Bein útsending: Hvað gerir 100 ára frumkvöðull næst? Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2021 13:31 Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur. Ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur fer fram í dag og verður sendur út í beinni útsendingu frá Jarðhitasýningunni á Hellisheiði klukkan 14. Í tilkynningu frá OR segir að ársfundurinn verði tvískiptur að þessu sinni. Í fyrri hlutanum muni borgarstjóri, stjórnarformaður og forstjóri ávarpa fundinn en í þeim síðari mun Bergur Ebbi Benediktsson stjórna pallborðsumræðum. Þar verði horft svolítið til framtíðar og því velt upp hvernig frumkvöðlastarf OR síðustu 100 ára nýtist við áskoranir framtíðarinnar. „Þegar við hugsum um frumkvöðla og fyrirtæki þeirra sjáum við gjarna fyrir okkur ungt fólk með glimrandi viðskiptahugmynd sem það keppist við að láta standast á markaði. Það er þess vegna svolítið ögrandi að kynna rótgróið orku- og veitufyrirtæki sem frumkvöðul og það í heila öld. Fundurinn hefst klukkan 14.OR En það er einmitt það sem Orkuveita Reykjavíkur ætlar að gera á Ársfundi fyrirtækisins sem sendur verður beint út frá Hellisheiðarvirkjun hér á Vísi í dag klukkan 14:00. Í ár er því nefnilega fagnað að 100 ár eru liðin frá því konungur og drottning Íslands, þau Kristján og Alexandrína, ræstu fyrstu aflvélarnar í Elliðaárstöð. Það frumkvæði var óumdeilt framfaraskref fyrir land og þjóð. Rúmum áratug áður hafði bæjarstjórnin í Reykjavík sýnt þá framsýni að sækja neysluvatn bæjarbúa langt út fyrir bæinn, alla leið upp í Gvendarbrunna. Þau vatnból eru enn í notkun, nú 112 árum síðar. Ákveðinn frumkvöðlakraftur hefur ríkt í starfsemi OR alla tíð og eru nýjustu dæmin það frumkvæði sem ON hefur sýn þegar kemur að uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Þá hefur starfsemi Carbfix sem formlega var stofnað á árinu vakið heimsathygli,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Dagskrá fyrri hluta fundar: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður OR Bjarni Bjarnason forstjóri OR Fundarstýra: Ásdís Eir Símonardóttir Dagskrá seinni hluta fundar: Umræðustjóri: Bergur Ebbi Benediktsson Pallborð: Bjarni Bjarnason, OR, Berglind Rán Ólafsdóttir, ON, Edda Sif Pind Aradóttir, Carbfix, Gestur Pétursson, Veitur og Erling Freyr Guðmundsson, Ljósleiðarinn. Áætlað er að fundinum ljúki klukkan 16. Orkumál Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Í tilkynningu frá OR segir að ársfundurinn verði tvískiptur að þessu sinni. Í fyrri hlutanum muni borgarstjóri, stjórnarformaður og forstjóri ávarpa fundinn en í þeim síðari mun Bergur Ebbi Benediktsson stjórna pallborðsumræðum. Þar verði horft svolítið til framtíðar og því velt upp hvernig frumkvöðlastarf OR síðustu 100 ára nýtist við áskoranir framtíðarinnar. „Þegar við hugsum um frumkvöðla og fyrirtæki þeirra sjáum við gjarna fyrir okkur ungt fólk með glimrandi viðskiptahugmynd sem það keppist við að láta standast á markaði. Það er þess vegna svolítið ögrandi að kynna rótgróið orku- og veitufyrirtæki sem frumkvöðul og það í heila öld. Fundurinn hefst klukkan 14.OR En það er einmitt það sem Orkuveita Reykjavíkur ætlar að gera á Ársfundi fyrirtækisins sem sendur verður beint út frá Hellisheiðarvirkjun hér á Vísi í dag klukkan 14:00. Í ár er því nefnilega fagnað að 100 ár eru liðin frá því konungur og drottning Íslands, þau Kristján og Alexandrína, ræstu fyrstu aflvélarnar í Elliðaárstöð. Það frumkvæði var óumdeilt framfaraskref fyrir land og þjóð. Rúmum áratug áður hafði bæjarstjórnin í Reykjavík sýnt þá framsýni að sækja neysluvatn bæjarbúa langt út fyrir bæinn, alla leið upp í Gvendarbrunna. Þau vatnból eru enn í notkun, nú 112 árum síðar. Ákveðinn frumkvöðlakraftur hefur ríkt í starfsemi OR alla tíð og eru nýjustu dæmin það frumkvæði sem ON hefur sýn þegar kemur að uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Þá hefur starfsemi Carbfix sem formlega var stofnað á árinu vakið heimsathygli,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Dagskrá fyrri hluta fundar: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður OR Bjarni Bjarnason forstjóri OR Fundarstýra: Ásdís Eir Símonardóttir Dagskrá seinni hluta fundar: Umræðustjóri: Bergur Ebbi Benediktsson Pallborð: Bjarni Bjarnason, OR, Berglind Rán Ólafsdóttir, ON, Edda Sif Pind Aradóttir, Carbfix, Gestur Pétursson, Veitur og Erling Freyr Guðmundsson, Ljósleiðarinn. Áætlað er að fundinum ljúki klukkan 16.
Orkumál Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira