NBA dagsins: Curry með sýningu, Randle sýndi mátt sinn og galdramennirnir höfðu engan áhuga á djassinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 15:16 Stephen Curry gat leyft sér að fagna eftir leik næturinnar. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Margir áhugaverðir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Við á Vísi höldum áfram að færa ykkur allt það helsta sem gerist í þessari stórskemmtilegu deild. Steph Curry setti upp skotsýningu í sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets í nótt, 116-107 lokatölur þar. Curry setti niður tíu þriggja stiga skot í leiknum sem gerir 30 stig talsins. Hann bætti við 23 til viðbótar ofan á það og skoraði alls 53 stig. Ekki nóg með að Steph Curry tryggði Warriors mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni heldur skráði hann sig enn á ný í sögubækur félagsins. Hann bætti stigamet Wilt Chamberlain í nótt og er þar með orðinn stigahæsti leikmaður Golden State Warriors frá upphafi. Galdramennirnir frá Washington gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Utah Jazz á útivelli. Fyrir leikinn voru Utah taplausir á heimavelli á þessu ári en það skipti leikmenn Washington litlu máli í nótt. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og unnu fjögurra stiga sigur, 125-121. Bradley Beal og Russell Westbrook voru að venju allt í öllu í annars slöku Washington-liði. Beal skoraði 34 stig á meðan Westbrook bauð upp á þrefalda tvennu. Ásamt því að skora 25 stig þá tók hann 14 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Klippa: NBA dagsins Julius Randle nýtti sér alla sína kunnáttu og hæfni er New York Knicks lagði ríkjandi meistara í Los Angeles Lakers. Lokatölur þar 111-96 en gestirnir koðnuðu niður í síðari hálfleik. Randle var stigahæstur allra á gólfinu í nótt með 34 stig. Þá tók hann 10 fráköst, enginn leikmaður tók fleiri. Að lokum tapaði Dallas Mavericks annan daginn í röð. Að þessu sinni var það sannfærandi er Philadelphia 76ers mætti til Dallas. Joel Embiid spilaði aðeins 26 mínútur en átti risastóran þátt í stórsigri gestanna. Embiid skoraði 36 af 113 stigum Philadelphia og var stigahæstur á vellinum. Furkan Korkmaz kom óvænt þar á eftir með 20 stig. Slóveninn Luka Dončić var stigahæstur hjá Dallas að venju með 32 stig en Lettinn Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Steph Curry setti upp skotsýningu í sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets í nótt, 116-107 lokatölur þar. Curry setti niður tíu þriggja stiga skot í leiknum sem gerir 30 stig talsins. Hann bætti við 23 til viðbótar ofan á það og skoraði alls 53 stig. Ekki nóg með að Steph Curry tryggði Warriors mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni heldur skráði hann sig enn á ný í sögubækur félagsins. Hann bætti stigamet Wilt Chamberlain í nótt og er þar með orðinn stigahæsti leikmaður Golden State Warriors frá upphafi. Galdramennirnir frá Washington gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Utah Jazz á útivelli. Fyrir leikinn voru Utah taplausir á heimavelli á þessu ári en það skipti leikmenn Washington litlu máli í nótt. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og unnu fjögurra stiga sigur, 125-121. Bradley Beal og Russell Westbrook voru að venju allt í öllu í annars slöku Washington-liði. Beal skoraði 34 stig á meðan Westbrook bauð upp á þrefalda tvennu. Ásamt því að skora 25 stig þá tók hann 14 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Klippa: NBA dagsins Julius Randle nýtti sér alla sína kunnáttu og hæfni er New York Knicks lagði ríkjandi meistara í Los Angeles Lakers. Lokatölur þar 111-96 en gestirnir koðnuðu niður í síðari hálfleik. Randle var stigahæstur allra á gólfinu í nótt með 34 stig. Þá tók hann 10 fráköst, enginn leikmaður tók fleiri. Að lokum tapaði Dallas Mavericks annan daginn í röð. Að þessu sinni var það sannfærandi er Philadelphia 76ers mætti til Dallas. Joel Embiid spilaði aðeins 26 mínútur en átti risastóran þátt í stórsigri gestanna. Embiid skoraði 36 af 113 stigum Philadelphia og var stigahæstur á vellinum. Furkan Korkmaz kom óvænt þar á eftir með 20 stig. Slóveninn Luka Dončić var stigahæstur hjá Dallas að venju með 32 stig en Lettinn Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira