NBA dagsins: Curry með sýningu, Randle sýndi mátt sinn og galdramennirnir höfðu engan áhuga á djassinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2021 15:16 Stephen Curry gat leyft sér að fagna eftir leik næturinnar. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Margir áhugaverðir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Við á Vísi höldum áfram að færa ykkur allt það helsta sem gerist í þessari stórskemmtilegu deild. Steph Curry setti upp skotsýningu í sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets í nótt, 116-107 lokatölur þar. Curry setti niður tíu þriggja stiga skot í leiknum sem gerir 30 stig talsins. Hann bætti við 23 til viðbótar ofan á það og skoraði alls 53 stig. Ekki nóg með að Steph Curry tryggði Warriors mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni heldur skráði hann sig enn á ný í sögubækur félagsins. Hann bætti stigamet Wilt Chamberlain í nótt og er þar með orðinn stigahæsti leikmaður Golden State Warriors frá upphafi. Galdramennirnir frá Washington gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Utah Jazz á útivelli. Fyrir leikinn voru Utah taplausir á heimavelli á þessu ári en það skipti leikmenn Washington litlu máli í nótt. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og unnu fjögurra stiga sigur, 125-121. Bradley Beal og Russell Westbrook voru að venju allt í öllu í annars slöku Washington-liði. Beal skoraði 34 stig á meðan Westbrook bauð upp á þrefalda tvennu. Ásamt því að skora 25 stig þá tók hann 14 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Klippa: NBA dagsins Julius Randle nýtti sér alla sína kunnáttu og hæfni er New York Knicks lagði ríkjandi meistara í Los Angeles Lakers. Lokatölur þar 111-96 en gestirnir koðnuðu niður í síðari hálfleik. Randle var stigahæstur allra á gólfinu í nótt með 34 stig. Þá tók hann 10 fráköst, enginn leikmaður tók fleiri. Að lokum tapaði Dallas Mavericks annan daginn í röð. Að þessu sinni var það sannfærandi er Philadelphia 76ers mætti til Dallas. Joel Embiid spilaði aðeins 26 mínútur en átti risastóran þátt í stórsigri gestanna. Embiid skoraði 36 af 113 stigum Philadelphia og var stigahæstur á vellinum. Furkan Korkmaz kom óvænt þar á eftir með 20 stig. Slóveninn Luka Dončić var stigahæstur hjá Dallas að venju með 32 stig en Lettinn Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Steph Curry setti upp skotsýningu í sigri Golden State Warriors á Denver Nuggets í nótt, 116-107 lokatölur þar. Curry setti niður tíu þriggja stiga skot í leiknum sem gerir 30 stig talsins. Hann bætti við 23 til viðbótar ofan á það og skoraði alls 53 stig. Ekki nóg með að Steph Curry tryggði Warriors mikilvægan sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni heldur skráði hann sig enn á ný í sögubækur félagsins. Hann bætti stigamet Wilt Chamberlain í nótt og er þar með orðinn stigahæsti leikmaður Golden State Warriors frá upphafi. Galdramennirnir frá Washington gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Utah Jazz á útivelli. Fyrir leikinn voru Utah taplausir á heimavelli á þessu ári en það skipti leikmenn Washington litlu máli í nótt. Þeir sýndu allar sínar bestu hliðar og unnu fjögurra stiga sigur, 125-121. Bradley Beal og Russell Westbrook voru að venju allt í öllu í annars slöku Washington-liði. Beal skoraði 34 stig á meðan Westbrook bauð upp á þrefalda tvennu. Ásamt því að skora 25 stig þá tók hann 14 fráköst og gaf jafn margar stoðsendingar. Klippa: NBA dagsins Julius Randle nýtti sér alla sína kunnáttu og hæfni er New York Knicks lagði ríkjandi meistara í Los Angeles Lakers. Lokatölur þar 111-96 en gestirnir koðnuðu niður í síðari hálfleik. Randle var stigahæstur allra á gólfinu í nótt með 34 stig. Þá tók hann 10 fráköst, enginn leikmaður tók fleiri. Að lokum tapaði Dallas Mavericks annan daginn í röð. Að þessu sinni var það sannfærandi er Philadelphia 76ers mætti til Dallas. Joel Embiid spilaði aðeins 26 mínútur en átti risastóran þátt í stórsigri gestanna. Embiid skoraði 36 af 113 stigum Philadelphia og var stigahæstur á vellinum. Furkan Korkmaz kom óvænt þar á eftir með 20 stig. Slóveninn Luka Dončić var stigahæstur hjá Dallas að venju með 32 stig en Lettinn Kristaps Porziņģis var hvergi sjáanlegur í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira