Arsenal komnir í undanúrslit eftir stórsigur

Alexandre Lacazette skoraði tvö mörk í sigri Arsenal í kvöld.
Alexandre Lacazette skoraði tvö mörk í sigri Arsenal í kvöld. vísir/Getty

Arsenal gerðu sér erfitt fyrir í fyrri leiknum þegar að þeir misstu niður 1-0 forystu á 94. mínútu. Annað var þó uppi á teningnum í kvöld, en lærisveina Mikel Arteta áttu ekki í vandræðum með Tékkana.

Strax á 14. mínútu skoraði Emile Smith-Rowe fyrir Arsenal. Eftir góða og gaumgæfilega skoðun myndbandsdómarans var markið þó dæmt af vegna rangstöðu.

Arsenal voru þó ekki lengi að hrista það af sér, en Emile Smith-Rowe lagði upp fyrsta löglega mark leiksins aðeins fjórum mínútum síðar. Það var Nicolas Pepe sem kom boltanum í netið eftir sendingu Smith-Rowe.

Einungis tveim mínútum seinna braut Jakub Hromada, leikmaður Slavia Prag á Bukayo Saka innan vítateigs og víti dæmt. Alexandre Lacazette fór á punktinn og kláraði það vel.

Arsenalmenn héldu áfram og voru búnir að skora þriðja markið tæpum þremur mínútum seinna. Bukayo Saka kom þá knettinum í netið eftir stoðsendingu frá Calum Chambers og staðan orðin 0-3 eftir tæpar 25 mínútur.

Þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Slavia Prag voru heldur meira með boltann, en náðu ekki að gera sér mat úr því.

Alexandre Lacazette gulltryggði sigurinn svo algjörlega á 77. mínútu þegar hann skoraði fjórða mark Lundúnaliðsins eftir stoðsendingu frá Nicolas Pepe.

Arsenal eru því komnir í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem þeir mæta Villareal þann 29. apríl.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira