Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2021 08:44 Róbert Wessmann, stofnandi Alvotech. Alvotech Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. Í yfirlýsingu frá Halldóri Kristmannssyni, framkvæmdastjóra og nánum samstarfsmanni Róberts til fjölda ára, kemur fram að hann hafi stigið fram sem uppljóstrari innan fyrirtækjanna tveggja og vakið athygli á því sem hann taldi óeðlilegri háttsemi forstjórans. Skorar hann á stjórnir fyrirtækjanna og koma Róberti frá og láta rannsaka „lífslátshótanir og ógnandi textaskilaboð“ sem Halldór heldur fram að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum og fjölskyldum árið 2016. Segist Halldór hafa lagt fram tugi tölvupósta og textaskilaboða sem sýni að hann hafi verið beittur óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn Róberts. Gögnin sýni að Róbert hafi borðið háttsetta embættismenn á Íslandi, alþjóðlegan fjárfesti og íslenskan blaðamann þungum sökum sem Halldór taldi „algjörlega ósannar og svívirðilegar“. Lýsir Halldór því jafnframt að Róbert hafi eitt sinn ráðist á sig í vitna viðurvist þegar hann var undir áhrifum áfengis á viðburði fyrirtækisins erlendis. Halldór segist hafa orðið vitni að annarri líkamsárás Róberts á sambærilegum viðburði. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend „Þegar ég síðar nefndi þetta við Róbert sagðist hann hafa verið að grínast og við hefðum verið í kýlingaleik. Ég var beinlínis kýldur kaldur í andlitið án fyrirvara í vitna viðurvist. Mér var augljóslega ekki skemmt, og hef ekki orðið var við það almennt séð að forstjórar fari í kýlingaleiki við samstarfsmenn,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni. Morgunblaðið, sem sagði fyrst frá ásökunum Halldórs í morgun, segist hafa rætt við vitni að því að Róbert hafi ráðist á Halldór í París. Vitnið hafi staðfest lýsingu Halldórs. Alvogen rannsakaði Róbert en Halldór segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar í síðustu viku hafi verið „augljós hvítþvottur undir áhrifum Róberts“. „Ég tel að morðhótanir, líkamsárásir og svívirðilegar ásakanir, er varða meinta óvildarmenn og ærumeiðingar í þeirra garð, sé í raun óverjandi hegðun forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um hæfi hans sem stjórnanda. Hinsvegar [svo] vona ég að þessi fyrirtæki blómstri í framtíðinni, þannig að ég sem hluthafi, geti verið stoltur af framgangi þeirra,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni. Lyf Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Alvogen segir ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Halldóri Kristmannssyni, framkvæmdastjóra og nánum samstarfsmanni Róberts til fjölda ára, kemur fram að hann hafi stigið fram sem uppljóstrari innan fyrirtækjanna tveggja og vakið athygli á því sem hann taldi óeðlilegri háttsemi forstjórans. Skorar hann á stjórnir fyrirtækjanna og koma Róberti frá og láta rannsaka „lífslátshótanir og ógnandi textaskilaboð“ sem Halldór heldur fram að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum og fjölskyldum árið 2016. Segist Halldór hafa lagt fram tugi tölvupósta og textaskilaboða sem sýni að hann hafi verið beittur óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn Róberts. Gögnin sýni að Róbert hafi borðið háttsetta embættismenn á Íslandi, alþjóðlegan fjárfesti og íslenskan blaðamann þungum sökum sem Halldór taldi „algjörlega ósannar og svívirðilegar“. Lýsir Halldór því jafnframt að Róbert hafi eitt sinn ráðist á sig í vitna viðurvist þegar hann var undir áhrifum áfengis á viðburði fyrirtækisins erlendis. Halldór segist hafa orðið vitni að annarri líkamsárás Róberts á sambærilegum viðburði. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend „Þegar ég síðar nefndi þetta við Róbert sagðist hann hafa verið að grínast og við hefðum verið í kýlingaleik. Ég var beinlínis kýldur kaldur í andlitið án fyrirvara í vitna viðurvist. Mér var augljóslega ekki skemmt, og hef ekki orðið var við það almennt séð að forstjórar fari í kýlingaleiki við samstarfsmenn,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni. Morgunblaðið, sem sagði fyrst frá ásökunum Halldórs í morgun, segist hafa rætt við vitni að því að Róbert hafi ráðist á Halldór í París. Vitnið hafi staðfest lýsingu Halldórs. Alvogen rannsakaði Róbert en Halldór segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar í síðustu viku hafi verið „augljós hvítþvottur undir áhrifum Róberts“. „Ég tel að morðhótanir, líkamsárásir og svívirðilegar ásakanir, er varða meinta óvildarmenn og ærumeiðingar í þeirra garð, sé í raun óverjandi hegðun forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um hæfi hans sem stjórnanda. Hinsvegar [svo] vona ég að þessi fyrirtæki blómstri í framtíðinni, þannig að ég sem hluthafi, geti verið stoltur af framgangi þeirra,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni.
Lyf Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Alvogen segir ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Alvogen segir ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02