Tvö ár frá falli WOW Air: „Við gleymdum okkur í velgengninni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. mars 2021 21:37 Skúli Mogensen, stofnandi flugfélagsins WOW Air sem féll 28. mars 2019, segist sakna félagsins. Vísir „Ég á erfitt með að trúa því að þegar séu liðin tvö ár frá því að WOW air flaug sitt síðasta flug og ég þurfti að horfast í augu við þá staðreynd að þessu ótrúlega ævintýri væri lokið,“ svona hefst færsla Skúla Mogensen, eigandi hins fallna flugfélags WOW air, sem hann birti á Facebook í kvöld. Í dag eru tvö ár liðin frá falli WOW Air sem hafði gífurleg áhrif á atvinnu- og efnahagslíf á Íslandi. Blikur voru á lofti í þónokkurn tíma áður en félagið féll og varð til að mynda rúmlega 4 milljarða króna tap á rekstri flugfélagsins á fyrstu níu mánuðum ársins 2018. Skúli segir í færslunni að að sumu leyti sé ævintýrið þegar orðinn fjarlægur draumur en samt líði vart sá dagur að hann hugsi ekki um „þann frábæra hóp sem gerði WOW að veruleika.“ Hann segir að margt hafi verið skrifað um fall félagsins og að vanda „vantar ekki „sérfræðinga“ með misgáfaða eftirárspeki, en í grunninn er þetta einfalt. WOW hætti að vera lággjaldafélag og þar með afvegaleiddumst við, fyrst hægt og svo snögglega.“ Segir fargjöld félagsins ekki hafa verið ósjálfbær Skúli segir að þau hafi gleymt sér í velgengninni og hafi misst sjónar af uppruna þeirra sem hreinræktað lággjaldafélag. „Þess í stað fórum við að eltast við „legacy“ félög og máta okkur við Icelandair og eltast við markaðshlutdeild í stað arðsemi og kostnaðarhalds. Við innleiddum breiðþotur og stærri „premium“ sæti og bættum við alls kyns þjónustu með tilheyrandi kostnaði sem við reyndum að réttlæta með þeim rökum að tekjurnar myndu hækka enn meir, það reyndust dýrkeypt mistök.“ Hann segir að því hafi verið haldið fram að fargjöld félagsins hafi verið ósjálfbær og viðskiptamódelið hefði aldrei gengið til lengdar. „Því fer fjarri, það eru aðeins tvö flugfélög í hinum vestræna heimi að mér vitandi sem ekki hafa þegið neinn ríkisstyrk á tímum Covid. Það eru Wizzair og Ryanair, hvort tveggja hreinræktuð lággjaldafélög sem eiga það sameiginlegt að bjóða upp á lægstu fargjöldin á öllum sínum flugleiðum og oftast tugum prósentum lægri en keppinautar sínir.“ Ég á erfitt með að trúa því að þegar séu liðin tvö ár frá því að WOW air flaug sitt síðasta flug og ég þurfti að horfast...Posted by Skuli Mogensen on Sunday, March 28, 2021 „Ég mun aldrei gleyma stemningunni“ Skúli segir að félagið hafi ekki farið á hausinn vegna of lágra fargjalda heldur vegna of hás kostnaðar. „Eftir frábæra byrjun þar sem við skiluðum methagnaði 2015 og 2016 eða um 6 milljörðum á tveimur árum sem lággjaldafélag, þá er sorglegt að sjá hvernig reksturinn fór úrskeiðis í kjölfar þess að við hættum að fylgja okkar stefnu og uppruna,“ skrifar Skúli. Hann segir að stjórnendur hafi gert hvað þeir gátu til þess að laga reksturinn en það hafi ekki dugað til. „Ég mun aldrei gleyma stemningunni sem ríkti hjá okkur og þeim anda og vilja sem gerði okkur kleift að vinna kraftaverk dag eftir dag undir óheyrilega erfiðum kringumstæðum,“ skrifar Skúli. „Allt fram að morgni síðasta dags vorum við að vinna í því að tryggja framtíð félagsins og vorum sannfærðum um að það myndi takast en því miður fór sem fór. Eftir því sem tíminn líður sé ég betur hversu einstakt þetta ævintýri var og hversu mikið ég sakna fólksins okkar, stemningunni, kraftinum og þeirri miklu uppbyggingu sem átti sér stað hjá WOW.“ WOW Air Fréttir af flugi Tengdar fréttir Glæsivilla Skúla Mogensen nú í eigu Arion banka Arion banki hf. eignaðist glæsivillu Skúla Mogensen við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi í byrjun september. 15. september 2020 11:50 Skúli sannfærður um að ferðaþjónustan muni ná sér á strik á nýjan leik Í gær var ár liðið frá falli WOW air. 29. mars 2020 08:20 Stjórnarmenn WOW fengið nóg af „rangfærslum og aðdróttunum“ Stefáns Einars Fyrrverandi stjórnarmenn í hinu fallna WOW air saka viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins um fréttaflutning sem ýmist er sagður efnislega rangur, byggja á endurteknu efni eða „aðdróttanir sem nauðsynlegt er að bregðast við.