„Jonni talar mikið, mjög mikið“ Atli Arason skrifar 20. mars 2021 20:34 Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur. Vísir/Bára Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, átti fínan leik í 74-51 sigri á Skallagrím. Katla setti niður 12 stig ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa eina stoðsendingu. „Ég er glöð, þetta var ógeðslega skemmtilegt. Það er langt síðan við spiluðum leik þar sem við nutum okkur jafn vel í einum leik,“ sagði Katla í viðtali eftir leik. Skallagrímur fekk alls 16 fleiri skot tilraunir umfram heimakonur en Keflavík náði ítrekað að þvinga Skallagrím í erfið skot sem gestirnir gátu ekki nýtt sér. Katla er viss um að sterkur varnarleikur Keflavíkur í leiknum hafi skilað þessum sigri. „Í fyrsta lagi var það vörnin okkar því skotnýtingin var ekki góð. Jonni var að segja mér að hittum alls fjórar þriggja stiga körfur í öllum leiknum.“ Jonni, þjálfari Keflavíkur, var líflegur á hliðarlínunni í dag eins og honum einum er lagið, skellihlæjandi og öskureiður til skiptis. Katla var spurð af því hvernig það væri fyrir leikmann að spila undir leiðsögn Jonna. „Það er mjög gaman. Jonni talar mikið, mjög mikið,“ segir Katla og hlær áður en hún heldur áfram, „en hann veit það alveg sjálfur og hann er samt ekkert að bulla. Við dýrkum hann allar. Ástæðan fyrir því að okkur gengur vel er þetta þjálfarateymi, Jonni og Hössi, þeir eru frábærir saman því þeir vega svo vel á móti hvorum öðrum. Þetta er að ganga ótrúlega vel, það er gaman á æfingum og hann er alltaf hress sama hvernig gengur hjá okkur. Jonni hefur óbilandi trú á okkur og lætur okkur trúa þessu sjálfar sem er bara geggjað. Geggjað að spila fyrir svona þjálfara,“ svaraði Katla með bros á vör. Það er stutt á milli stríða í deildinni þetta tímabilið. Keflavík og Skallagrímur eiga annað einvígi strax aftur á miðvikudaginn næsta í Borgarnesi. Katla kveðst spennt fyrir því að mæta þeim aftur. „Klárlega. Það er bara strax aftur á miðvikudaginn. Það er ekki mikið af pásum í þessu. Við erum búnar að spila allar helgar og alla miðvikudaga í þessum mánuði sem er bara gaman. Við erum ungar og ferskar þannig við erum bara spenntar,“ sagði Katla Rún Garðarsdóttir að lokum. Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
„Ég er glöð, þetta var ógeðslega skemmtilegt. Það er langt síðan við spiluðum leik þar sem við nutum okkur jafn vel í einum leik,“ sagði Katla í viðtali eftir leik. Skallagrímur fekk alls 16 fleiri skot tilraunir umfram heimakonur en Keflavík náði ítrekað að þvinga Skallagrím í erfið skot sem gestirnir gátu ekki nýtt sér. Katla er viss um að sterkur varnarleikur Keflavíkur í leiknum hafi skilað þessum sigri. „Í fyrsta lagi var það vörnin okkar því skotnýtingin var ekki góð. Jonni var að segja mér að hittum alls fjórar þriggja stiga körfur í öllum leiknum.“ Jonni, þjálfari Keflavíkur, var líflegur á hliðarlínunni í dag eins og honum einum er lagið, skellihlæjandi og öskureiður til skiptis. Katla var spurð af því hvernig það væri fyrir leikmann að spila undir leiðsögn Jonna. „Það er mjög gaman. Jonni talar mikið, mjög mikið,“ segir Katla og hlær áður en hún heldur áfram, „en hann veit það alveg sjálfur og hann er samt ekkert að bulla. Við dýrkum hann allar. Ástæðan fyrir því að okkur gengur vel er þetta þjálfarateymi, Jonni og Hössi, þeir eru frábærir saman því þeir vega svo vel á móti hvorum öðrum. Þetta er að ganga ótrúlega vel, það er gaman á æfingum og hann er alltaf hress sama hvernig gengur hjá okkur. Jonni hefur óbilandi trú á okkur og lætur okkur trúa þessu sjálfar sem er bara geggjað. Geggjað að spila fyrir svona þjálfara,“ svaraði Katla með bros á vör. Það er stutt á milli stríða í deildinni þetta tímabilið. Keflavík og Skallagrímur eiga annað einvígi strax aftur á miðvikudaginn næsta í Borgarnesi. Katla kveðst spennt fyrir því að mæta þeim aftur. „Klárlega. Það er bara strax aftur á miðvikudaginn. Það er ekki mikið af pásum í þessu. Við erum búnar að spila allar helgar og alla miðvikudaga í þessum mánuði sem er bara gaman. Við erum ungar og ferskar þannig við erum bara spenntar,“ sagði Katla Rún Garðarsdóttir að lokum.
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum