Öruggt hjá Manchester United sem eru komnir í undanúrslit 15. apríl 2021 21:00 Edinson Cavani var á skotskónum í kvöld. EPA-EFE/Clive Brunskill Fyrsta mark leiksins kom strax á sjöttu mínútu. Þar var að verki Edinson Cavani eftir stoðsendingu frá Paul Pogba. Þannig var staðan þegar flautað var til leikhlés. Lengi vel leit út fyrir að þetta yrðu lokatölur, en á 91. mínútu átti Alex Telles fyrirgjöf og Jesus Vallejo varð fyrir því óláni að stýra boltanum í sitt eigið net. Manchester United vann fyrri leik liðanna 0-2 á Spáni og var því í kjörstöðu fyrir leikinn. Þeir gerðu það sem þeir þurftu og unnu sigurinn í einvíginu verðskuldaður. Eins og áður segir mætast Manchester United og Roma í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, en fyrri leikurinn fer fram 29. apríl næstkomandi. Evrópudeild UEFA
Fyrsta mark leiksins kom strax á sjöttu mínútu. Þar var að verki Edinson Cavani eftir stoðsendingu frá Paul Pogba. Þannig var staðan þegar flautað var til leikhlés. Lengi vel leit út fyrir að þetta yrðu lokatölur, en á 91. mínútu átti Alex Telles fyrirgjöf og Jesus Vallejo varð fyrir því óláni að stýra boltanum í sitt eigið net. Manchester United vann fyrri leik liðanna 0-2 á Spáni og var því í kjörstöðu fyrir leikinn. Þeir gerðu það sem þeir þurftu og unnu sigurinn í einvíginu verðskuldaður. Eins og áður segir mætast Manchester United og Roma í undanúrslitum Evrópudeildarinnar, en fyrri leikurinn fer fram 29. apríl næstkomandi.