“ 25. mars 2020 14:45 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Í dag eru tvö ár liðin frá falli WOW Air sem hafði gífurleg áhrif á atvinnu- og efnahagslíf á Íslandi. Blikur voru á lofti í þónokkurn tíma áður en félagið féll og varð til að mynda rúmlega 4 milljarða króna tap á rekstri flugfélagsins á fyrstu níu mánuðum ársins 2018. Skúli segir í færslunni að að sumu leyti sé ævintýrið þegar orðinn fjarlægur draumur en samt líði vart sá dagur að hann hugsi ekki um „þann frábæra hóp sem gerði WOW að veruleika.“ Hann segir að margt hafi verið skrifað um fall félagsins og að vanda „vantar ekki „sérfræðinga“ með misgáfaða eftirárspeki, en í grunninn er þetta einfalt. WOW hætti að vera lággjaldafélag og þar með afvegaleiddumst við, fyrst hægt og svo snögglega.“ Segir fargjöld félagsins ekki hafa verið ósjálfbær Skúli segir að þau hafi gleymt sér í velgengninni og hafi misst sjónar af uppruna þeirra sem hreinræktað lággjaldafélag. „Þess í stað fórum við að eltast við „legacy“ félög og máta okkur við Icelandair og eltast við markaðshlutdeild í stað arðsemi og kostnaðarhalds. Við innleiddum breiðþotur og stærri „premium“ sæti og bættum við alls kyns þjónustu með tilheyrandi kostnaði sem við reyndum að réttlæta með þeim rökum að tekjurnar myndu hækka enn meir, það reyndust dýrkeypt mistök.“ Hann segir að því hafi verið haldið fram að fargjöld félagsins hafi verið ósjálfbær og viðskiptamódelið hefði aldrei gengið til lengdar. „Því fer fjarri, það eru aðeins tvö flugfélög í hinum vestræna heimi að mér vitandi sem ekki hafa þegið neinn ríkisstyrk á tímum Covid. Það eru Wizzair og Ryanair, hvort tveggja hreinræktuð lággjaldafélög sem eiga það sameiginlegt að bjóða upp á lægstu fargjöldin á öllum sínum flugleiðum og oftast tugum prósentum lægri en keppinautar sínir.“ Ég á erfitt með að trúa því að þegar séu liðin tvö ár frá því að WOW air flaug sitt síðasta flug og ég þurfti að horfast...Posted by Skuli Mogensen on Sunday, March 28, 2021 „Ég mun aldrei gleyma stemningunni“ Skúli segir að félagið hafi ekki farið á hausinn vegna of lágra fargjalda heldur vegna of hás kostnaðar. „Eftir frábæra byrjun þar sem við skiluðum methagnaði 2015 og 2016 eða um 6 milljörðum á tveimur árum sem lággjaldafélag, þá er sorglegt að sjá hvernig reksturinn fór úrskeiðis í kjölfar þess að við hættum að fylgja okkar stefnu og uppruna,“ skrifar Skúli. Hann segir að stjórnendur hafi gert hvað þeir gátu til þess að laga reksturinn en það hafi ekki dugað til. „Ég mun aldrei gleyma stemningunni sem ríkti hjá okkur og þeim anda og vilja sem gerði okkur kleift að vinna kraftaverk dag eftir dag undir óheyrilega erfiðum kringumstæðum,“ skrifar Skúli. „Allt fram að morgni síðasta dags vorum við að vinna í því að tryggja framtíð félagsins og vorum sannfærðum um að það myndi takast en því miður fór sem fór. Eftir því sem tíminn líður sé ég betur hversu einstakt þetta ævintýri var og hversu mikið ég sakna fólksins okkar, stemningunni, kraftinum og þeirri miklu uppbyggingu sem átti sér stað hjá WOW.“
WOW Air Fréttir af flugi Tengdar fréttir Glæsivilla Skúla Mogensen nú í eigu Arion banka Arion banki hf. eignaðist glæsivillu Skúla Mogensen við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi í byrjun september. 15. september 2020 11:50 Skúli sannfærður um að ferðaþjónustan muni ná sér á strik á nýjan leik Í gær var ár liðið frá falli WOW air. 29. mars 2020 08:20 Stjórnarmenn WOW fengið nóg af „rangfærslum og aðdróttunum“ Stefáns Einars Fyrrverandi stjórnarmenn í hinu fallna WOW air saka viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins um fréttaflutning sem ýmist er sagður efnislega rangur, byggja á endurteknu efni eða „aðdróttanir sem nauðsynlegt er að bregðast við.“ 25. mars 2020 14:45 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Glæsivilla Skúla Mogensen nú í eigu Arion banka Arion banki hf. eignaðist glæsivillu Skúla Mogensen við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi í byrjun september. 15. september 2020 11:50
Skúli sannfærður um að ferðaþjónustan muni ná sér á strik á nýjan leik Í gær var ár liðið frá falli WOW air. 29. mars 2020 08:20
Stjórnarmenn WOW fengið nóg af „rangfærslum og aðdróttunum“ Stefáns Einars Fyrrverandi stjórnarmenn í hinu fallna WOW air saka viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins um fréttaflutning sem ýmist er sagður efnislega rangur, byggja á endurteknu efni eða „aðdróttanir sem nauðsynlegt er að bregðast við.“ 25. mars 2020 14:45