Banaslys á Reykjanesbraut rakið til ölvunaraksturs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2021 07:54 Ökumaðurinn sem lést keyrði fólksbíl vestur Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík. Á sama tíma var vörubíl með snjótönn að framan ekið austur eftir brautinni. Vísir/Vilhelm Ökumaður sem lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut 12. janúar 2020 var undir áhrifum áfengis við aksturinn. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birti skýrslu sína um slysið í gær. Ökumaðurinn sem lést keyrði fólksbíl vestur Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík. Á sama tíma var vörubíl með snjótönn að framan ekið austur eftir brautinni. Í skýrslunni segir að akstursaðstæður hafi verið erfiðar; snjókoma, skafrenningur, þæfingssnjór, mikil hálka og myrkur. Ökumaður vörubílsins kvaðst hafa séð fólksbílinn koma á móti sér í nokkurri fjarlægð á réttum vegarhelmingi. Örstuttu seinna hafi svo ökumaður fólksbílsins misst stjórn á bifreiðinni sem rann inn á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubílinn. Við áreksturinn hlaut ökumaður fólksbílsins alvarlega höfuðáverka og lést hann af völdum þeirra. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að samkvæmt niðurstöðum áfengis- og lyfjarannsókna á ökumanni fólksbílsins var umtalsvert alkóhól í blóði hans. Niðurstöður sams konar rannsókna á ökumanni vörubílsins voru neikvæðar. Í orsakagreiningu slyssins segir að ökumaður fólksbílsins hafi verið ofurölvi. Hann hafi misst stjórn á bíl sínum sem rann yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir vörubíl með snjótönn. Þá hafi ástandi fólksbílsins verið ábótavant auk þess sem snjótönn vörubílsins sé sérstaklega hættuleg gagnvart ákomum á hlið fólksbíls. Rannsóknarnefndin leggur til að Samgöngustofa og Vinnueftirlitið taki til skoðunar öryggismál varðandi snjómokstursbúnað á ökutækjum. Vörubílar og vinnuvélar með snjómokstursbúnað geti verið hættulegar öðrum ökutækjum og vegfarendum í umferðinni. Þá sé þessi búnaður almennt ekki hannaður með árekstrarkröfur í huga. Þá ítrekar nefndin fyrir ábendingar sínar um akstur undir áhrifum áfengis og telur „nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.“ Umferðaröryggi Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Ökumaðurinn sem lést keyrði fólksbíl vestur Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík. Á sama tíma var vörubíl með snjótönn að framan ekið austur eftir brautinni. Í skýrslunni segir að akstursaðstæður hafi verið erfiðar; snjókoma, skafrenningur, þæfingssnjór, mikil hálka og myrkur. Ökumaður vörubílsins kvaðst hafa séð fólksbílinn koma á móti sér í nokkurri fjarlægð á réttum vegarhelmingi. Örstuttu seinna hafi svo ökumaður fólksbílsins misst stjórn á bifreiðinni sem rann inn á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubílinn. Við áreksturinn hlaut ökumaður fólksbílsins alvarlega höfuðáverka og lést hann af völdum þeirra. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að samkvæmt niðurstöðum áfengis- og lyfjarannsókna á ökumanni fólksbílsins var umtalsvert alkóhól í blóði hans. Niðurstöður sams konar rannsókna á ökumanni vörubílsins voru neikvæðar. Í orsakagreiningu slyssins segir að ökumaður fólksbílsins hafi verið ofurölvi. Hann hafi misst stjórn á bíl sínum sem rann yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir vörubíl með snjótönn. Þá hafi ástandi fólksbílsins verið ábótavant auk þess sem snjótönn vörubílsins sé sérstaklega hættuleg gagnvart ákomum á hlið fólksbíls. Rannsóknarnefndin leggur til að Samgöngustofa og Vinnueftirlitið taki til skoðunar öryggismál varðandi snjómokstursbúnað á ökutækjum. Vörubílar og vinnuvélar með snjómokstursbúnað geti verið hættulegar öðrum ökutækjum og vegfarendum í umferðinni. Þá sé þessi búnaður almennt ekki hannaður með árekstrarkröfur í huga. Þá ítrekar nefndin fyrir ábendingar sínar um akstur undir áhrifum áfengis og telur „nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.“
Umferðaröryggi Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira