Birgir Jónsson nýr forstjóri Play Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. apríl 2021 13:35 Birgir Jónsson snýr aftur í flugbransann eftir að hafa einbeitt sér að viðsnúningi hjá Íslandspósti. Íslandspóstur Birgir Jónsson hefur verið kynntur til sögunnar sem forstjóri flugfélagsins Play. Hann staðfestir ráðninguna við fréttastofu. Túristi og Fréttablaðið greindu fyrst frá. Birgir lét af störfum sem forstjóri Íslandspósts í lok árs 2020 en hann hefur reynslu úr flugheiminum. Þannig var hann framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Iceland Express á sínum tíma og síðar aðstoðarforstjóri WOW air. Arnar Már Magnússon, einn stofnenda Play, hefur gegnt forstjórastöðunni síðan félagið var kynnt til leiks síðla árs 2019. Fréttablaðið segir frá því í dag að stór fjárfestingafélag og tveir lífeyrissjóðir séu á meðal fjárfesta sem skráðu sig fyrir um fimm milljörðum króna í lokuðu hlutafjárútboði Play sem lauk fyrir helgi. Frá kynningu á Play í Perlunni í nóvember 2019.Vísir/Vilhelm Að sögn Fréttablaðsins eru Stoðir, eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins, meðal fjárfesta. Sömuleiðis eigendur eignarhaldsfélagsins Langasjós, sem á heildverslunina Mata og fjárfestingafélagið Brimgarða. Félagið Fiskisund, sem Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Skeljungs fer fyrir, keypti einnig hlut auk lífeyrissjóðanna Birtu og Lífsverk. Segir að fjárfestarnir muni eignast mikinn meirihluta í félaginu. Túristi segir ekki hafa komið fram á starfsmannafundinum í morgun hvenær stefnt sé á fyrstu ferð flugfélagsins. Fréttastofa hefur ekki náð af Arnari Má Magnússyni fráfarandi forstjóra. Birgir Jónsson staðfesti ráðninguna í stuttu samtali við fréttastofu. Stefnu á sex áfangastaði í Evrópu og tvo í Bandaríkjunum Play er lággjaldaflugfélag sem kynnt var til leiks á blaðamannafundi í Perlunni þann 5. nóvember 2019. Nafnið skírskotar til þess að fólk fari til útlanda að leika sér en rauði einkennislitur félagsins á að tákna íslenska náttúru. Til stóð að hefja flugferðir strax um veturinn til sex áfangastaða í Evrópu á tveimur leigðum Airbus-vélum úr 320 fjölskyldunni. Kaupmannahöfn, London, París, Berlín, Alícante og Tenerife. Vorið 2020 stóð til að bæta við fjórum vélum og hefja flug til Ameríku. Gerðu stofnendur ráð fyrir að flotinn myndi vaxa í tíu vélar innan þriggja ára. Þá var fjármögnun félagsins sögð lokið. 80% komu frá breskum fjárfestingarsjóði og 20% prósent frá Íslenskum verðbréfum. Leiðarkerfi, bókunarvél og heimasíða tilbúin en sala farmiða átti að hefjast í desember. Hátt í þúsund manns sóttu um vinnu hjá félaginu fyrsta sólarhringinn eftir að félagið var kynnt til leiks. Karp um kjör Alþýðusamband Íslands brást við nýju flugfélagi og efaðist um heilindi félagsins þar sem búið væri að semja um launakjör flugmanna og flugliða áður en nokkur hefði verið ráðinn. Play svaraði því til að kjarasamningar yrðu einfaldari, laun væru góð en flugfólki ekki boðið upp á skutl út á flugvöll. Ekki tókst að hefja Play til flugs jafnfljótt og stefnt var að. Illa gekk að standa við launagreiðslur um fyrstu mánaðamót og stjórnendur buðust í framhaldinutil að minnka hlut sinn í félaginu. Kórónuveirufaraldurinn varð að veruleika í febrúar 2020 og útlitið svart í ferðamennsku. Fór svo að Elías Skúli Skúlason, stjórnarformaður og einn eigenda flugþjónustufyrirtækisins Airport Associates, varð aðaleigandi félagsins í maí 2020 en brúarlánum hans til Play var breytt í hlutafé. Skúli sagði stefnt að fyrstu flugferðum haustið 2020 og staðan að mörgu leyti hagstæð fyrir nýtt flugfélag því flugmarkaðurinn væri gjöbreyttur. Bogi Guðmundsson, einn af stofnendum flugfélagsins, lagði fram kröfu haustið 2020 um gjaldþrotaskipti og sagðist telja sig eiga inni 30 milljónir króna í laun. Arnar Már fráfarandi forstjóri sagði leiðinlegt að fyrrverandi samstarfsmaður kysi að reyna að bregða fæti fyrir fyrrverandi liðsfélaga sína. Gert hafi verið upp við Boga. Síðan hefur lítið heyrst frá Play enda flugmarkaðurinn í heiminum enn í lágmarki. En nú virðist fjármögnun upp á 5,5 milljarða króna í höfn og stefnt að frekari fjármögnun. Fréttin hefur verið uppfærð. Play Vistaskipti Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair segir óraunhæft að vera með tvö íslensk flugfélög Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fullreynt að reka tvö íslensk flugfélög sem séu með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi fyrst verið reynt með Iceland Express og svo WOW air. 30. desember 2020 06:54 Stofnandi Play krefst gjaldþrotaskipta félagsins Einn af stofnendum flugfélagsins Play hefur lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti flugfélagsins. Hann telur sig eiga inni 30 milljónir króna í formi vangoldinna launa. 10. september 2020 15:21 Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka ekki verðtryggðu vextina Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Sjá meira
Birgir lét af störfum sem forstjóri Íslandspósts í lok árs 2020 en hann hefur reynslu úr flugheiminum. Þannig var hann framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Iceland Express á sínum tíma og síðar aðstoðarforstjóri WOW air. Arnar Már Magnússon, einn stofnenda Play, hefur gegnt forstjórastöðunni síðan félagið var kynnt til leiks síðla árs 2019. Fréttablaðið segir frá því í dag að stór fjárfestingafélag og tveir lífeyrissjóðir séu á meðal fjárfesta sem skráðu sig fyrir um fimm milljörðum króna í lokuðu hlutafjárútboði Play sem lauk fyrir helgi. Frá kynningu á Play í Perlunni í nóvember 2019.Vísir/Vilhelm Að sögn Fréttablaðsins eru Stoðir, eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins, meðal fjárfesta. Sömuleiðis eigendur eignarhaldsfélagsins Langasjós, sem á heildverslunina Mata og fjárfestingafélagið Brimgarða. Félagið Fiskisund, sem Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Skeljungs fer fyrir, keypti einnig hlut auk lífeyrissjóðanna Birtu og Lífsverk. Segir að fjárfestarnir muni eignast mikinn meirihluta í félaginu. Túristi segir ekki hafa komið fram á starfsmannafundinum í morgun hvenær stefnt sé á fyrstu ferð flugfélagsins. Fréttastofa hefur ekki náð af Arnari Má Magnússyni fráfarandi forstjóra. Birgir Jónsson staðfesti ráðninguna í stuttu samtali við fréttastofu. Stefnu á sex áfangastaði í Evrópu og tvo í Bandaríkjunum Play er lággjaldaflugfélag sem kynnt var til leiks á blaðamannafundi í Perlunni þann 5. nóvember 2019. Nafnið skírskotar til þess að fólk fari til útlanda að leika sér en rauði einkennislitur félagsins á að tákna íslenska náttúru. Til stóð að hefja flugferðir strax um veturinn til sex áfangastaða í Evrópu á tveimur leigðum Airbus-vélum úr 320 fjölskyldunni. Kaupmannahöfn, London, París, Berlín, Alícante og Tenerife. Vorið 2020 stóð til að bæta við fjórum vélum og hefja flug til Ameríku. Gerðu stofnendur ráð fyrir að flotinn myndi vaxa í tíu vélar innan þriggja ára. Þá var fjármögnun félagsins sögð lokið. 