Mourinho áhyggjufullur eftir hörmulegt tap Tottenham | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. mars 2021 21:46 Mourinho í leik kvöldsins. EPA-EFE/ANTONIO BAT José Mourinho var myrkur í máli er hann ræddi við blaðamenn að loknu 3-0 tapi Tottenham Hotspur gegn Dinamo Zagreb í kvöld. Með því er Tottenham dottið út úr Evrópudeildinni og möguleikar liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu á næsta ári orðnir litlir sem engir. „Fyrir leik sagði ég leikmönnunum að sækja til sigurs. Sagði þeim að það væri ekki í lagi að tapa 0-1 eða 1-2, ekki fara í þá átt. Meira að segja í stöðunni 0-0 sagði ég þeim að treysta því ekki. Svo það hefur ekkert átt að koma þeim á óvart,“ sagði Mourinho og þvertók fyrir það að frammistaða Zagreb hafi komið sínum mönnum á óvart. „Hugarfar Dinamo var auðmjúkt. Atvinnumennska byrjar í hugarfarinu.“ „Auðvitað hef ég áhyggjur. Við lögðum mikið á okkur, við reyndum að búa til sem bestar aðstæður svo leikmenn gætu staðið sig. Auðvitað hef ég áhyggjur af því,“ sagði þjálfarinn aðspurður hvort hefði áhyggjur af því að leikmenn Tottenham virðast ekki hlusta á hann né bregðast við því sem hann segir. „Staða mín sem aðalþjálfara er staðan sem gerir það óþægilegt fyrir mig að vera hér fyrir framan myndavélar og fara djúpt í taktíska leikgreiningu. Ég vona að þið skiljið það. Ég trúi að við þurfum allir að vera nægilega auðmjúkir til að taka þeirri gagnrýni sem við fáum fyrir okkar vinnu. Það er ekki mitt að halda áfram að tala um það,“ sagði Mourinho að lokum og lét það hljóma eins og staða hans sem þjálfari Tottenham væri í hættu. You to listen to his Jose Mourinho interview He wears his heart on his sleeve as he looks at a horrible night for the club... pic.twitter.com/Wwi2THhPBH— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 18, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
„Fyrir leik sagði ég leikmönnunum að sækja til sigurs. Sagði þeim að það væri ekki í lagi að tapa 0-1 eða 1-2, ekki fara í þá átt. Meira að segja í stöðunni 0-0 sagði ég þeim að treysta því ekki. Svo það hefur ekkert átt að koma þeim á óvart,“ sagði Mourinho og þvertók fyrir það að frammistaða Zagreb hafi komið sínum mönnum á óvart. „Hugarfar Dinamo var auðmjúkt. Atvinnumennska byrjar í hugarfarinu.“ „Auðvitað hef ég áhyggjur. Við lögðum mikið á okkur, við reyndum að búa til sem bestar aðstæður svo leikmenn gætu staðið sig. Auðvitað hef ég áhyggjur af því,“ sagði þjálfarinn aðspurður hvort hefði áhyggjur af því að leikmenn Tottenham virðast ekki hlusta á hann né bregðast við því sem hann segir. „Staða mín sem aðalþjálfara er staðan sem gerir það óþægilegt fyrir mig að vera hér fyrir framan myndavélar og fara djúpt í taktíska leikgreiningu. Ég vona að þið skiljið það. Ég trúi að við þurfum allir að vera nægilega auðmjúkir til að taka þeirri gagnrýni sem við fáum fyrir okkar vinnu. Það er ekki mitt að halda áfram að tala um það,“ sagði Mourinho að lokum og lét það hljóma eins og staða hans sem þjálfari Tottenham væri í hættu. You to listen to his Jose Mourinho interview He wears his heart on his sleeve as he looks at a horrible night for the club... pic.twitter.com/Wwi2THhPBH— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 18, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira