SMS Róberts Wessman: „Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. mars 2021 17:39 Róbert Wessman er borinn þungum sökum í yfirlýsingu frá kollega sínum. Ari Magg Róbert Wessman, stofnandi Alvotech, sendi tveimur samstarfsmönnum sínum líflátshótanir í SMS-skilaboðum þegar þeir báru vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar á hendur honum árið 2014. Hann baðst afsökunar á framkomu sinni símleiðis og bréfleiðis í beinu framhaldi, að sögn upplýsingafulltrúa hans. Stundin birtir skilaboðin og greinir frá því að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum sínum, Mark Keatly og Claudio Albrecht, samtals 33 skilaboð á innan við sólarhring og hótað bæði þeim og fjölskyldum þeirra. Þar segir meðal annars: „Segðu halló til claudio ég mun ganga frá ykkur lygara skíthællinn þinn“ og „Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa.“ Hönd í hönd með hundruð milljóna í laun Skilaboðin eru birt í kjölfar ásakana sem hafa gengið á víxl milli Róberts og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, sem nýverið var sagt upp störfum í kjölfar ágreinings þeirra á milli. Róbert og Halldór hafa starfað hönd í hönd hjá stórfyrirtækjunum Alvotech og Alvogen í átján ár með hundruð milljóna í árslaun. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend Róbert hefur ekki viljað tjá sig þegar eftir því hefur verið leitað en nýr upplýsingafulltrúi hans, Lára Ómarsdóttir, segir Róbert hafa beðist afsökunar á umræddum skilaboðum. „Hann var í flugvél þegar hann sendi þessi skilaboð út af þessu dómsmáli, dómsmáli sem Róbert vann svo. Þessir menn höfðu borið vitni í málinu og Róbert reiddist yfir því og sendi skilaboðin – sem eru ósæmileg í alla staði – en hann hafði strax samband símleiðis og baðst strax afsökunar, og baðst svo aftur afsökunar bréfleiðis með formlegu afsökunarbréfi,“ segir Lára í samtali við fréttastofu. Aðspurð um deilurnar á milli Róberts og Halldórs sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Munnhöggvast með yfirlýsingum Í yfirlýsingu sem Halldór sendi frá sér í morgun er Róbert borinn þungum sökum. Þar lýsir Halldór líflátshótunum, líkamsmeiðingum og ógnunum um árabil á hendur sér og „óvildarmönnum“ Róberts sem Halldór segir að séu meðal annars háttsettir embættismenn, blaðamaður og alþjóðlegur fjárfestir. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að blaðamaðurinn sé Björn Ingi Hrafnsson sem gaf út DV, Pressuna og Eyjuna sem var í eigu Róberts, og að fjárfestirinn sé Björgólfur Thor Björgólfsson, en Björgólfur og Róbert hafa eldað grátt silfur um langt skeið. Halldór hefur engar upplýsingar viljað gefa, hvorki upplýsa um nöfn meintra óvildarmanna né hvers eðlis hótanirnar voru eða hvort þær hafi verið kærðar til lögreglu. Róbert Wessman sendi tveimur samstarfsmönnum sínum líflátshótanir eftir að þeir báru vitni í dómsmáli á hendur honum.Alvotech Róbert svaraði ásökunum kollega síns með yfirlýsingu um að Halldór sé með ásökununum að reyna að hafa af sér fé. Róbert hefur hins vegar ekki svarað síma það sem af er degi en upplýsingafulltrúi hans, Lára, veitir engar upplýsingar um málið að öðru leyti en að hafna öllum ásökunum. Fer fram á endurráðningu Í samtali við fréttastofu sagðist Halldór ekki vilja tjá sig en tók það fram að hann hefði enga fjárkröfu gert á fyrirtækin. Hann hafi hins vegar áskilið sér rétt að gera það á hendur Róberti persónulega í ljósi framkomu hans gagnvart sér í starfi – þó engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann vísaði í framhaldinu alfarið á yfirlýsingu sína síðan í morgun. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að Halldór hafi lagt fram tillögu til stjórna fyrirtækjanna að hann yrði endurráðinn til fyrirtækisins og að Róbert verði látinn víkja. Í skiptum muni hann ekki leggja fram fjárkröfu líkt og hann hafi áskilið sér að gera. Tillögunni var hafnað. Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Róbert segir miður að átján ára samstarfi við Halldór ljúki svona Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Stundin birtir skilaboðin og greinir frá því að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum sínum, Mark Keatly og Claudio Albrecht, samtals 33 skilaboð á innan við sólarhring og hótað bæði þeim og fjölskyldum þeirra. Þar segir meðal annars: „Segðu halló til claudio ég mun ganga frá ykkur lygara skíthællinn þinn“ og „Bottomlænið er að þú ert dauður ég lofa.“ Hönd í hönd með hundruð milljóna í laun Skilaboðin eru birt í kjölfar ásakana sem hafa gengið á víxl milli Róberts og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, sem nýverið var sagt upp störfum í kjölfar ágreinings þeirra á milli. Róbert og Halldór hafa starfað hönd í hönd hjá stórfyrirtækjunum Alvotech og Alvogen í átján ár með hundruð milljóna í árslaun. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend Róbert hefur ekki viljað tjá sig þegar eftir því hefur verið leitað en nýr upplýsingafulltrúi hans, Lára Ómarsdóttir, segir Róbert hafa beðist afsökunar á umræddum skilaboðum. „Hann var í flugvél þegar hann sendi þessi skilaboð út af þessu dómsmáli, dómsmáli sem Róbert vann svo. Þessir menn höfðu borið vitni í málinu og Róbert reiddist yfir því og sendi skilaboðin – sem eru ósæmileg í alla staði – en hann hafði strax samband símleiðis og baðst strax afsökunar, og baðst svo aftur afsökunar bréfleiðis með formlegu afsökunarbréfi,“ segir Lára í samtali við fréttastofu. Aðspurð um deilurnar á milli Róberts og Halldórs sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Munnhöggvast með yfirlýsingum Í yfirlýsingu sem Halldór sendi frá sér í morgun er Róbert borinn þungum sökum. Þar lýsir Halldór líflátshótunum, líkamsmeiðingum og ógnunum um árabil á hendur sér og „óvildarmönnum“ Róberts sem Halldór segir að séu meðal annars háttsettir embættismenn, blaðamaður og alþjóðlegur fjárfestir. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að blaðamaðurinn sé Björn Ingi Hrafnsson sem gaf út DV, Pressuna og Eyjuna sem var í eigu Róberts, og að fjárfestirinn sé Björgólfur Thor Björgólfsson, en Björgólfur og Róbert hafa eldað grátt silfur um langt skeið. Halldór hefur engar upplýsingar viljað gefa, hvorki upplýsa um nöfn meintra óvildarmanna né hvers eðlis hótanirnar voru eða hvort þær hafi verið kærðar til lögreglu. Róbert Wessman sendi tveimur samstarfsmönnum sínum líflátshótanir eftir að þeir báru vitni í dómsmáli á hendur honum.Alvotech Róbert svaraði ásökunum kollega síns með yfirlýsingu um að Halldór sé með ásökununum að reyna að hafa af sér fé. Róbert hefur hins vegar ekki svarað síma það sem af er degi en upplýsingafulltrúi hans, Lára, veitir engar upplýsingar um málið að öðru leyti en að hafna öllum ásökunum. Fer fram á endurráðningu Í samtali við fréttastofu sagðist Halldór ekki vilja tjá sig en tók það fram að hann hefði enga fjárkröfu gert á fyrirtækin. Hann hafi hins vegar áskilið sér rétt að gera það á hendur Róberti persónulega í ljósi framkomu hans gagnvart sér í starfi – þó engar slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Hann vísaði í framhaldinu alfarið á yfirlýsingu sína síðan í morgun. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að Halldór hafi lagt fram tillögu til stjórna fyrirtækjanna að hann yrði endurráðinn til fyrirtækisins og að Róbert verði látinn víkja. Í skiptum muni hann ekki leggja fram fjárkröfu líkt og hann hafi áskilið sér að gera. Tillögunni var hafnað.
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Róbert segir miður að átján ára samstarfi við Halldór ljúki svona Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Róbert segir miður að átján ára samstarfi við Halldór ljúki svona Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02
Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44