Mestar líkur á enskum úrslitaleik í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 11:00 Liverpool maðurinn Sadio Mane með Meistaradeildarbikarinn en Liverpool vann hann síðasta þegar ensk félög mættust í úrslitaleiknum vorið 2019. Getty/Matthias Hangst Manchester City er sem fyrr sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni í vor en það eru líka mestar líkur á að tvö lið úr ensku úrvalsdeildinni spili til úrslita í Tyrklandi. Það eru aðeins átta lið eftir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og nú er jafnframt ljóst hvaða leið bíður þessara átta liða ætli þau alla leið í úrslitaleikinn á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul. Tölfræðisíðan FiveThirtyEight hefur nú sett saman sigurlíkur allra liðanna átta eftir að það var búið að draga bæði í átta liða úrslitin sem og undanúrslitin. The road to Istanbul is set! Which 2 teams will make the final? #UCLdraw | #UCL pic.twitter.com/HdgWQRCMHQ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 19, 2021 Manchester City er með yfirstöðu í spákeppninni en lærisveinar Pep Guardiola eru eina liðið með meira en helmingslíkur á því að komast alla leið í úrslitaleikinn. Það eru 56 prósent líkur á því að City liði spili til úrslita og 37 prósent líkur á því að liðið vinni Meistaradeildina. Það sem vekur kannski meiri athygli að það eru ekki mestar líkur á því að Manchester City mæti ríkjandi meisturum í Bayern München í úrslitaleiknum en það er ein góð skýring á því. City og Bayern munu nefnilega mætast í undanúrslitunum vinni þau viðureignir sínar í átta liða úrslitunum. Quarter-finals set Plot your own path to the final and decide who lifts the trophy in Istanbul... #UCLbracket | @GazpromFootball | #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 19, 2021 Fyrir vikið eru meiri líkur hjá Chelsea að komast í úrslitaleikinn (43 prósent) og vinna titilinn (18 prósent) heldur hjá Bayern að komast alla leið (28 prósent) og verja titilinn (16 prósent). Jafnasta viðureign átta liða úrslitanna samkvæmt spánni er aftur á móti einvígi Liverpool og Real Madrid. Bæði eru með fimmtíu prósent líkur á að komast í undanúrslitin en Liverpool er einu prósenti líklegra til að komast í úrslitaleikinn. Það lið sem vinnur einvígi Liverpool og Real Madrid mætir einmitt Chelsea (eða Porto) í undanúrslitunum. Komist Manchester City loksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá eru mestar líkur á því að liðið mæti annaðhvort Chelsea eða Liverpool í alenskum úrslitaleik. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Það eru aðeins átta lið eftir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og nú er jafnframt ljóst hvaða leið bíður þessara átta liða ætli þau alla leið í úrslitaleikinn á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul. Tölfræðisíðan FiveThirtyEight hefur nú sett saman sigurlíkur allra liðanna átta eftir að það var búið að draga bæði í átta liða úrslitin sem og undanúrslitin. The road to Istanbul is set! Which 2 teams will make the final? #UCLdraw | #UCL pic.twitter.com/HdgWQRCMHQ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 19, 2021 Manchester City er með yfirstöðu í spákeppninni en lærisveinar Pep Guardiola eru eina liðið með meira en helmingslíkur á því að komast alla leið í úrslitaleikinn. Það eru 56 prósent líkur á því að City liði spili til úrslita og 37 prósent líkur á því að liðið vinni Meistaradeildina. Það sem vekur kannski meiri athygli að það eru ekki mestar líkur á því að Manchester City mæti ríkjandi meisturum í Bayern München í úrslitaleiknum en það er ein góð skýring á því. City og Bayern munu nefnilega mætast í undanúrslitunum vinni þau viðureignir sínar í átta liða úrslitunum. Quarter-finals set Plot your own path to the final and decide who lifts the trophy in Istanbul... #UCLbracket | @GazpromFootball | #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 19, 2021 Fyrir vikið eru meiri líkur hjá Chelsea að komast í úrslitaleikinn (43 prósent) og vinna titilinn (18 prósent) heldur hjá Bayern að komast alla leið (28 prósent) og verja titilinn (16 prósent). Jafnasta viðureign átta liða úrslitanna samkvæmt spánni er aftur á móti einvígi Liverpool og Real Madrid. Bæði eru með fimmtíu prósent líkur á að komast í undanúrslitin en Liverpool er einu prósenti líklegra til að komast í úrslitaleikinn. Það lið sem vinnur einvígi Liverpool og Real Madrid mætir einmitt Chelsea (eða Porto) í undanúrslitunum. Komist Manchester City loksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá eru mestar líkur á því að liðið mæti annaðhvort Chelsea eða Liverpool í alenskum úrslitaleik.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira