Hefja daglegt flug til Íslands svo mæta megi þörfum ferðaþyrstra Bandaríkjamanna Eiður Þór Árnason skrifar 26. mars 2021 13:36 Delta Air Lines hóf flugferðir milli Íslands og New York árið 2011. Getty/NurPhoto Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines mun hefja daglegt flug milli Keflavíkurflugvallar og þriggja bandarískra borga í maí. Mun Delta í fyrsta sinn fljúga beint milli Íslands og Boston auk þess að hefja aftur flug til og frá New York og Minneapolis/St. Paul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Fyrsta brottför til New York verður 1. maí, til Boston 20. maí og til Minneapolis/St. Paul 27. maí. Ferðaþyrstir Bandaríkjamenn geti ekki beðið eftir því að kíkja til Íslands Ákvörðun Delta um að hefja daglegt flug milli Bandaríkjanna og Íslands er sögð byggja á því að Ísland sé fyrsta Evrópulandið til að heimila komu bandarískra ferðamanna sem hafi fengið fulla bólusetningu án þess að þeir þurfi að fara í sóttkví. Þar er vísað til ákvörðunar dómsmálaráðherra um að farþegar sem komi utan Schengen-svæðisins og geti framvísað vottorðum um bólusetningu eða mótefni séu undanþegnir reglum um sóttkví. Reglugerðarbreytingin átti að taka gildi í dag en í gær tilkynnti dómsmálaráðuneytið að gildistöku hennar yrði frestað fram til 6. apríl næstkomandi. „Ísland er þannig fyrsti áfangastaðurinn í Evrópu sem stendur ferðaþyrstum Bandaríkjamönnum auðveldlega til boða frá því að heimsfaraldurinn byrjaði fyrir ári síðan,“ segir í tilkynningu Delta. Vonar að fleiri lönd opni fyrir bólusettum einstaklingum „Við vitum að viðskiptavinir okkar eru spenntir fyrir því að komast með öruggum hætti aftur út í heim. Eftir því sem traust á ferðalögum eykst, þá vonumst við til að fleiri lönd opni fyrir bólusettum ferðamönnum og skapi þannig aukin tækifæri fyrir fólk til að tengja og upplifa,“ segir Joe Esposito, framkvæmdastjóri leiðakerfisstýringar Delta Air Lines. Flogið verður daglega til Boston með 193 sæta Boeing 757-200 þotu klukkan 10:15. Þá verður dagleg brottför til New York klukkan 11:15 með 168 sæta Boeing 757-200 og til Minneapolis/St. Paul klukkan 9:30 með 193 sæta Boeing 757-200. Flugáætlun Delta milli Íslands og Bandaríkjanna er í samstarfi við flugfélögin KLM og Virgin Atlantic. Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni. 6. janúar 2020 09:34 Lendir í Keflavík vegna reyks um borð Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta hefur verið stefnt að Keflavíkurflugvelli. 16. desember 2019 07:37 Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi. 1. júní 2019 17:41 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Fyrsta brottför til New York verður 1. maí, til Boston 20. maí og til Minneapolis/St. Paul 27. maí. Ferðaþyrstir Bandaríkjamenn geti ekki beðið eftir því að kíkja til Íslands Ákvörðun Delta um að hefja daglegt flug milli Bandaríkjanna og Íslands er sögð byggja á því að Ísland sé fyrsta Evrópulandið til að heimila komu bandarískra ferðamanna sem hafi fengið fulla bólusetningu án þess að þeir þurfi að fara í sóttkví. Þar er vísað til ákvörðunar dómsmálaráðherra um að farþegar sem komi utan Schengen-svæðisins og geti framvísað vottorðum um bólusetningu eða mótefni séu undanþegnir reglum um sóttkví. Reglugerðarbreytingin átti að taka gildi í dag en í gær tilkynnti dómsmálaráðuneytið að gildistöku hennar yrði frestað fram til 6. apríl næstkomandi. „Ísland er þannig fyrsti áfangastaðurinn í Evrópu sem stendur ferðaþyrstum Bandaríkjamönnum auðveldlega til boða frá því að heimsfaraldurinn byrjaði fyrir ári síðan,“ segir í tilkynningu Delta. Vonar að fleiri lönd opni fyrir bólusettum einstaklingum „Við vitum að viðskiptavinir okkar eru spenntir fyrir því að komast með öruggum hætti aftur út í heim. Eftir því sem traust á ferðalögum eykst, þá vonumst við til að fleiri lönd opni fyrir bólusettum ferðamönnum og skapi þannig aukin tækifæri fyrir fólk til að tengja og upplifa,“ segir Joe Esposito, framkvæmdastjóri leiðakerfisstýringar Delta Air Lines. Flogið verður daglega til Boston með 193 sæta Boeing 757-200 þotu klukkan 10:15. Þá verður dagleg brottför til New York klukkan 11:15 með 168 sæta Boeing 757-200 og til Minneapolis/St. Paul klukkan 9:30 með 193 sæta Boeing 757-200. Flugáætlun Delta milli Íslands og Bandaríkjanna er í samstarfi við flugfélögin KLM og Virgin Atlantic.
Bandaríkin Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni. 6. janúar 2020 09:34 Lendir í Keflavík vegna reyks um borð Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta hefur verið stefnt að Keflavíkurflugvelli. 16. desember 2019 07:37 Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30 Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi. 1. júní 2019 17:41 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Hundruð flugliða hjá Delta rekja veikindi til búninga Yfir 500 starfsmenn bandaríska flugfélagsins Delta hafa stefnt fataframleiðandanum Lands' End vegna heilsufarsvandamála sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Stefnendurnir rekja vandamálin til flugliðabúninga og annarra búninga sem flugfélagið krefst þess að starfsmenn gangi í í vinnunni. 6. janúar 2020 09:34
Lendir í Keflavík vegna reyks um borð Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta hefur verið stefnt að Keflavíkurflugvelli. 16. desember 2019 07:37
Tókst að lenda flugvélinni án vandkvæða Búið er að virkja viðbúnaðarstig á Keflavíkurflugvelli eftir að flugmenn vélar Delta Airlines á leið frá Keflavík til New York óskuðu eftir því að koma inn til lendingar skömmu eftir flugtak. 26. ágúst 2019 13:30
Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi. 1. júní 2019 17:41