Framsýn og loftslagsvæn löggjöf Edda Sif Aradóttir skrifar 3. apríl 2021 09:01 Fjölmiðlar flytja því miður gjarnan of einhliða fréttaflutning af Alþingi og einblína á þau mál sem deilur standa um á meðan ekki er fjallað mikið um þann fjölda mála sem þverpólitísk sátt ríkir um. Nýlega afgreiddi Alþingi eitt slíkt frumvarp sem ekki hefur ratað í fjölmiðla en er líklegt til að skipta sköpum hvað varðar loftslagsaðgerðir Íslands og Evrópu. Um er að ræða lög sem tryggja örugga föngun, flutning og niðurdælingu koldíxíðs (CO2) á Íslandi. Löggjöfin innleiðir evrópskt regluverk um málaflokkinn með nýstárlegum hætti og aðgreinir niðurdælingu CO2 til steinrenningar frá hefðbundinni CO2 geymslu sem t.a.m. er gjarnan beitt í þverrandi olíu- og gaslindum. Hin íslenska Carbfix lausn sem felur í sér að fanga CO2 úr útblæstri, leysa upp í vatni og dæla niður í berglög þar sem það steinrennur er því nú fest í sessi í íslenskri löggjöf sem fýsileg loftslagsaðgerð. Um mikilvægt skref er að ræða í ljósi þess árangurs sem tæknin hefur þegar skilað og þeim mögulegum sem í henni felast til framtíðar. Ódýrara að nota Carbfix aðferðina en kaupa losunarheimildir Í kjölfar nýju lagasetningarinnar geta fyrirtæki nú nýtt sér Carbfix tæknina til frádráttar í losunarbókhaldi sínu. Þetta á líka við um fyrirtæki sem heyra undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir en stóriðjan er t.a.m. þar á meðal. Alþingi hefur því búið til hvata hjá fyrirtækjum að innleiða tæknilausnir eins og þá sem Carbfix hefur þróað frekar en að greiða fyrir losunarheimildir en verð á þeim hefur hækkað hratt undanfarið og stendur nú í rúmum 6.000 kr/tonn. Til samanburðar má nefna að kostnaður Orku náttúrunnar við að beita Carbfix tækninni til að draga úr losun CO2 og H2S á Hellisheiði um 3.500 kr/tonn. Með nýju lögunum opnast jafnframt tækifæri fyrir innlenda aðila til að taka á móti innfluttu koldíoxíði frá rekstraraðilum af Evrópska efnahagssvæðinu til niðurdælingar og förgunar hérlendis. Þegar um er að ræða rekstraraðila í viðskiptakerfi Evrópusambandsins yrði sú niðurdæling dregin frá í losunarbókhaldi viðkomandi aðila. Löggjöfin leggur því grunn að nýjum framsæknum og loftslagsvænum iðnaði og festir Ísland enn frekar í sessi sem leiðandi ríki í föngun og varanlegri förgun CO2, hvort sem er í tengslum við losun frá iðnaði eða hreinsun beint úr andrúmslofti. Mikilvæg nýsköpun í löggjöf Því miður er regluverk einstakra landa og ríkjasambanda of oft úr takti við nýjustu tækni og framþróun og getur það verið hamlandi við innleiðingu og uppskölun nýrra lausna. Að ákveðnu leyti á það sér eðlilegar skýringar enda ekki eðli regluverks að horfa lengra en þær lausnir sem beitt er hverju sinni. Nú þegar við stöndum frammi fyrir þeirri áskorun að hraða innleiðingu loftslagslausna þar sem veldisvöxtur í loftlsagsaðgerðum er nauðsynlegur er þó mikilvægara en nokkru sinni að löggjafar horfi til framtíðar og tryggi að regluverk styðji við þær aðgerðir frekar en hamli. Það er því ekki nóg að horfa til nýsköpunar í tæknilausnum til að sigrast á loftslagsvánni, það þarf líka nýsköpun í löggjöf. Alþingi og stjórnvöld hafa svo sannarlega gert það og haft nýsköpum og framsýni að leiðarljósi við innleiðingu evrópska regluverksins um niðurdælingu CO2. Nú er mikilvægt að önnur ríki, þ.m.t. Evrópusambandið, horfi til þess að uppfæra eigið regluverk með jafnframsýnum hætti svo að nýjar og hagkvæmar loftslagslausnir eins og Carbfix tæknin nýtist sem víðast. Við erum öll í sama liðinu þegar kemur að loftslagsaðgerðum og mikilvægt að ólíkir aðilar spili sinn besta leik enda eigum við bara eitt og sama andrúmsloftið. Góður sigur fyrir loftslagið er að baki með nýrri löggjöf um niðurdælingu koldíoxíðs en mikilvægt er að huga strax að næsta leik og nýta löggjöfina til að draga úr losun og byggja upp loftslagsvæna innlenda atvinnugrein. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Edda Sif Aradóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar flytja því miður gjarnan of einhliða fréttaflutning af Alþingi og einblína á þau mál sem deilur standa um á meðan ekki er fjallað mikið um þann fjölda mála sem þverpólitísk sátt ríkir um. Nýlega afgreiddi Alþingi eitt slíkt frumvarp sem ekki hefur ratað í fjölmiðla en er líklegt til að skipta sköpum hvað varðar loftslagsaðgerðir Íslands og Evrópu. Um er að ræða lög sem tryggja örugga föngun, flutning og niðurdælingu koldíxíðs (CO2) á Íslandi. Löggjöfin innleiðir evrópskt regluverk um málaflokkinn með nýstárlegum hætti og aðgreinir niðurdælingu CO2 til steinrenningar frá hefðbundinni CO2 geymslu sem t.a.m. er gjarnan beitt í þverrandi olíu- og gaslindum. Hin íslenska Carbfix lausn sem felur í sér að fanga CO2 úr útblæstri, leysa upp í vatni og dæla niður í berglög þar sem það steinrennur er því nú fest í sessi í íslenskri löggjöf sem fýsileg loftslagsaðgerð. Um mikilvægt skref er að ræða í ljósi þess árangurs sem tæknin hefur þegar skilað og þeim mögulegum sem í henni felast til framtíðar. Ódýrara að nota Carbfix aðferðina en kaupa losunarheimildir Í kjölfar nýju lagasetningarinnar geta fyrirtæki nú nýtt sér Carbfix tæknina til frádráttar í losunarbókhaldi sínu. Þetta á líka við um fyrirtæki sem heyra undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir en stóriðjan er t.a.m. þar á meðal. Alþingi hefur því búið til hvata hjá fyrirtækjum að innleiða tæknilausnir eins og þá sem Carbfix hefur þróað frekar en að greiða fyrir losunarheimildir en verð á þeim hefur hækkað hratt undanfarið og stendur nú í rúmum 6.000 kr/tonn. Til samanburðar má nefna að kostnaður Orku náttúrunnar við að beita Carbfix tækninni til að draga úr losun CO2 og H2S á Hellisheiði um 3.500 kr/tonn. Með nýju lögunum opnast jafnframt tækifæri fyrir innlenda aðila til að taka á móti innfluttu koldíoxíði frá rekstraraðilum af Evrópska efnahagssvæðinu til niðurdælingar og förgunar hérlendis. Þegar um er að ræða rekstraraðila í viðskiptakerfi Evrópusambandsins yrði sú niðurdæling dregin frá í losunarbókhaldi viðkomandi aðila. Löggjöfin leggur því grunn að nýjum framsæknum og loftslagsvænum iðnaði og festir Ísland enn frekar í sessi sem leiðandi ríki í föngun og varanlegri förgun CO2, hvort sem er í tengslum við losun frá iðnaði eða hreinsun beint úr andrúmslofti. Mikilvæg nýsköpun í löggjöf Því miður er regluverk einstakra landa og ríkjasambanda of oft úr takti við nýjustu tækni og framþróun og getur það verið hamlandi við innleiðingu og uppskölun nýrra lausna. Að ákveðnu leyti á það sér eðlilegar skýringar enda ekki eðli regluverks að horfa lengra en þær lausnir sem beitt er hverju sinni. Nú þegar við stöndum frammi fyrir þeirri áskorun að hraða innleiðingu loftslagslausna þar sem veldisvöxtur í loftlsagsaðgerðum er nauðsynlegur er þó mikilvægara en nokkru sinni að löggjafar horfi til framtíðar og tryggi að regluverk styðji við þær aðgerðir frekar en hamli. Það er því ekki nóg að horfa til nýsköpunar í tæknilausnum til að sigrast á loftslagsvánni, það þarf líka nýsköpun í löggjöf. Alþingi og stjórnvöld hafa svo sannarlega gert það og haft nýsköpum og framsýni að leiðarljósi við innleiðingu evrópska regluverksins um niðurdælingu CO2. Nú er mikilvægt að önnur ríki, þ.m.t. Evrópusambandið, horfi til þess að uppfæra eigið regluverk með jafnframsýnum hætti svo að nýjar og hagkvæmar loftslagslausnir eins og Carbfix tæknin nýtist sem víðast. Við erum öll í sama liðinu þegar kemur að loftslagsaðgerðum og mikilvægt að ólíkir aðilar spili sinn besta leik enda eigum við bara eitt og sama andrúmsloftið. Góður sigur fyrir loftslagið er að baki með nýrri löggjöf um niðurdælingu koldíoxíðs en mikilvægt er að huga strax að næsta leik og nýta löggjöfina til að draga úr losun og byggja upp loftslagsvæna innlenda atvinnugrein. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun