Uppfært: Breyta ekki nafni bandarísku starfseminnar í Voltswagen Atli Ísleifsson skrifar 30. mars 2021 14:50 Volt er mælieining rafspennu, táknuð með V, og nefnd eftir ítalska eðlisfræðingnum Alessandro Volta. Volkswagen Uppfært: Volkswagen laug til um nafnabreytingu. Volkswagen í Bandaríkjunum er ekki að fara að breyta nafni félagsins í Voltswagen líkt og kom fram í fréttum í gær. Um var að ræða markaðsbrellu. Sjá nýja frétt hér: Upprunalega fréttin: Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur staðfest að starfsemi félagsins í Bandaríkjunum muni framvegis ganga undir nafninu „Voltswagen of America“. Með nafnabreytingunni er ætlunin að undirstrika þær áherslubreytingar að aukinn kraftur verði færður í framleiðslu rafbíla. Nafnabreytingin mun taka gildi í maí, en tilkynning Volkswagen kemur í kjölfar þess að fjöldi fjölmiðla greindi frá því að drög að yfirlýsingu hafi fyrir mistök við birt á heimasíðu bílaframleiðandans þar sem þetta var tíundað. „Það má vera að við breytum K-inu í T, en það sem við breytum ekki er skuldbinding okkar til að framleiða bestu bílana fyrir ökumenn og fólk alls staðar,“ er haft eftir Scott Keogh, forstjóra Volkswagen í Bandaríkjunum. Framleiðandinn hefur lýst því yfir að hann ætli sér að selja milljón rafbíla fyrir árið 2025. Volkswagen mun áfram merkja bensíndrifna bíla sína með dökkbláu merki en merkið á rafbílunum verður ljósblátt. Reuters segir frá því að Voltswagen muni standa á öllum rafbílum, en á bensín- og dísildrifnum bílum verði að finna hið hefðbundna VW merki. Nafnabreytingin mun ekki hafa áhrif á önnur vörumerki Volkswagen, eins og Audi, Porsche eða Bentley. Volkswagen of America var stofnað árið 1955. Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Þýskaland Bandaríkin Vistvænir bílar Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Sjá nýja frétt hér: Upprunalega fréttin: Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur staðfest að starfsemi félagsins í Bandaríkjunum muni framvegis ganga undir nafninu „Voltswagen of America“. Með nafnabreytingunni er ætlunin að undirstrika þær áherslubreytingar að aukinn kraftur verði færður í framleiðslu rafbíla. Nafnabreytingin mun taka gildi í maí, en tilkynning Volkswagen kemur í kjölfar þess að fjöldi fjölmiðla greindi frá því að drög að yfirlýsingu hafi fyrir mistök við birt á heimasíðu bílaframleiðandans þar sem þetta var tíundað. „Það má vera að við breytum K-inu í T, en það sem við breytum ekki er skuldbinding okkar til að framleiða bestu bílana fyrir ökumenn og fólk alls staðar,“ er haft eftir Scott Keogh, forstjóra Volkswagen í Bandaríkjunum. Framleiðandinn hefur lýst því yfir að hann ætli sér að selja milljón rafbíla fyrir árið 2025. Volkswagen mun áfram merkja bensíndrifna bíla sína með dökkbláu merki en merkið á rafbílunum verður ljósblátt. Reuters segir frá því að Voltswagen muni standa á öllum rafbílum, en á bensín- og dísildrifnum bílum verði að finna hið hefðbundna VW merki. Nafnabreytingin mun ekki hafa áhrif á önnur vörumerki Volkswagen, eins og Audi, Porsche eða Bentley. Volkswagen of America var stofnað árið 1955.
Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Þýskaland Bandaríkin Vistvænir bílar Mest lesið Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og ferðamannaiðnað Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira