og Róbert hafi sagst hafa verið í kýlingarleik. Þá hafi Róbert slegið háttsettan stjórnanda Alvogen og Alvotech fyrirvaralaust, löðrungað hann. Fréttablaðið segir ónafngreint vitni staðfesta þessar frásagnir Halldórs. Halldór Kristmannson titlaði sig framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech. Nú setur Árni Harðarson spurningamerki við titlana og gefur í skyn að Halldór hafi gefið sér titlana sjálfur. „Ég hef unnið með Róberti í yfir 20 ár bæði sem starfsmaður og utanaðkomandi ráðgjafi og veit því betur. Allur sá fjöldi starfsmanna og fyrrverandi starfsmanna sem rannsóknarteymi White & Case tók viðtöl við vegna ásakana Halldórs vita líka betur. Ef rannsókn White & Case hefði leitt í ljós að ásakanir Halldórs væru sannar er nokkuð ljóst að ráðandi hluthafar í félaginu hefðu rekið Róbert Wessmann án þess að hika. Enginn hefur fundið þau vitni sem Halldór vísar í og enginn veit hvaða vitni blaðamenn vísa í um ofbeldistilvik. Ef þau eru til væri ráð að athuga hver tengsl þeirra eru við Halldór því þau eru ekki samstarfsmenn hans eða Róberts. Þeir vita betur.“ En sátt hafi verið gerð við neinn starfsmann vegna hegðunar eða stjórnunar Róberts, né heldur vegna hótana um uppljóstrun. „Það er ósatt. Það hafa verið gerðir margir starfslokasamningar í Alvogen og Alvotech en enginn vegna háttsemi Róberts eða stjórnunar hans.“ Ljót skilaboð sem beðist hafi verið afsökunar á Fram hefur komið að Róbert sendi tveimur samstarfsmönnum sínum líflátshótanir í SMS-skilaboðum þegar þeir báru vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar á hendur honum árið 2014. Róbert sendi þeim Mark Keatly og Claudio Albrecht samtals 33 skilaboð á innan við sólarhring og hótað bæði þeim og fjölskyldum þeirra. Þar segir meðal annars: „Segðu halló til claudio ég mun ganga frá ykkur lygara skíthællinn þinn“ og „Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa.“ Keatly tjáði sig um skilaboðin í tölvupósti til stærsta hluthafa Alvogen þann 1. apríl. Kjarninn birti skilaboðin í síðustu viku. „Eins og þú veist þá bað Róbert mig samstundis og af mikilli tilfinningu afsökunar fyrir það orðbragð sem hann notaði í skilaboðunum. Þótt orðin hafi verið óviðeigandi – sem hann hefur gengist við – þá setti ég þau í samhengi við þær heitu tilfinningar sem voru uppi á þessum tíma. Hafandi þekkt Róbert vel síðan 2005 þá tók ég orðum hans ekki sem hótun gagnvart mér eða fjölskyldu minni. Ég féllst á afsökunarbeiðni hans og við erum fyrir löngu búnir að setja málið fyrir aftan okkur.“ Róbert Wessmann, stofnandi og forstjóri Alvotech.Alvotech Árni segir skilaboðin, sem vissulega séu ljót, ekki koma Alvogen og Alvotech við. „Löngu afgreitt mál á milli Róberts og þeirra sem fengu skilaboðin og engir eftirmálar af því. Halldór hefur lagt mikið upp úr þessu til að gera ósannindi sín trúverðug. Enda ekki hægt að neita þessu og efni þessara skilaboða augnakonfekt fyrir fjölmiðla þegar fjalla á um eins áberandi einstakling og Róbert Wessman. Þetta breytir því hins vegar ekki að ósannindi Halldórs um annað eru einmitt það - ósannindi.“ Segist hafa ráðið sér öryggisvörð Halldór sagði í Fréttablaðinu um helgina ekki auðvelt að skylmast við einhvern eins og Róbert. „Hann hefur sýnt það með líkamsárásum og alvarlegum morðhótunum að hann getur verið hættulegur maður. Þegar ég sendi bréf til stjórna fyrirtækjanna í janúar var mér bæði létt, en verð þó að viðurkenna að ákveðin hræðsla hafi gripið um sig á heimilinu,“ sagði Halldór. „Til að tryggja að öllum á heimilinu liði vel og hefðu engar áhyggjur af mínum skylmingum við Róbert, þá réð ég öryggisvörð fyrir utan heimili okkar í þrjár vikur. Hann stóð vaktina fyrir utan húsið frá því krakkarnir komu heim úr skóla og fram á nótt. Ég fann að fjölskyldunni leið betur og það var fyrir mestu.“ Árni segir í grein sinni orðinn þreyttur á að lesa ósannindi Halldórs. „Hvort sem það er satt eða logið að hann sé með öryggisverði fyrir utan 1000 fermetra húsið sitt.“ Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Ósannindum kerfislega plantað í fjölmiðla Mikið óskaplega þykir mér miður að verða vitni að því að fjölmiðlar endursegi ítrekað ósannindi Halldórs Kristmannssonar um Alvogen og Róbert Wessman. 19. apríl 2021 15:31 Skorar á Alvogen að birta öll gögn: Segir Björgólf umsvifalaust hafa rekið Róbert fyrir ósæmilega hegðun Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, skorar á fyrirtækin að deila öllum gögnum sem tengjast yfirheyrslum vegna athugunar á ásökunum í garð Róberts Wessman með fjölmiðlum. 7. apríl 2021 11:08 Halldór sagður hafa átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi yfirmaður samskiptamála hjá Alvogen og náinn samstarfsmaður Róberts Wessman til margra ára, átti fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni, aðaleiganda Novator, í nóvember í fyrra. 7. apríl 2021 07:10 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta segir Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri og stjórnarmaður Alvogen, í aðsendri grein á Vísi með titlinum Ósannindum kerfislega plantað í fjölmiðla. Tilefnið eru ásakanir Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi hægri handar Róberts Wessman forstjóra Alvogen og Alvotech, á hendur Róberti, síðast á forsíðu Fréttablaðsins um helgina. Setur hann spurningamerki við ýmislegt í frásögn Halldórs, meðal annars hvort hann hafi verið með öryggisvörð við heimili sitt af ótta við Róbert. Segir Róbert endurtekið hafa lánað Halldóri Árni telur markmið Halldórs vera að sannfæra fólk um að Róbert sé ofbeldismaður og veltir fyrir sér hvort nokkur trúi því. Sjálfur viti hann betur sem samstarfsmaður Róberts til tuttugu ára. Hann skilur þó ekki hvað Halldóri gangi til. „Maður sem endurtekið titlar sig sem framkvæmdastjóra án þess að hafa nokkurn tímann verið það og sökkti sér síðan fjárhagslega af því að hann varð að kaupa 1000 fermetra hús fyrir sig og sína af því að það væri stærsta einbýlishús á Íslandi. Maður sem í gegnum árin hefur endurtekið beðið Róbert að lána sér pening eða hjálpa sér með lánveitingar þar sem hann hafi komið sér í peningavandræði. Maður sem hefur endurtekið í gegnum árin þegið slíka aðstoð því Róbert er of greiðvikinn þegar leitað er til hans,“ segir Árni. „Hvað sem því líður er herferðin sem Halldór er í vel skipulögð – það liggur fyrir – enda maðurinn sérfræðingur í fjölmiðlaumfjöllun og vel tengdur í þeim geira.“ Hönd í hönd í átján ár Halldór var náinn samstarfsmaður Róberts í átján ár en óhætt er að segja að kastast hafi í kekki í samskiptum þeirra. Halldór sagði, í yfirlýsingu á dögunum, alvarlegan ágreining hafa myndast á milli þeirra Róberts sumarið 2018 og aftur í september 2020 „þegar Róbert bar háttsetta embættismenn á Íslandi, alþjóðlegan fjárfesti og blaðamann þungum sökum. Í tugum tölvupósta og textaskilaboða Róberts eru umræddir óvildarmenn bornir þungum sökum, sem ég tel að hafi í senn verið algjörlega ósannar og svívirðilegar,“ sagði Halldór. Stundin hefur heimildir fyrir því að Róberti hafi verið í nöp við Harald Johannessen vegna þess að Haraldur er faðir Matthíasar Johannessen sem höfðaði skaðabótamál gegn Róberti og hafði betur árið 2018. Vísir/Vilhelm Fram hefur komið að embættismennirnir eru Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri og Páll Winkel fangelsismálastjóri. Munu Halldór og Róbert samkvæmt heimildum Vísis hafa deilt um ritstjórnarlegar ákvarðanir varðandi umfjöllun þar sem nöfn þeirra bar á góma. „Róbert hefur engan áhuga á að gera embættismönnum á Íslandi skráveifu,“ segir Árni. „Ef einhver embættismaður hefur ekki sinnt starfi sínu eða hefur brotið af sér í starfi deilir Róbert sjálfsagt þeirri skoðun með flestum að þá sé ástæða til að taka á slíku.“ Deilur Halldórs og Róberts frá því í fyrra snúa hins vegar að fjárfestinum Björgólfi Thor Björgólfssyni. Segir margt ósagt Halldór sagðist í Fréttablaðinu um helgina þurfa að svara fyrir að Róbert hefði lekið viðkvæmum heilsufarsupplýsingum um sig sem birtust í fréttaskýringu Kjarnans um málið. Halldór fór í veikindaleyfi í desember vegna höfuðkúpubrots í febrúar 2020 sem hefði haft heilsufarslegar afleiðingar. Daginn eftir hafi hann farið út að borða á veitingastað í Reykjavík. „Yfir kvöldmatnum fór stefndi að bera upp ýmsar sakir á forstjóra stefnanda og stjórnunarhætti hans,“ segir í stefnu Róberts á hendur Halldór. Halldór hafi auk þess í yfir áratug sem lykilstarfsmaður Alvogen haft „aðgang að ýmsum viðkvæmum trúnaðarupplýsingum um bæði fjárhagsmálefni og önnur innri mál stefnanda [Alvogen]“. Stefna Róberts á hendur Halldóri verður tekin fyrir í héraðsdómi í maí. Róbert hefur verið áberandi á Instagram undanfarin ár. Síðast birti hann mynd af sér um helgina með barni sínu að borða ís að lokinni bólusetningu. View this post on Instagram A post shared by Robert Wessman (@robertwessman) „Ég mun þurfa að verja mig í því og þá geri ég ráð fyrir því að allar ásakanir sem ég hef lagt fram gegn Róberti og er bundinn trúnaði um, komi fram. Það er mjög mikið ósagt í þessu máli,“ sagði Halldór í Fréttablaðinu um helgina. Árni þvertekur í grein sinni fyrir að Alvogen hafi lekið viðkvæmum heilsufarsupplýsingum um Halldór í fjölmiðla. „Halldór gerði það sjálfur þegar hann setti þær í lögfræðibréf sín og lak þeim til valinna fjölmiðla. Þetta liggur allt fyrir og er staðfest af Halldóri sjálfum. Fyrir héraðsdómi er rekið mál vegna þessara ásakana Halldórs og félagið hefur birt Halldóri stefnu þar sem þessar heilsufarsupplýsingar sem hann sjálfur gerði að umtalsefni eru hluti af málinu. Það mál er rekið fyrir opnum tjöldum eins og venja er í réttarríkinu Íslandi.“ Telur Björgólf á bak við allt saman Í fréttaskýringu Kjarnans á fimmtudag var meðal annars fjallað um breskan blaðamann sem fór að forvitnast um stjórnarhætti Róberts í október í fyrra og framkoma hans gagnvart öðrum stjórnendum og starfsmönnum. Róbert taldi ljóst að Björgólfur Thor væri á bak við forvitna blaðamanninn. „Björgólfur er búinn að borga þessum til að skrifa um mig[...]ljóst að Björgólfur og hans stm hafa engin vandamál að ljúga upp á menn í fjölmiðlum frekar en réttarsölum,“ sagði Róbert í tölvupósti til náinna samstarfsmanna. Björgólfur Thor er ríkasti Íslendingurinn og starfaði með Róbert hjá Actavis þar sem Róbert var forstjóri. Þar hætti Róbert störfum árið 2007. Sagðist hann hafa sagt upp vegna Björgólfs Thor en Björgólfur Thor sagðist hafa rekið Róbert. Deilur þeirra hafa ekki aðeins verið fyrir dómstólum heldur einnig í fjölmiðlum, þar sem þeir virðast hafa fjárfest í íslenskum fjölmiðlum til að klekkja hvor á öðrum. Fjölmiðlaslagur Róbert fjármagnaði fjölmiðla árum saman í gegnum félag sitt Dalinn. Hann hélt fjölmiðlaveldi Björns Inga Hrafnssonar, undir merkjum Pressunnar, gangandi árum saman eða þar til Pressan fór í þrot. Þá steig fram Sigurður G. Guðjónsson lögmaður, skráður eigandi Frjálsar fjölmiðlunar, og keypti DV. Hann vildi ekki gefa upp hver væri á bak við kaupin. Í maí í fyrra kom svo loks í ljós, sem hafði verið orðrómur um lengi, að Björgólfur Thor væri á bak við kaupin. Ragnhildur Sverrisdóttir, fyrrverandi talskona Björgólfs og núverandi upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, hafði þó neitað því í svari til Stundarinar í árslok 2017 að Björgólfur kæmi á nokkurn hátt að fjármögnuninni. Sigurður G. Guðjónsson vildi aldrei gefa upp hver væri maðurinn á bak við kaup hans á DV. Í ljós kom að Björgólfur Thor var maðurinn á bak við kaupin í gegnum félag sitt Novator.Vísir/Vilhelm „Ekki veit ég nú hvernig ég get sent þér frekari staðfestingu á að Björgólfur Thor eða félög honum tengd séu EKKI í einhverjum tilteknum bisniss. Það er lítið um skjalfestar heimildir fyrir því sem ekki er,“ sagði í svari Ragnhildar til Stundarinnar. Sigurði virðist ekki mikið koma til Róberts í færslu á Facebook um helgina. Þar gerir hann líka að umtalsefni nýleg ráðning Róberts á Láru Ómarsdóttur fréttakonu sem fjölmiðlafulltrúa fyrir fjárfestingarfélag sitt Aztig Fund. „Ímyndað þér umfjöllun Kveiks! Halldór ímyndarsérfræðingur berst nú við forstjóraímynd sem hann skapaði í líki Roberts Wessmann sem ætlaði einu sinni að gefa milljarð til háskóla hér á landi,“ segir Sigurður. „Hinn ímyndaði hefur nú ráðið fréttahönnuðinn Láru Ómarsdóttur til félags sem situr á sjóðum hans frá rannsóknarþættinum Kveik á RÚV til að hanna fréttir um að allt sem ímyndunarsérfræðingurinn segir nú um forstjóraímyndina sé bara ímyndun gott ef ekki uppspuni sjúks manns. Ætli ráðning rannsóknar blaðamannsins sé ástæða þess að Kveikur sem annars má ekkert aumt sjá taki ekki til rannsóknar og dóms barsmíðar starfsmanna af hálfu forstjóra sem hefur ímynd hins gjafmilda.“ Lára segir í samtali við Vísi ekki taka þessum skrifum Sigurðar nærri sér enda sé ekki vottur af sannleika í þeim. Segir ómögulegt að vitnin séu samstarfsfólk Árni segir óskiljanlegt hvað Halldóri gangi til með frásögnum af Róberti. „Skýrist þetta af andlegu ójafnvægi eða veikindum eða margra ára laumuhatri á manni sem hann vann mjög náið með eða er það bara í fjárhagslegum tilgangi eins og svo margt sem Halldór hefur í gegnum tíðina gert? Mér er hins vegar vel ljóst að sama hvað Halldór segir þá er hann ekki að þessu fyrir einhverja aðra ótilgreinda starfsmenn Alvogen. Þetta er bara hann.“ Halldór segir Róbert hafa kýlt sig kaldan á ráðstefnu í París og Róbert hafi sagst hafa verið í kýlingarleik. Þá hafi Róbert slegið háttsettan stjórnanda Alvogen og Alvotech fyrirvaralaust, löðrungað hann. Fréttablaðið segir ónafngreint vitni staðfesta þessar frásagnir Halldórs. Halldór Kristmannson titlaði sig framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech. Nú setur Árni Harðarson spurningamerki við titlana og gefur í skyn að Halldór hafi gefið sér titlana sjálfur. „Ég hef unnið með Róberti í yfir 20 ár bæði sem starfsmaður og utanaðkomandi ráðgjafi og veit því betur. Allur sá fjöldi starfsmanna og fyrrverandi starfsmanna sem rannsóknarteymi White & Case tók viðtöl við vegna ásakana Halldórs vita líka betur. Ef rannsókn White & Case hefði leitt í ljós að ásakanir Halldórs væru sannar er nokkuð ljóst að ráðandi hluthafar í félaginu hefðu rekið Róbert Wessmann án þess að hika. Enginn hefur fundið þau vitni sem Halldór vísar í og enginn veit hvaða vitni blaðamenn vísa í um ofbeldistilvik. Ef þau eru til væri ráð að athuga hver tengsl þeirra eru við Halldór því þau eru ekki samstarfsmenn hans eða Róberts. Þeir vita betur.“ En sátt hafi verið gerð við neinn starfsmann vegna hegðunar eða stjórnunar Róberts, né heldur vegna hótana um uppljóstrun. „Það er ósatt. Það hafa verið gerðir margir starfslokasamningar í Alvogen og Alvotech en enginn vegna háttsemi Róberts eða stjórnunar hans.“ Ljót skilaboð sem beðist hafi verið afsökunar á Fram hefur komið að Róbert sendi tveimur samstarfsmönnum sínum líflátshótanir í SMS-skilaboðum þegar þeir báru vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar á hendur honum árið 2014. Róbert sendi þeim Mark Keatly og Claudio Albrecht samtals 33 skilaboð á innan við sólarhring og hótað bæði þeim og fjölskyldum þeirra. Þar segir meðal annars: „Segðu halló til claudio ég mun ganga frá ykkur lygara skíthællinn þinn“ og „Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa.“ Keatly tjáði sig um skilaboðin í tölvupósti til stærsta hluthafa Alvogen þann 1. apríl. Kjarninn birti skilaboðin í síðustu viku. „Eins og þú veist þá bað Róbert mig samstundis og af mikilli tilfinningu afsökunar fyrir það orðbragð sem hann notaði í skilaboðunum. Þótt orðin hafi verið óviðeigandi – sem hann hefur gengist við – þá setti ég þau í samhengi við þær heitu tilfinningar sem voru uppi á þessum tíma. Hafandi þekkt Róbert vel síðan 2005 þá tók ég orðum hans ekki sem hótun gagnvart mér eða fjölskyldu minni. Ég féllst á afsökunarbeiðni hans og við erum fyrir löngu búnir að setja málið fyrir aftan okkur.“ Róbert Wessmann, stofnandi og forstjóri Alvotech.Alvotech Árni segir skilaboðin, sem vissulega séu ljót, ekki koma Alvogen og Alvotech við. „Löngu afgreitt mál á milli Róberts og þeirra sem fengu skilaboðin og engir eftirmálar af því. Halldór hefur lagt mikið upp úr þessu til að gera ósannindi sín trúverðug. Enda ekki hægt að neita þessu og efni þessara skilaboða augnakonfekt fyrir fjölmiðla þegar fjalla á um eins áberandi einstakling og Róbert Wessman. Þetta breytir því hins vegar ekki að ósannindi Halldórs um annað eru einmitt það - ósannindi.“ Segist hafa ráðið sér öryggisvörð Halldór sagði í Fréttablaðinu um helgina ekki auðvelt að skylmast við einhvern eins og Róbert. „Hann hefur sýnt það með líkamsárásum og alvarlegum morðhótunum að hann getur verið hættulegur maður. Þegar ég sendi bréf til stjórna fyrirtækjanna í janúar var mér bæði létt, en verð þó að viðurkenna að ákveðin hræðsla hafi gripið um sig á heimilinu,“ sagði Halldór. „Til að tryggja að öllum á heimilinu liði vel og hefðu engar áhyggjur af mínum skylmingum við Róbert, þá réð ég öryggisvörð fyrir utan heimili okkar í þrjár vikur. Hann stóð vaktina fyrir utan húsið frá því krakkarnir komu heim úr skóla og fram á nótt. Ég fann að fjölskyldunni leið betur og það var fyrir mestu.“ Árni segir í grein sinni orðinn þreyttur á að lesa ósannindi Halldórs. „Hvort sem það er satt eða logið að hann sé með öryggisverði fyrir utan 1000 fermetra húsið sitt.“
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Ósannindum kerfislega plantað í fjölmiðla Mikið óskaplega þykir mér miður að verða vitni að því að fjölmiðlar endursegi ítrekað ósannindi Halldórs Kristmannssonar um Alvogen og Róbert Wessman. 19. apríl 2021 15:31 Skorar á Alvogen að birta öll gögn: Segir Björgólf umsvifalaust hafa rekið Róbert fyrir ósæmilega hegðun Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, skorar á fyrirtækin að deila öllum gögnum sem tengjast yfirheyrslum vegna athugunar á ásökunum í garð Róberts Wessman með fjölmiðlum. 7. apríl 2021 11:08 Halldór sagður hafa átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi yfirmaður samskiptamála hjá Alvogen og náinn samstarfsmaður Róberts Wessman til margra ára, átti fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni, aðaleiganda Novator, í nóvember í fyrra. 7. apríl 2021 07:10 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Ósannindum kerfislega plantað í fjölmiðla Mikið óskaplega þykir mér miður að verða vitni að því að fjölmiðlar endursegi ítrekað ósannindi Halldórs Kristmannssonar um Alvogen og Róbert Wessman. 19. apríl 2021 15:31
Skorar á Alvogen að birta öll gögn: Segir Björgólf umsvifalaust hafa rekið Róbert fyrir ósæmilega hegðun Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, skorar á fyrirtækin að deila öllum gögnum sem tengjast yfirheyrslum vegna athugunar á ásökunum í garð Róberts Wessman með fjölmiðlum. 7. apríl 2021 11:08
Halldór sagður hafa átt fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni Halldór Kristmannsson, fyrrverandi yfirmaður samskiptamála hjá Alvogen og náinn samstarfsmaður Róberts Wessman til margra ára, átti fund með Björgólfi Thor Björgólfssyni, aðaleiganda Novator, í nóvember í fyrra. 7. apríl 2021 07:10