Framherjar frá Arsenal, Chelsea og PSV en aðeins eitt skot á mark í tveimur leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. mars 2021 22:45 Callum Hudson-Odoi - líkt og samherjar sínir - komst hvorki lönd né strönd gegn Sviss. EPA-EFE/PETER KLAUNZER Íslenska U-21 árs landsliðinu hefur ekki gengið sem best í riðlakeppni EM sem nú fer fram í Ungverjalandi og Slóveníu. Enska landsliðinu hefur hins vegar gengið vægast sagt skelfilega. Tvö töp og ekkert mark skorað til þessa. Eins og svo oft áður voru Englendingar taldir líklegir til árangurs þegar mótið hófst. Meira að segja eftir að Mason Greenwood, framherji Manchester United, dró sig úr hópnum. Liðið var enn með leikmenn á borð við Emile Smith Rowe, Callum Hudson-Odoi og Noni Madueke fyrir þau sem fylgjast með hollenska boltanum. Það hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum hjá lærisveinum Aidy Boothroyd og virðist sem þjálfarinn sé ráðalaus. Hann stillti upp í 3-4-3 leikkerfi í fyrsta leik mótsins gegn Sviss. Leikkerfið virðist hafa átt að spegla það sem A-landsliðið gerir undir stjórn Gareth Southgate en það gekk engan veginn upp. Lokatölur 1-0 Sviss í vil og var stillt upp í hefðbundið 4-3-3 í næsta leik gegn Portúgal. Það gekk jafn illa en leikmenn virtust vart vita hvort þeir væru að koma eða fara. Liðið reyndi að spila út frá markverði en það gekk engan veginn upp og fór það svo að Portúgal vann leikinn 2-0. One shot on target from two games, rock bottom of Group D is where England U21s deserve to beDespite changes vs Portugal the fundamental issues from the Swiss loss remained, with slow and sloppy play through the thirds costlyMassive game on Wednesdayhttps://t.co/xdBLKtiVA4— Art de Roché (@ArtdeRoche) March 29, 2021 England því enn án stiga þegar tveimur leikjum er lokið. Það sem meira er, þá hefur liðið aðeins átt eitt skot á markið í leikjunum tveimur. Miði er möguleiki Á einhvern ótrúlegan hátt á England þó enn möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit. Liðið þarf að vinna Króatíu og treysta á að Portúgal vinni Sviss. Sem stendur er Portúgal á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 3-0. Þar á eftir koma Króatía og Sviss með þrjú stig og markatöluna 3-3 á meðan England rekur lestina án stiga með markatöluna 0-3. Nánar má lesa um afhroð Englands á EM U-21 árs á vef The Athletic þar sem farið er ofan í saumana á vandræðum liðsins. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Eins og svo oft áður voru Englendingar taldir líklegir til árangurs þegar mótið hófst. Meira að segja eftir að Mason Greenwood, framherji Manchester United, dró sig úr hópnum. Liðið var enn með leikmenn á borð við Emile Smith Rowe, Callum Hudson-Odoi og Noni Madueke fyrir þau sem fylgjast með hollenska boltanum. Það hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum hjá lærisveinum Aidy Boothroyd og virðist sem þjálfarinn sé ráðalaus. Hann stillti upp í 3-4-3 leikkerfi í fyrsta leik mótsins gegn Sviss. Leikkerfið virðist hafa átt að spegla það sem A-landsliðið gerir undir stjórn Gareth Southgate en það gekk engan veginn upp. Lokatölur 1-0 Sviss í vil og var stillt upp í hefðbundið 4-3-3 í næsta leik gegn Portúgal. Það gekk jafn illa en leikmenn virtust vart vita hvort þeir væru að koma eða fara. Liðið reyndi að spila út frá markverði en það gekk engan veginn upp og fór það svo að Portúgal vann leikinn 2-0. One shot on target from two games, rock bottom of Group D is where England U21s deserve to beDespite changes vs Portugal the fundamental issues from the Swiss loss remained, with slow and sloppy play through the thirds costlyMassive game on Wednesdayhttps://t.co/xdBLKtiVA4— Art de Roché (@ArtdeRoche) March 29, 2021 England því enn án stiga þegar tveimur leikjum er lokið. Það sem meira er, þá hefur liðið aðeins átt eitt skot á markið í leikjunum tveimur. Miði er möguleiki Á einhvern ótrúlegan hátt á England þó enn möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslit. Liðið þarf að vinna Króatíu og treysta á að Portúgal vinni Sviss. Sem stendur er Portúgal á toppi riðilsins með sex stig og markatöluna 3-0. Þar á eftir koma Króatía og Sviss með þrjú stig og markatöluna 3-3 á meðan England rekur lestina án stiga með markatöluna 0-3. Nánar má lesa um afhroð Englands á EM U-21 árs á vef The Athletic þar sem farið er ofan í saumana á vandræðum liðsins.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira