„Pabbi, við ætlum ekki að stoppa því mamma stoppaði aldrei“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2021 17:41 Shreeraj og Rajshree hlupu saman Royal Parks hálfmaraþonið árið 2018. Shreeraj Laturia Hinn 42 ára gamli Shreeraj Laturia, sem missti eiginkonu sína og ungbarn í bílslysi við Núpsvötn, segir að langhlaup hafi hjálpað honum mikið við að vinna úr sorginni sem fylgdi þessum mikla missi. Shreeraj og eiginkona hans Rajshree voru á ferðalagi um Ísland í desember 2018 með ellefu mánaða gömlu barni sínu og átta ára dóttur þegar slysið átti sér stað. Shreeraj, sem sat við stýri, missti stjórn á bílnum sem fór út af brúnni yfir Núpsvötnum. Fjölskyldan var ekki ein í bílnum, en þau voru á ferðalagi með bróður Shreeraj, eiginkonu hans og barni. Mágkona Shreeraj lést einnig í slysinu. Shreeraj og átta ára dóttir þeirra hjóna slösuðust alvarlega og segir hann í samtali við My London að það hafi tekið hann langan tíma að átta sig á því hvað hafi gerst. Hann hafi ítrekað spurt móður sína, sem ferðaðist til Íslands frá Indlandi, hvar Rajshree og barnið þeirra væru. „Ég spurði ítrekað hvers vegna ég var á Íslandi og, það sem skiptir meira máli, hvar barnið mitt og konan mín væru,“ segir Shreeraj í viðtali við My London. Hljóp hálfmaraþon stuttu eftir fæðingu Eftir nokkra dvöl á Landspítalanum voru Shreeraj og dóttir hans flutt á konunglega sjúkrahúsið í Lundúnum þar sem þau náðu bata. Þau hjónin höfðu, stuttu fyrir slysið, byrjað að fá áhuga á langhlaupum og hlupu þau saman Royal Parks hálfmaraþonið árið 2018. Þá voru aðeins nokkrir mánuðir liðnir frá því að Rajshree hafði fætt yngri dóttur þeirra hjóna. Shreeraj hafði sjálfur byrjað að hlaupa nokkru áður og hafði hlaupið Lundúnarmaraþonið árið 2017. Eftir fæðingu yngri dótturinnar fékk Rajshree hins vegar brennandi áhuga á langhlaupi og fóru þau hjónin að æfa saman fyrir Royal Parks hálfmaraþonið, þrátt fyrir að Rajshree væri enn að jafna sig eftir keisaraskurð. „Ég studdi hana. Það gladdi mig mikið að verja tíma með börnunum mínum á meðan konan mín var að æfa,“ segir Shreeraj. „Ég hélt á vatnsflöskunni hennar og við hlupum hlið við hlið í tvo klukkutíma og tuttugu mínútur. Það var frábær tími,“ segir Shreeraj þegar hann minnist hálfmaraþonsins sem þau hlupu saman. „Hún var svo ánægð með það að hafa náð að klára hálfmaraþonið. Vinir okkar biðu eftir okkur við markið með börnunum okkar. Ég á mjög góðar minningar frá þessum degi. Núna virðist það hafa verið fjarlægur draumur að við höfum stefnt að því að klára lengri hlaup saman. Það varð ekkert úr því,“ segir Shreeraj. „Hún hljóp fimm kílómetra án þess að stoppa“ Frá slysinu hefur Shreeraj haldið áfram að hlaupa og segir hann að langhlaupin hafi hjálpað sér í sorgarferlinu. Hlaupið sé eins konar hugleiðsla. „Það að hafa misst barnið mitt og lífsförunaut minn, í fyrstu fannst mér eins og ég hefði enga ástæðu til að lifa. Enga ástæðu til að halda áfram,“ segir Shreeraj. Shreeraj segist áhyggjufullur yfir áhrifunum sem slysið hafði á dóttur hans, sem nú er tíu ára gömul. „Þetta er erfiðara fyrir dóttur mína sem er bara lítið barn. Enginn tími er góður til að missa foreldri. En sem svona ung manneskja, að hafa misst móður á svona ofbeldisfullan hátt og svona skyndilega – þetta var mikið áfall fyrir hana,“ segir Shreeraj. Þau feðginin hafa staðið þétt saman frá slysinu, fara reglulega í göngur og gera allt það sem „pabbar og dætur gera saman,“ á meðan þau reyna að finna hugarró. Árið 2019 eftir að þau höfðu náð bata eftir slysið hlupu þau fimm kílómetra hlaup til minningar fjölskyldu sinnar sem fórst í slysinu. „Ég hljóp Royal Parks hlaupið fyrir krakkana með dóttur minni. Þegar við byrjuðum að hlaupa sagði dóttir mín: „Pabbi við ætlum ekki að stoppa einu sinni, vegna þess að mamma stoppaði aldrei.“ „Hún hljóp fimm kílómetra án þess að stoppa. Fyrir mér sýnir það að hún hefur erft staðfestu og ástríðu móður sinnar.“ Banaslys við Núpsvötn Bretland Tengdar fréttir Sky fjallar um baráttu íslenskrar lögreglu við „varasamt“ norðurljósagláp ferðamanna Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Íslandi að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum. 13. janúar 2019 18:27 Fara á spítala á Bretlandi á morgun Fólkið sem slasaðist í banaslysinu á brúnni yfir Núpsvötn er ferðafært og heldur til síns heima í Bretlandi á morgun. Þar verða þau öll lögð inn á sjúkrahús þó áverkar þeirra séu mis alvarlegir. 7. janúar 2019 14:58 Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Shreeraj og eiginkona hans Rajshree voru á ferðalagi um Ísland í desember 2018 með ellefu mánaða gömlu barni sínu og átta ára dóttur þegar slysið átti sér stað. Shreeraj, sem sat við stýri, missti stjórn á bílnum sem fór út af brúnni yfir Núpsvötnum. Fjölskyldan var ekki ein í bílnum, en þau voru á ferðalagi með bróður Shreeraj, eiginkonu hans og barni. Mágkona Shreeraj lést einnig í slysinu. Shreeraj og átta ára dóttir þeirra hjóna slösuðust alvarlega og segir hann í samtali við My London að það hafi tekið hann langan tíma að átta sig á því hvað hafi gerst. Hann hafi ítrekað spurt móður sína, sem ferðaðist til Íslands frá Indlandi, hvar Rajshree og barnið þeirra væru. „Ég spurði ítrekað hvers vegna ég var á Íslandi og, það sem skiptir meira máli, hvar barnið mitt og konan mín væru,“ segir Shreeraj í viðtali við My London. Hljóp hálfmaraþon stuttu eftir fæðingu Eftir nokkra dvöl á Landspítalanum voru Shreeraj og dóttir hans flutt á konunglega sjúkrahúsið í Lundúnum þar sem þau náðu bata. Þau hjónin höfðu, stuttu fyrir slysið, byrjað að fá áhuga á langhlaupum og hlupu þau saman Royal Parks hálfmaraþonið árið 2018. Þá voru aðeins nokkrir mánuðir liðnir frá því að Rajshree hafði fætt yngri dóttur þeirra hjóna. Shreeraj hafði sjálfur byrjað að hlaupa nokkru áður og hafði hlaupið Lundúnarmaraþonið árið 2017. Eftir fæðingu yngri dótturinnar fékk Rajshree hins vegar brennandi áhuga á langhlaupi og fóru þau hjónin að æfa saman fyrir Royal Parks hálfmaraþonið, þrátt fyrir að Rajshree væri enn að jafna sig eftir keisaraskurð. „Ég studdi hana. Það gladdi mig mikið að verja tíma með börnunum mínum á meðan konan mín var að æfa,“ segir Shreeraj. „Ég hélt á vatnsflöskunni hennar og við hlupum hlið við hlið í tvo klukkutíma og tuttugu mínútur. Það var frábær tími,“ segir Shreeraj þegar hann minnist hálfmaraþonsins sem þau hlupu saman. „Hún var svo ánægð með það að hafa náð að klára hálfmaraþonið. Vinir okkar biðu eftir okkur við markið með börnunum okkar. Ég á mjög góðar minningar frá þessum degi. Núna virðist það hafa verið fjarlægur draumur að við höfum stefnt að því að klára lengri hlaup saman. Það varð ekkert úr því,“ segir Shreeraj. „Hún hljóp fimm kílómetra án þess að stoppa“ Frá slysinu hefur Shreeraj haldið áfram að hlaupa og segir hann að langhlaupin hafi hjálpað sér í sorgarferlinu. Hlaupið sé eins konar hugleiðsla. „Það að hafa misst barnið mitt og lífsförunaut minn, í fyrstu fannst mér eins og ég hefði enga ástæðu til að lifa. Enga ástæðu til að halda áfram,“ segir Shreeraj. Shreeraj segist áhyggjufullur yfir áhrifunum sem slysið hafði á dóttur hans, sem nú er tíu ára gömul. „Þetta er erfiðara fyrir dóttur mína sem er bara lítið barn. Enginn tími er góður til að missa foreldri. En sem svona ung manneskja, að hafa misst móður á svona ofbeldisfullan hátt og svona skyndilega – þetta var mikið áfall fyrir hana,“ segir Shreeraj. Þau feðginin hafa staðið þétt saman frá slysinu, fara reglulega í göngur og gera allt það sem „pabbar og dætur gera saman,“ á meðan þau reyna að finna hugarró. Árið 2019 eftir að þau höfðu náð bata eftir slysið hlupu þau fimm kílómetra hlaup til minningar fjölskyldu sinnar sem fórst í slysinu. „Ég hljóp Royal Parks hlaupið fyrir krakkana með dóttur minni. Þegar við byrjuðum að hlaupa sagði dóttir mín: „Pabbi við ætlum ekki að stoppa einu sinni, vegna þess að mamma stoppaði aldrei.“ „Hún hljóp fimm kílómetra án þess að stoppa. Fyrir mér sýnir það að hún hefur erft staðfestu og ástríðu móður sinnar.“
Banaslys við Núpsvötn Bretland Tengdar fréttir Sky fjallar um baráttu íslenskrar lögreglu við „varasamt“ norðurljósagláp ferðamanna Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Íslandi að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum. 13. janúar 2019 18:27 Fara á spítala á Bretlandi á morgun Fólkið sem slasaðist í banaslysinu á brúnni yfir Núpsvötn er ferðafært og heldur til síns heima í Bretlandi á morgun. Þar verða þau öll lögð inn á sjúkrahús þó áverkar þeirra séu mis alvarlegir. 7. janúar 2019 14:58 Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Sky fjallar um baráttu íslenskrar lögreglu við „varasamt“ norðurljósagláp ferðamanna Í umfjöllun Sky er haft eftir lögreglu á Íslandi að ferðamenn sem koma hingað til lands skorti marga hæfni til að aka á ísilögðum vegum. 13. janúar 2019 18:27
Fara á spítala á Bretlandi á morgun Fólkið sem slasaðist í banaslysinu á brúnni yfir Núpsvötn er ferðafært og heldur til síns heima í Bretlandi á morgun. Þar verða þau öll lögð inn á sjúkrahús þó áverkar þeirra séu mis alvarlegir. 7. janúar 2019 14:58
Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37