Fótbolti

Villareal og Ajax örugglega áfram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ajax er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar.
Ajax er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. EPA-EFE/ALESSANDRO DELLA VALLE

Villareal og Ajax eru öll komin í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir sigra í kvöld.

Á Spáni var Dynamo Kíev í heimsókn hjá Villareal. Heimamenn voru með 2-0 forystu frá því í fyrri leik liðanna og gerðu út um einvígið í fyrri hálfleik. Gerard Moreno kom Villareal yfir á 13. mínútu og tvöfaldaði forystuna á 36. mínútu leiksins.

Staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur leiksins. Villareal vann því einvígið 4-0 og er komið áfram í 8-liða úrslit.

Ajax gerði slíkt hið sama en liðið var 3-0 yfir eftir fyrri leik liðsins gegn Young Boys frá Sviss. David Deres skoraði um miðbik fyrri hálfleiks og Dusan Tadic úr vítaspyrnu í upphafi þess síðara. Lokatölur 2-0 og Ajax vinnur einvígið því samtals 5-0.

Villareal, Ajax, Slavia Prag, Manchester United, Arsenal, Dinamo Zagreb, Granda og Roma verða í pottinum er dregið verður í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu á morgun. Drátturinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.


Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Arsenal á­fram þrátt fyrir tap

Arsenal er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar þrátt fyrir 0-1 tap á gegn Olympiacos á heimavelli í kvöld. Arsenal vann fyrri leik liðanna í Grikklandi 3-1 og er því komið áfram. Lokatölur einvígisins 3-1 lærisveinum Mikel Arteta í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×