Fótbolti

Rangers sá rautt tví­vegis og féll úr leik

Annað mark Rangers var einkar glæsilegt.
Annað mark Rangers var einkar glæsilegt. EPA-EFE/Ian MacNicol

Slavia Prag er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-0 sigur á Ibrox-vellinum í Glasgow í Skotlandi.

Mikil spenna var í leik Slavia Prag og Rangers en fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli. Það tók gestina frá Tékklandi aðeins fjórtán mínútur að komast yfir í kvöld. Peter Olayinka þar á ferð eftir sendingu Jan Boril.

Staðan var enn 0-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks en þegar klukkustund var liðin fékk Kemar Roofe beint rautt spjald fyrir að fara með sólann í andlitið á Ondrej Kolar, markverði Slavia Prag. Markvörðurinn þurfti að fara meiddur af velli og Roofe fékk reisupassann.

Rúmlega tíu mínútum síðar fékk Leon Balogun sitt annað gula spjald í liði Rangers og þar með rautt. Til að bæta gráu ofan á svart þá gerði Nicolae Stanciu sér lítið fyrir og tvöfaldaði forystu Slavia Prag úr aukaspyrnunni.

Staðan orðin 2-0 og reyndust að lokatölur leiksins. Lærisveinar Steven Gerrard fara því ekki lengra í Evrópu á þessu ári.


Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×