Sport

Engir utanaðkomandi áhorfendur á Ólympíuleikunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Engir utanaðkomandi áhorfendur verða leyfðir á Ólympíuleikunum sem fara fram í Tokyo í sumar.
Engir utanaðkomandi áhorfendur verða leyfðir á Ólympíuleikunum sem fara fram í Tokyo í sumar. Carl Court/Getty Images

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem eiga að fara fram í Tokyo í sumar segja að engir utanaðkomandi áhorfendur verði leyfðir. Þetta er gert til að reyna að tryggja öryggi þátttakenda og íbúa Japan gegn kórónuveirunni.

Ólympíuleikarnir, sem áttu að fara fram síðastliðið sumar, eiga að hefjast þann 23.júlí og Ólympíuleikar fatlaðra mánuði seinna, þann 24.ágúst.

Skipuleggjendur hafa nú ákveðið að leyfa ekki áhorfendur frá öðrum löndum að koma á leikana, en þeir sem hafa nú þegar keypt miða fái þá endurgreidda.

Leikarnir áttu að fara fram seinasta sumar, en ákvörðun var tekin um að fresta þeim um eitt ár vegna útbreiðslu kórónaveirunnar. Þetta var í fyrsta skipti í sögunni sem Ólympíuleikunum var frestað, en yfir 11.000 íþróttamenn frá í kringum 200 löndum voru þá á fullu að undirbúa sig fyrir leikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×