Fótbolti

Mold­e úr leik þrátt fyrir sigur á meðan Roma fór örugg­lega á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björn Bergmann í leik kvöldsins.
Björn Bergmann í leik kvöldsins. EPA-EFE/Tamas Kovacs

Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde sem vann Granada 2-1 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Granda vann fyrri leikinn 2-0 og fer því áfram í 8-liða úrslitin. Þá vann Roma 2-1 útisigur á Shakhtar Donetsk og einvígið þar með 5-1.

Jesus Vallejo skoraði sjálfsmark fyrir Granda þegar tæpur hálftími var liðinn í kvöld og Molde því aðeins marki frá því að knýja fram framlengingu er flautað var til hálfleiks. Gamla brýnið Roberto Soldado jafnaði metin fyrir Granada-menn á 72. mínútu og tryggði gestunum frá Spáni þar með farseðilinn í 8-liða úrslit.

Eirik Hestead skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma en Molde hefði þurft að vinna 4-1 til að komast áfram þar sem Granada vann fyrri leik liðanna. Lokatölur 2-1 Molde í vil en leikurinn fór fram á Puskas Arena í Ungverjalandi.

Björn Bergmann var tekinn af velli á 63. mínútu leiksins.

Í Úkraínu vann Roma 2-1 útisigur á Shakhtar Donetsk og einvígið þar með sannfærandi 5-1. Borja Mayoral kom Roma yfir í upphafi fyrri hálfleiks. Junior Moraes jafnaði metin þegar tæp klukkustund var liðin en Mayoral var aftur á ferðinni áður en leik lauk og tryggði Roma þar með sigur í báðum leikjum.

Granada, Roma og Arsenal eru því komin áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar en dregið verður í þau í hádeginu á morgun.


Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×