80% komu frá breskum fjárfestingarsjóði og 20% prósent frá Íslenskum verðbréfum. Leiðarkerfi, bókunarvél og heimasíða tilbúin en sala farmiða átti að hefjast í desember. Hátt í þúsund manns sóttu um vinnu hjá félaginu fyrsta sólarhringinn eftir að félagið var kynnt til leiks. Karp um kjör Alþýðusamband Íslands brást við nýju flugfélagi og efaðist um heilindi félagsins þar sem búið væri að semja um launakjör flugmanna og flugliða áður en nokkur hefði verið ráðinn. Play svaraði því til að kjarasamningar yrðu einfaldari, laun væru góð en flugfólki ekki boðið upp á skutl út á flugvöll. Ekki tókst að hefja Play til flugs jafnfljótt og stefnt var að. Illa gekk að standa við launagreiðslur um fyrstu mánaðamót og stjórnendur buðust í framhaldinutil að minnka hlut sinn í félaginu. Kórónuveirufaraldurinn varð að veruleika í febrúar 2020 og útlitið svart í ferðamennsku. Fór svo að Elías Skúli Skúlason, stjórnarformaður og einn eigenda flugþjónustufyrirtækisins Airport Associates, varð aðaleigandi félagsins í maí 2020 en brúarlánum hans til Play var breytt í hlutafé. Skúli sagði stefnt að fyrstu flugferðum haustið 2020 og staðan að mörgu leyti hagstæð fyrir nýtt flugfélag því flugmarkaðurinn væri gjöbreyttur. Bogi Guðmundsson, einn af stofnendum flugfélagsins, lagði fram kröfu haustið 2020 um gjaldþrotaskipti og sagðist telja sig eiga inni 30 milljónir króna í laun. Arnar Már fráfarandi forstjóri sagði leiðinlegt að fyrrverandi samstarfsmaður kysi að reyna að bregða fæti fyrir fyrrverandi liðsfélaga sína. Gert hafi verið upp við Boga. Síðan hefur lítið heyrst frá Play enda flugmarkaðurinn í heiminum enn í lágmarki. En nú virðist fjármögnun upp á 5,5 milljarða króna í höfn og stefnt að frekari fjármögnun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Vistaskipti Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair segir óraunhæft að vera með tvö íslensk flugfélög Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fullreynt að reka tvö íslensk flugfélög sem séu með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi fyrst verið reynt með Iceland Express og svo WOW air. 30. desember 2020 06:54 Stofnandi Play krefst gjaldþrotaskipta félagsins Einn af stofnendum flugfélagsins Play hefur lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti flugfélagsins. Hann telur sig eiga inni 30 milljónir króna í formi vangoldinna launa. 10. september 2020 15:21 Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka ekki verðtryggðu vextina Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir óraunhæft að vera með tvö íslensk flugfélög Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fullreynt að reka tvö íslensk flugfélög sem séu með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi fyrst verið reynt með Iceland Express og svo WOW air. 30. desember 2020 06:54
Stofnandi Play krefst gjaldþrotaskipta félagsins Einn af stofnendum flugfélagsins Play hefur lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti flugfélagsins. Hann telur sig eiga inni 30 milljónir króna í formi vangoldinna launa. 10. september 2020 15:21
Play leggst alfarið gegn ríkisaðstoð við Icelandair Forstjóri flugfélagsins Play segir það skekkja samkeppnisstöðuna á flugmarkaði ef ríkið veiti Icelandair ríkisábyrgð á lánum upp á 15 milljarða. Play sé tilbúið að hlaupa hratt í skarðið fari illa fyrir Icelandair. 1. september 2020 12:13