Viðskipti innlent

Helena Gallar­do Roldán fyrsti starfs­stöðva­stjóri Haf­ró á Austur­landi

Eiður Þór Árnason skrifar
Sýnatöku úr afla upp- og botnsjávarfisks og ýmsum rannsóknar- og vöktunarverkefnum verður stýrt frá Neskaupstað. 
Sýnatöku úr afla upp- og botnsjávarfisks og ýmsum rannsóknar- og vöktunarverkefnum verður stýrt frá Neskaupstað.  Vísir/Vilhelm

Helena Gallardo Roldán hefur verið ráðin starfsstöðvastjóri og sérfræðingur á nýrri starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Neskaupstað sem opnaði fyrr í mánuðinum.

Auk Helenu hefur verið gengið frá ráðningu Hrefnu Zoëga, sem mun starfa sem rannsóknarmaður við þessa fyrstu starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Austurlandi. Báðar munu þær sinna sýnatöku úr afla upp- og botnsjávarfisks sem og hinum ýmsum rannsóknar- og vöktunarverkefnum í landsfjórðungnum.

Frá þessu er greint á vef stofnunarinnar en starfstöðin verður staðsett í Múlanum – samvinnuhúsi, nýjum skrifstofuklasa og miðstöð nýsköpunar.

Helena Gallardo Roldán og Hrefna Zoëga eru fyrstu starfsmenn Hafrannsóknastofnunar á Austurlandi.Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir

Helena Gallardo Roldán er með grunnháskólamenntun í sjávarlíffræði og mastersgráðu á sviði fiskeldi og fiskveiða með áherslu á sjávarauðlindir og sjálfbærni. Hún hefur meðal annars starfað við hafrannsóknir hjá Haffræðistofnun Spánar. Þá hefur hún gegnt störfum tengdri ferðaþjónustu á Íslandi í tæp tvö ár, meðal annars við hvalaskoðun.

Hrefna Zoëga hefur menntun frá Fiskvinnsluskólanum á Dalvík, er með víðtæka starfsreynslu úr sjávariðnaði og hefur meðal annars unnið í fiskvinnslu, sem verkstjóri og gæðastjóri. Að auki hefur hún tekið þátt í að setja fiskvinnslufyrirtæki af stað frá grunni og verið háseti á skipi. Síðustu ár hefur Hrefna unnið í ferðageiranum og verið hótelstjóri. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×