„Var aldrei inn í myndinni að gefast upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2021 20:20 Davíð Snorri horfði á björtu hliðarnar á blaðamannafundi að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í kvöld. vísir/Sigurjón Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, var niðurlútur er hann mætti á fjarfund með blaðamönnum að loknu 4-1 tapi Íslands gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins sem nú fer fram í Ungverjalandi. Davíð Snorri tók þó fram að íslenska liðið gæti tekið ýmislegt jákvætt með sér úr leiknum. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega kaflinn þar sem við lentum í eltingaleik. Þótt það lægi á okkur vorum við á löngum stundum við góða stjórn, svo kom vondur kafli sem við náðum svo að vinna okkur út úr og komum betur inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Davíð Snorri að leik loknum en Rússar voru 3-0 yfir í hálfleik. „Það komu augnablik þar sem þeir náðu góðum skyndisóknum og við vorum svolítið hálft í hálft, það slitnaði á milli hjá okkur. Þeir voru að vinna vel í millisvæðin og voru að tvöfalda á okkur. Við hefðum þurft að vinna betur saman á þeim augnablikum.“ „Við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að anda inn og út, fórum yfir hvernig við vildum laga færslur og loka millisvæðum betur. Við löguðum það í seinni hálfleiknum,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri hálfleik. „Við skoruðum þetta mark og spiluðum vel í síðari hálfleik. Það var aldrei inn í myndinni að gefast upp og það sýnir hversu sterk liðsheildin er í þessum hóp, við stígum upp. Við lentum bara í vondum kafla, það gerist.“ „Þetta er lokamót og þá eru allir leikir erfiðir. Þetta er ekki búið og lok, lok og læs. Við erum ekki þannig,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, að lokum. Ísland mætir Danmörku í næsta leik sínum í C-riðli EM sem fram fer í Ungverjalandi á sunnudaginn kemur. Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Davíð Snorri tók þó fram að íslenska liðið gæti tekið ýmislegt jákvætt með sér úr leiknum. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega kaflinn þar sem við lentum í eltingaleik. Þótt það lægi á okkur vorum við á löngum stundum við góða stjórn, svo kom vondur kafli sem við náðum svo að vinna okkur út úr og komum betur inn í seinni hálfleikinn,“ sagði Davíð Snorri að leik loknum en Rússar voru 3-0 yfir í hálfleik. „Það komu augnablik þar sem þeir náðu góðum skyndisóknum og við vorum svolítið hálft í hálft, það slitnaði á milli hjá okkur. Þeir voru að vinna vel í millisvæðin og voru að tvöfalda á okkur. Við hefðum þurft að vinna betur saman á þeim augnablikum.“ „Við ræddum það í hálfleik að við þyrftum að anda inn og út, fórum yfir hvernig við vildum laga færslur og loka millisvæðum betur. Við löguðum það í seinni hálfleiknum,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í fyrri hálfleik. „Við skoruðum þetta mark og spiluðum vel í síðari hálfleik. Það var aldrei inn í myndinni að gefast upp og það sýnir hversu sterk liðsheildin er í þessum hóp, við stígum upp. Við lentum bara í vondum kafla, það gerist.“ „Þetta er lokamót og þá eru allir leikir erfiðir. Þetta er ekki búið og lok, lok og læs. Við erum ekki þannig,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, að lokum. Ísland mætir Danmörku í næsta leik sínum í C-riðli EM sem fram fer í Ungverjalandi á sunnudaginn kemur.
Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira