„Við sofum ekki yfir þessu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2021 07:00 Ósk og Torfi, foreldrar Ölmu Daggar, hafa ekki farið varhluta af ofsóknum sem dóttir þeirra hefur sætt undanfarin tíu ár. Þau upplifa reiði og varnarleysi. „Maður er svo hræddur. Maður er svo rosalega hræddur um barnið sitt. Það koma svona tilfinningar upp hjá manni sem mann datt bara ekki til hugar að væru til,“ segir Ósk Jónsdóttir, móðir Ölmu Daggar Torfadóttur sem hefur sætt ofsóknum í tæplega tíu ár. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir sem var sýndur á Stöð 2 fyrir viku. Saga hennar er sláandi en í þættinum lýsti Alma þeirri stöðugu ógn sem hún hefur þurft að lifa við í um þriðjung ævi sinnar. Hún hefur verið með eltihrelli á bakinu frá því hún var átján ára, en hann hefur ítrekað samband við hana, situr fyrir utan heimili hennar, eltir hana og fylgist stöðugt með henni, svo dæmi séu tekin. Áreitið er enn í gangi, þrátt fyrir ítrekuð nálgunarbönn. Alltaf hrædd um að hann komi Aðstandendur Ölmu hafa ekki farið varhluta af ofsóknunum. Varnarleysi þeirra er ekki síður áberandi í samskiptum við eltihrellinn, sem veigrar sér ekki við því að nálgast fólkið í lífi hennar, líkt og foreldrar Ölmu, þau Ósk Jónsdóttir og Torfi Einarsson, lýstu í þættinum. „Hann býr hérna, þannig að maður sér hann reglulega,“ segja þau, en fjölskyldan er búsett á Akranesi. Alma hraktist hins vegar úr heimabænum vegna ofsóknanna. „Hún er mikil foreldrastelpa. Núna vill hún helst ekki vera hérna á Skaganum. Og það er bara hundleiðinlegt. En ef hún kemur hingað þá er það í svona mýflugumynd, og ef hún gistir þá sefur hún ekki. Hún er svo hrædd um að hann komi:“ Torfi segist hafa fengið ógrynni af skilaboðum frá manninum. Skilaboð sem skipti hundruðum. „Meira heldur en frá bestu vinum,“ segir Torfi. „Hann segist vilja losna við kjaftasögur, eiga fundi með okkur, koma sínum málum á framfæri og annað slíkt. Og hvað honum þyki rosalega vænt um hana, að hann vilji allt gott. Við svörum þessu ekkert. Við erum búin að reyna allt,“ segir hann. Garðar segir að hrollur hafi farið um sig þegar hann hitti manninn í lyftu. Elti hann til Grenivíkur Barnsfaðir Ölmu, Garðar Gunnlaugsson, hefur líka fengið sinn skerf af áreitinu. Hann tekur undir með Ósk og Torfa um hversu erfitt það hefur verið að horfa upp á vanlíðan Ölmu vegna mannsins. „Í hans heimi er hann með Ölmu, og ég var að halda Ölmu fanginni,“ segir Garðar. „Við Alma bjuggum saman í fjölbýlishúsi. Hann mætti ítrekað fyrir utan heimilið hjá okkur, var ítrekað að keyra fram hjá og var ítrekað að angra nágranna okkar með því að mæta óboðinn í heimsókn til að vera í nálægð við okkur,“ bætir hann við og lýsir því þegar hann hitti manninn í lyftu í blokkinni eitt sinn. „Ég var með strákinn okkar í lyftunni. Það var mjög scary moment, af því að maður veit aldrei hvað hann getur gert,“ segir Garðar. „Það fer hrollur um mann í svona aðstæðum.“ Ósk og Torfi hafa sams konar sögur og nefna sérstaklega síðustu jól. „Hann keyrði hérna fram hjá, fram og til baka. Hann náttúrlega veit að hún kemur hingað um jólin. Ég sé hann út um eldhúsgluggann en sagði Ölmu ekki frá því fyrr en seinna. Ég ætlaði ekkert að fara að eyðileggja jólin fyrir henni. Alltaf þegar hún kemur hérna þá er hún svo upptjúnuð. Hún nær ekki að slaka á því hún er svo hrædd. Það er nóg að hann keyri hérna fram og til baka til þess að hún missi vitið. Hvað getum við gert? Við getum ekkert gert. Við gætum hlaupið á eftir honum eins og einhverjur vitleysingar, en við getum ekkert gert,“ segir Ósk. „Þegar ég tala um hann þá verð ég svo reið. Ég fæ svona öran hjartslátt og skelf inni í mér. Ég tel að Litla-Hraun sé bara ágætis staður fyrir hann,“ segir Ósk, sem krefst þess að lögreglan bregðist við þeim ítrekuðu ofsóknum sem dóttir hennar hefur orðið fyrir. Alma og Garðar slitu samvistum fyrir nokkrum árum. Áreitið gagnvart Garðari hefur þrátt fyrir það haldið áfram. „Hann mætir á alla leiki hjá mér sem ég spila,“ segir Garðar, sem er knattspyrnumaður í ÍA. „Alveg sama hvar á landinu þeir eru. Ég man til dæmis eftir því þegar við vorum að spila í Grenivík í fyrra. Eftir leikinn þá hittast leikmenn í litlu rými þar sem er boðið upp á mat og svona eftir leikinn, og það fyrsta sem ég sé þar er hann, sitjandi á stól þarna inni. Ég fékk smá sjokk.“ Garðar sér hann á öllum leikjum sem hann spilar, og hefur þurft að láta vísa honum burt. „Ég hef látið fjarlægja hann þegar sonur minn hefur verið á leikjunum, því ég vill ekki að hann sé í sama rými og þessi maður.“ Búið að breyta lífinu Þá hefur maðurinn ítrekað reynt að nálgast foreldra Ölmu. „Hann langar rosalega að tala við mig. Tala um hvað hann myndi henta minni dóttur vel, og barnabarni. Ég þarf alveg að taka á öllu sem ég á þegar ég sé hann,“ segir Ósk og lýsir gríðarlegum áhyggjum af dóttur sinni. „Þetta er bara búið að breyta hennar lífi. Hún er búin að reyna að klára námið en hún gat það ekki. Hún á ekkert eftir. Ekkert. Hún er bara hrædd, alltaf hrædd. Hún setur stól fyrir útidyrahurðina og passar upp á allar útgönguleiðir.“ Garðar hefur sjálfur orðið fyrir miklu áreiti frá manninum. Til dæmis hefur hann séð manninn taka myndir og myndbönd af sér. Torfi tekur undir. „Auðvitað langar mann að ganga í skrokk á honum, hreinlega. En það græðir enginn neitt á því. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að hann er lasinn. En er ég eitthvað betri ef ég geri eitthvað? Er dóttir mín betur sett með mig í fangelsi einhvers staðar?“ segir Torfi. Þau segjast upplifa varnarleysi í aðstæðunum, en hingað til hefur verið erfitt að bregðast við málum af þessu tagi. Nýverið voru hins vegar samþykkt lög um svokallað umsáturseinelti þar sem heimilt verður að dæma eltihrella í allt að fjögurra ára fangelsi. Lögin geta þó ekki verið afturvirk. Algjört varnarleysi „Við upplifum algjört varnarleysi, gjörsamlega. Það virðist sem svona einstaklingar lendi bara í kerfinu og það er ekkert hægt að gera. Það er hægt að setja nálgunarbann, en virkar það? Nákvæmlega ekki neitt,“ segir Ósk. Þau eru hrædd um að þetta endi illa, ef ekkert verði að gert. „Ég vil helst alltaf vita hvar hún er ef hún fer eitthvað. Og það hefur verið svoleiðis að þegar hún bjó hérna á Skaganum og fór út að skemmta sér, og hringdi og bað okkur um að sækja sig – þá bara fórum við. Alveg sama hvað klukkan var. Við bara sváfum ekki. Og við sofum ekki yfir þessu. Sérstaklega þegar hann hefur brotið nálgunarbann þá hringir hún og er liggur við bara tryllt úr hræðslu.“ Foreldrum Ölmu þykir átakanlegt að tala um manninn. „Þegar ég tala um hann þá verð ég svo reið. Ég fæ svona öran hjartslátt og skelf inni í mér. Ég tel að Litla-Hraun sé bara ágætis staður fyrir hann,“ segir Ósk. Saga Ölmu var sögð í þáttunum Ofsóknum sem sýndir eru á Stöð 2 á mánudagskvöldum. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ofsóknir Akranes Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölskyldan biður fólk um að hugsa sig tvisvar um áður en það setur sig í dómarasætið Foreldrar og systir karlmanns sem hefur ofsótt Ölmu Dögg Torfadóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Stöðvar 2 um málið. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir í gærkvöld, þar sem hún lýsti því hvernig maðurinn hefur ofsótt hana í um áratug, eða frá því hún var átján ára. Hún lýsti hræðslu og vanlíðan sem leiddi til þess að hún hraktist úr heimabæ sínum, Akranesi, vegna ofsóknanna. 6. apríl 2021 12:00 Hefur þurft að lifa við stöðugar ofsóknir í tíu ár Alma Dögg Torfadóttir var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. Hún bjó og starfaði í heimabæ sínum, Akranesi, en hraktist burt eftir ítrekað áreiti frá manni sem hún þekkti ekkert, að öðru leyti en því að hafa afgreitt hann í sjoppu sem hún vann í. Nú tíu árum síðar er áreitið enn í gangi. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld. 6. apríl 2021 10:57 24 eltihrellamál tilkynnt til lögreglu: „Þetta er svolítið mikið“ Síðan nýtt ákvæði í hegningarlögum um umsáturseinelti tók gildi í febrúar hafa minnst 24 mál af slíkum toga komið til kasta lögreglu á landsvísu. Langalgengast er að konur séu fórnarlömb eltihrella og umsáturseineltis en oft eru börn einnig óbeinir þolendur. 14. apríl 2021 18:01 „Ég trúi því að einn daginn muni eitthvað klikka“ „Ég trúi því að einn daginn muni eitthvað klikka,“ segir Alma Dögg Torfadóttir, sem hefur mátt þola ofsóknir í áratug, eða frá því hún var átján ára. 4. apríl 2021 18:16 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir sem var sýndur á Stöð 2 fyrir viku. Saga hennar er sláandi en í þættinum lýsti Alma þeirri stöðugu ógn sem hún hefur þurft að lifa við í um þriðjung ævi sinnar. Hún hefur verið með eltihrelli á bakinu frá því hún var átján ára, en hann hefur ítrekað samband við hana, situr fyrir utan heimili hennar, eltir hana og fylgist stöðugt með henni, svo dæmi séu tekin. Áreitið er enn í gangi, þrátt fyrir ítrekuð nálgunarbönn. Alltaf hrædd um að hann komi Aðstandendur Ölmu hafa ekki farið varhluta af ofsóknunum. Varnarleysi þeirra er ekki síður áberandi í samskiptum við eltihrellinn, sem veigrar sér ekki við því að nálgast fólkið í lífi hennar, líkt og foreldrar Ölmu, þau Ósk Jónsdóttir og Torfi Einarsson, lýstu í þættinum. „Hann býr hérna, þannig að maður sér hann reglulega,“ segja þau, en fjölskyldan er búsett á Akranesi. Alma hraktist hins vegar úr heimabænum vegna ofsóknanna. „Hún er mikil foreldrastelpa. Núna vill hún helst ekki vera hérna á Skaganum. Og það er bara hundleiðinlegt. En ef hún kemur hingað þá er það í svona mýflugumynd, og ef hún gistir þá sefur hún ekki. Hún er svo hrædd um að hann komi:“ Torfi segist hafa fengið ógrynni af skilaboðum frá manninum. Skilaboð sem skipti hundruðum. „Meira heldur en frá bestu vinum,“ segir Torfi. „Hann segist vilja losna við kjaftasögur, eiga fundi með okkur, koma sínum málum á framfæri og annað slíkt. Og hvað honum þyki rosalega vænt um hana, að hann vilji allt gott. Við svörum þessu ekkert. Við erum búin að reyna allt,“ segir hann. Garðar segir að hrollur hafi farið um sig þegar hann hitti manninn í lyftu. Elti hann til Grenivíkur Barnsfaðir Ölmu, Garðar Gunnlaugsson, hefur líka fengið sinn skerf af áreitinu. Hann tekur undir með Ósk og Torfa um hversu erfitt það hefur verið að horfa upp á vanlíðan Ölmu vegna mannsins. „Í hans heimi er hann með Ölmu, og ég var að halda Ölmu fanginni,“ segir Garðar. „Við Alma bjuggum saman í fjölbýlishúsi. Hann mætti ítrekað fyrir utan heimilið hjá okkur, var ítrekað að keyra fram hjá og var ítrekað að angra nágranna okkar með því að mæta óboðinn í heimsókn til að vera í nálægð við okkur,“ bætir hann við og lýsir því þegar hann hitti manninn í lyftu í blokkinni eitt sinn. „Ég var með strákinn okkar í lyftunni. Það var mjög scary moment, af því að maður veit aldrei hvað hann getur gert,“ segir Garðar. „Það fer hrollur um mann í svona aðstæðum.“ Ósk og Torfi hafa sams konar sögur og nefna sérstaklega síðustu jól. „Hann keyrði hérna fram hjá, fram og til baka. Hann náttúrlega veit að hún kemur hingað um jólin. Ég sé hann út um eldhúsgluggann en sagði Ölmu ekki frá því fyrr en seinna. Ég ætlaði ekkert að fara að eyðileggja jólin fyrir henni. Alltaf þegar hún kemur hérna þá er hún svo upptjúnuð. Hún nær ekki að slaka á því hún er svo hrædd. Það er nóg að hann keyri hérna fram og til baka til þess að hún missi vitið. Hvað getum við gert? Við getum ekkert gert. Við gætum hlaupið á eftir honum eins og einhverjur vitleysingar, en við getum ekkert gert,“ segir Ósk. „Þegar ég tala um hann þá verð ég svo reið. Ég fæ svona öran hjartslátt og skelf inni í mér. Ég tel að Litla-Hraun sé bara ágætis staður fyrir hann,“ segir Ósk, sem krefst þess að lögreglan bregðist við þeim ítrekuðu ofsóknum sem dóttir hennar hefur orðið fyrir. Alma og Garðar slitu samvistum fyrir nokkrum árum. Áreitið gagnvart Garðari hefur þrátt fyrir það haldið áfram. „Hann mætir á alla leiki hjá mér sem ég spila,“ segir Garðar, sem er knattspyrnumaður í ÍA. „Alveg sama hvar á landinu þeir eru. Ég man til dæmis eftir því þegar við vorum að spila í Grenivík í fyrra. Eftir leikinn þá hittast leikmenn í litlu rými þar sem er boðið upp á mat og svona eftir leikinn, og það fyrsta sem ég sé þar er hann, sitjandi á stól þarna inni. Ég fékk smá sjokk.“ Garðar sér hann á öllum leikjum sem hann spilar, og hefur þurft að láta vísa honum burt. „Ég hef látið fjarlægja hann þegar sonur minn hefur verið á leikjunum, því ég vill ekki að hann sé í sama rými og þessi maður.“ Búið að breyta lífinu Þá hefur maðurinn ítrekað reynt að nálgast foreldra Ölmu. „Hann langar rosalega að tala við mig. Tala um hvað hann myndi henta minni dóttur vel, og barnabarni. Ég þarf alveg að taka á öllu sem ég á þegar ég sé hann,“ segir Ósk og lýsir gríðarlegum áhyggjum af dóttur sinni. „Þetta er bara búið að breyta hennar lífi. Hún er búin að reyna að klára námið en hún gat það ekki. Hún á ekkert eftir. Ekkert. Hún er bara hrædd, alltaf hrædd. Hún setur stól fyrir útidyrahurðina og passar upp á allar útgönguleiðir.“ Garðar hefur sjálfur orðið fyrir miklu áreiti frá manninum. Til dæmis hefur hann séð manninn taka myndir og myndbönd af sér. Torfi tekur undir. „Auðvitað langar mann að ganga í skrokk á honum, hreinlega. En það græðir enginn neitt á því. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að hann er lasinn. En er ég eitthvað betri ef ég geri eitthvað? Er dóttir mín betur sett með mig í fangelsi einhvers staðar?“ segir Torfi. Þau segjast upplifa varnarleysi í aðstæðunum, en hingað til hefur verið erfitt að bregðast við málum af þessu tagi. Nýverið voru hins vegar samþykkt lög um svokallað umsáturseinelti þar sem heimilt verður að dæma eltihrella í allt að fjögurra ára fangelsi. Lögin geta þó ekki verið afturvirk. Algjört varnarleysi „Við upplifum algjört varnarleysi, gjörsamlega. Það virðist sem svona einstaklingar lendi bara í kerfinu og það er ekkert hægt að gera. Það er hægt að setja nálgunarbann, en virkar það? Nákvæmlega ekki neitt,“ segir Ósk. Þau eru hrædd um að þetta endi illa, ef ekkert verði að gert. „Ég vil helst alltaf vita hvar hún er ef hún fer eitthvað. Og það hefur verið svoleiðis að þegar hún bjó hérna á Skaganum og fór út að skemmta sér, og hringdi og bað okkur um að sækja sig – þá bara fórum við. Alveg sama hvað klukkan var. Við bara sváfum ekki. Og við sofum ekki yfir þessu. Sérstaklega þegar hann hefur brotið nálgunarbann þá hringir hún og er liggur við bara tryllt úr hræðslu.“ Foreldrum Ölmu þykir átakanlegt að tala um manninn. „Þegar ég tala um hann þá verð ég svo reið. Ég fæ svona öran hjartslátt og skelf inni í mér. Ég tel að Litla-Hraun sé bara ágætis staður fyrir hann,“ segir Ósk. Saga Ölmu var sögð í þáttunum Ofsóknum sem sýndir eru á Stöð 2 á mánudagskvöldum. Brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Ofsóknir Akranes Lögreglumál Tengdar fréttir Fjölskyldan biður fólk um að hugsa sig tvisvar um áður en það setur sig í dómarasætið Foreldrar og systir karlmanns sem hefur ofsótt Ölmu Dögg Torfadóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Stöðvar 2 um málið. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir í gærkvöld, þar sem hún lýsti því hvernig maðurinn hefur ofsótt hana í um áratug, eða frá því hún var átján ára. Hún lýsti hræðslu og vanlíðan sem leiddi til þess að hún hraktist úr heimabæ sínum, Akranesi, vegna ofsóknanna. 6. apríl 2021 12:00 Hefur þurft að lifa við stöðugar ofsóknir í tíu ár Alma Dögg Torfadóttir var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. Hún bjó og starfaði í heimabæ sínum, Akranesi, en hraktist burt eftir ítrekað áreiti frá manni sem hún þekkti ekkert, að öðru leyti en því að hafa afgreitt hann í sjoppu sem hún vann í. Nú tíu árum síðar er áreitið enn í gangi. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld. 6. apríl 2021 10:57 24 eltihrellamál tilkynnt til lögreglu: „Þetta er svolítið mikið“ Síðan nýtt ákvæði í hegningarlögum um umsáturseinelti tók gildi í febrúar hafa minnst 24 mál af slíkum toga komið til kasta lögreglu á landsvísu. Langalgengast er að konur séu fórnarlömb eltihrella og umsáturseineltis en oft eru börn einnig óbeinir þolendur. 14. apríl 2021 18:01 „Ég trúi því að einn daginn muni eitthvað klikka“ „Ég trúi því að einn daginn muni eitthvað klikka,“ segir Alma Dögg Torfadóttir, sem hefur mátt þola ofsóknir í áratug, eða frá því hún var átján ára. 4. apríl 2021 18:16 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Fjölskyldan biður fólk um að hugsa sig tvisvar um áður en það setur sig í dómarasætið Foreldrar og systir karlmanns sem hefur ofsótt Ölmu Dögg Torfadóttur hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Stöðvar 2 um málið. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir í gærkvöld, þar sem hún lýsti því hvernig maðurinn hefur ofsótt hana í um áratug, eða frá því hún var átján ára. Hún lýsti hræðslu og vanlíðan sem leiddi til þess að hún hraktist úr heimabæ sínum, Akranesi, vegna ofsóknanna. 6. apríl 2021 12:00
Hefur þurft að lifa við stöðugar ofsóknir í tíu ár Alma Dögg Torfadóttir var átján ára þegar ofsóknir á hendur henni hófust. Hún bjó og starfaði í heimabæ sínum, Akranesi, en hraktist burt eftir ítrekað áreiti frá manni sem hún þekkti ekkert, að öðru leyti en því að hafa afgreitt hann í sjoppu sem hún vann í. Nú tíu árum síðar er áreitið enn í gangi. Alma Dögg sagði sögu sína í þættinum Ofsóknir á Stöð 2 í gærkvöld. 6. apríl 2021 10:57
24 eltihrellamál tilkynnt til lögreglu: „Þetta er svolítið mikið“ Síðan nýtt ákvæði í hegningarlögum um umsáturseinelti tók gildi í febrúar hafa minnst 24 mál af slíkum toga komið til kasta lögreglu á landsvísu. Langalgengast er að konur séu fórnarlömb eltihrella og umsáturseineltis en oft eru börn einnig óbeinir þolendur. 14. apríl 2021 18:01
„Ég trúi því að einn daginn muni eitthvað klikka“ „Ég trúi því að einn daginn muni eitthvað klikka,“ segir Alma Dögg Torfadóttir, sem hefur mátt þola ofsóknir í áratug, eða frá því hún var átján ára. 4. apríl 2021 18:16