Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2021 14:14 Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn á fundinum í dag. Spurður sagði hann lögreglu telja sig þekkja ástæður morðsins en vildi ekki tjá sig um þær að svo stöddu. Þá svaraði hann játandi spurður að því hvort fórnarlambið væri talið hafa tengst skipulagðri brotastarfsemi. Lögreglan Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sagði þann sem játaði hafa neitað alveg þar til hann var „kominn upp við vegg“. Lögreglan hafi enn til rannsóknar samverknað í málinu og skipulagningu morðsins. „Þannig hefur rannsókn þessa máls verið heilt í gegn. Við vorum upphaflega með afskaplega lítið í höndunum. Það kom afskaplega lítið fram í yfirheyrslum. Þetta var bara byggt á gögnunum og þeim aðferðum sem við höfum beitt við þessa rannsókn.“ Innsæi og athyglisgáfur lögreglumanna Lögregla var kölluð á vettvang rétt fyrir miðnætti 13. febrúar síðastliðinn en skömmu seinna var albanskur karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður látinn. Nokkur skotsár sáust á líkama hans og seinna kom í ljós að hann hafði verið skotinn níu sinnum í búk og höfuð. Skotvopnið, 22 kalíbera skammbyssa með hljóðdeyfi, fannst í sjónum við höfuðborgarsvæðið í mars. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglu, sagði vopnið aðeins hafa fundist fyrir innsæi og athyglisgáfu lögreglumanna og framúrskarandi tækni. Engin ábending um vopnið hefði komið fram. Lögreglumenn hefðu lesið á milli línanna við yfirheyrslur. Rannsókn lögreglu varð strax gríðarlega umfangsmikil, sagði Margeir. Grunur vaknaði fljótt um að um væri að ræða uppgjör milli glæpahópa, innlendra og erlendra. Tólf voru handteknir og tveir til viðbótar síðar en þegar mest var sátu níu í gæsluvarðhaldi á sama tíma. Sautján leitir voru framkvæmdar í tengslum við rannsóknina; í bifreiðum, húsnæði og á víðavangi. Lagt var hald á símtæki, tölvur, ökutæki, skotvopn og skotfæri, svo eitthvað sé nefnt. Albaníumenn í aðalhlutverkum Rætt var við fjölda vitna og gögn úr símum, tölvum og öryggismyndavélum skoðuð. Vegna umfangs málsins tók talsverðan tíma að vinna úr gögnunum en grunur fór fljótlega að beinast gegn nokkrum aðilum. Eru þeir grunaðir um að hafa komið að skipulagningu, bæði fyrir og eftir morðið. Þeir sem mesta aðild eiga að málinu eru frá Albaníu, sagði Margeir. Yfirheyrslur og gögn leiddu til þess að skotvopnið sem var notað fannst. Það var upphaflega löglegt hér á landi en var stolið af eiganda sínum. Einstaklingarnir sem lögregla hefur haft afskipti af vegna málsins eru frá Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Sagði Margeir þetta koma nokkuð óvart þar sem það þekktist ekki í nágrannalöndunum að svo mörg þjóðerni tengdust sama máli. Rannsókn lögreglu leiddi einnig í ljós að hópur manna hygðist ætla að ráðast gegn þeim sem lægju undir grun og fjölskyldum þeirra. Sagði Margeir að lögregla vildi koma því á framfæri að hún myndi halda áfram að fylgjast náið með gangi mála og mögulegum hefndaraðgerðum. Lögregla teldi almenning ekki í hættu vegna málsins. Þekkt að menn taki á sig sök undir þrýstingi Þá sagði Margeir að lögregla hefði ekki viljað tjá sig mikið um málið vegna þess að þekkt væri að hópar af því tagi sem um væri að ræða fengju ótengda aðila til að taka á sig sök í málum. Þess vegna hefði lögregla ekki gefið meiri upplýsingar um málið en raun bar vitni. Að sögn Margeirs tóku um 30 lögreglumenn þátt í rannsókn málsins auk 10 sem komu að úrvinnslu. Þá eru ótaldir þeir sem tóku þátt í leitum og vettvangsrannsóknum. Hulda Elsa sagði málið einnig hafa verið umfangsmikið fyrir hennar fólk en kröfur og greinargerðir í málinu séu um hundrað talsins. Þá hafi níu ákærendur komið að málinu en yfirleitt sé aðeins einn með mál hverju sinni. „Við teljum okkur vita hver banaði Armando Beqirai umrætt sinn,“ sagði Hulda. Margeir sagðist telja tvær til þrjár vikur eftir af rannsóknarvinnu áður en málinu yrði pakkað niður og sent ákærusviði. Þótt einn hefði játað sagðist hann telja að morðið hefði verið skipulagt. Varðandi kröfu lögreglu um að einn verjenda sakbornings segði sig frá málinu sagði hún að gögn hefðu ótvírætt sýnt að hann hefði verið í sambandið við aðra sakborninga. Það væri afar fátítt að lögregla gripi til ráðstafana af þessu tagi en lögreglumenn, ákærendur og lögmenn þyrftu alltaf að huga að hæfi sínu. Þá kom Hulda einnig inn á takmarkað upplýsingaflæði frá lögreglu vegna málsins og sagði meðal annars að þegar sakborningar væru jafn margir og í þessu máli þyrfti lögregla að halda spilunum þétt að sér. Telja hinn grunaða ekki vera að taka á sig sök Þegar opnað var fyrir spurningar blaðamanna var meðal annars spurt að því hvort grunur léki á að sá sem játaði væri að taka á sig sök. Margeir sagði svo ekki vera. Þá sagði hann leka um upplýsingagjafa lögreglu tengjast málinu að einhverju marki en ekki verulegu. Hulda sagði umfang málsins vissulega hafa einhver áhrif á afgreiðsluhraða annarra mála. Spurð um ákærur, sagði hún að þau brot sem væru undir væru manndráp, samráð eða hlutdeild og tálmun á lögreglurannsókn. Þá hefðu fundist vopn og fíkniefni við húsleitir og ákært yrði fyrir þau brot. Íslendingur var handtekinn í tengslum við málið og sat í gæsluvarðhaldi um tíma. Margeir vildi ekki útskýra þau tengsl en Hulda sagðist gera ráð fyrir að hann myndi áfram sæta farbanni. Uppfært kl. 17.25: Í fréttinni stóð upphaflega að sá sem játaði væri albanskur maður á fertugsaldri. Sú lýsing á hins vegar við um fórnarlambið. Blaðamaður biðst velvirðingar á ruglingnum.
Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn sagði þann sem játaði hafa neitað alveg þar til hann var „kominn upp við vegg“. Lögreglan hafi enn til rannsóknar samverknað í málinu og skipulagningu morðsins. „Þannig hefur rannsókn þessa máls verið heilt í gegn. Við vorum upphaflega með afskaplega lítið í höndunum. Það kom afskaplega lítið fram í yfirheyrslum. Þetta var bara byggt á gögnunum og þeim aðferðum sem við höfum beitt við þessa rannsókn.“ Innsæi og athyglisgáfur lögreglumanna Lögregla var kölluð á vettvang rétt fyrir miðnætti 13. febrúar síðastliðinn en skömmu seinna var albanskur karlmaður á fertugsaldri úrskurðaður látinn. Nokkur skotsár sáust á líkama hans og seinna kom í ljós að hann hafði verið skotinn níu sinnum í búk og höfuð. Skotvopnið, 22 kalíbera skammbyssa með hljóðdeyfi, fannst í sjónum við höfuðborgarsvæðið í mars. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs lögreglu, sagði vopnið aðeins hafa fundist fyrir innsæi og athyglisgáfu lögreglumanna og framúrskarandi tækni. Engin ábending um vopnið hefði komið fram. Lögreglumenn hefðu lesið á milli línanna við yfirheyrslur. Rannsókn lögreglu varð strax gríðarlega umfangsmikil, sagði Margeir. Grunur vaknaði fljótt um að um væri að ræða uppgjör milli glæpahópa, innlendra og erlendra. Tólf voru handteknir og tveir til viðbótar síðar en þegar mest var sátu níu í gæsluvarðhaldi á sama tíma. Sautján leitir voru framkvæmdar í tengslum við rannsóknina; í bifreiðum, húsnæði og á víðavangi. Lagt var hald á símtæki, tölvur, ökutæki, skotvopn og skotfæri, svo eitthvað sé nefnt. Albaníumenn í aðalhlutverkum Rætt var við fjölda vitna og gögn úr símum, tölvum og öryggismyndavélum skoðuð. Vegna umfangs málsins tók talsverðan tíma að vinna úr gögnunum en grunur fór fljótlega að beinast gegn nokkrum aðilum. Eru þeir grunaðir um að hafa komið að skipulagningu, bæði fyrir og eftir morðið. Þeir sem mesta aðild eiga að málinu eru frá Albaníu, sagði Margeir. Yfirheyrslur og gögn leiddu til þess að skotvopnið sem var notað fannst. Það var upphaflega löglegt hér á landi en var stolið af eiganda sínum. Einstaklingarnir sem lögregla hefur haft afskipti af vegna málsins eru frá Íslandi, Albaníu, Rúmeníu, Spáni, Ítalíu, Portúgal, Eistlandi, Serbíu, Litháen og Hvíta-Rússlandi. Sagði Margeir þetta koma nokkuð óvart þar sem það þekktist ekki í nágrannalöndunum að svo mörg þjóðerni tengdust sama máli. Rannsókn lögreglu leiddi einnig í ljós að hópur manna hygðist ætla að ráðast gegn þeim sem lægju undir grun og fjölskyldum þeirra. Sagði Margeir að lögregla vildi koma því á framfæri að hún myndi halda áfram að fylgjast náið með gangi mála og mögulegum hefndaraðgerðum. Lögregla teldi almenning ekki í hættu vegna málsins. Þekkt að menn taki á sig sök undir þrýstingi Þá sagði Margeir að lögregla hefði ekki viljað tjá sig mikið um málið vegna þess að þekkt væri að hópar af því tagi sem um væri að ræða fengju ótengda aðila til að taka á sig sök í málum. Þess vegna hefði lögregla ekki gefið meiri upplýsingar um málið en raun bar vitni. Að sögn Margeirs tóku um 30 lögreglumenn þátt í rannsókn málsins auk 10 sem komu að úrvinnslu. Þá eru ótaldir þeir sem tóku þátt í leitum og vettvangsrannsóknum. Hulda Elsa sagði málið einnig hafa verið umfangsmikið fyrir hennar fólk en kröfur og greinargerðir í málinu séu um hundrað talsins. Þá hafi níu ákærendur komið að málinu en yfirleitt sé aðeins einn með mál hverju sinni. „Við teljum okkur vita hver banaði Armando Beqirai umrætt sinn,“ sagði Hulda. Margeir sagðist telja tvær til þrjár vikur eftir af rannsóknarvinnu áður en málinu yrði pakkað niður og sent ákærusviði. Þótt einn hefði játað sagðist hann telja að morðið hefði verið skipulagt. Varðandi kröfu lögreglu um að einn verjenda sakbornings segði sig frá málinu sagði hún að gögn hefðu ótvírætt sýnt að hann hefði verið í sambandið við aðra sakborninga. Það væri afar fátítt að lögregla gripi til ráðstafana af þessu tagi en lögreglumenn, ákærendur og lögmenn þyrftu alltaf að huga að hæfi sínu. Þá kom Hulda einnig inn á takmarkað upplýsingaflæði frá lögreglu vegna málsins og sagði meðal annars að þegar sakborningar væru jafn margir og í þessu máli þyrfti lögregla að halda spilunum þétt að sér. Telja hinn grunaða ekki vera að taka á sig sök Þegar opnað var fyrir spurningar blaðamanna var meðal annars spurt að því hvort grunur léki á að sá sem játaði væri að taka á sig sök. Margeir sagði svo ekki vera. Þá sagði hann leka um upplýsingagjafa lögreglu tengjast málinu að einhverju marki en ekki verulegu. Hulda sagði umfang málsins vissulega hafa einhver áhrif á afgreiðsluhraða annarra mála. Spurð um ákærur, sagði hún að þau brot sem væru undir væru manndráp, samráð eða hlutdeild og tálmun á lögreglurannsókn. Þá hefðu fundist vopn og fíkniefni við húsleitir og ákært yrði fyrir þau brot. Íslendingur var handtekinn í tengslum við málið og sat í gæsluvarðhaldi um tíma. Margeir vildi ekki útskýra þau tengsl en Hulda sagðist gera ráð fyrir að hann myndi áfram sæta farbanni. Uppfært kl. 17.25: Í fréttinni stóð upphaflega að sá sem játaði væri albanskur maður á fertugsaldri. Sú lýsing á hins vegar við um fórnarlambið. Blaðamaður biðst velvirðingar á ruglingnum.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Tengdar fréttir Glæpahópar farnir að nýta sér kunnáttu sérfræðinga Lögregla áætlar að um fimmtán glæpahópar séu starfræktir hérlendis. Hóparnir virðast í auknum mæli nýta sér aðstoð sérfræðinga við afbrot sín. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa einhverja tengingu við fíkniefnaframleiðslu eða -dreifingu. 26. febrúar 2021 20:04 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Glæpahópar farnir að nýta sér kunnáttu sérfræðinga Lögregla áætlar að um fimmtán glæpahópar séu starfræktir hérlendis. Hóparnir virðast í auknum mæli nýta sér aðstoð sérfræðinga við afbrot sín. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa einhverja tengingu við fíkniefnaframleiðslu eða -dreifingu. 26. febrúar 2021 20:04