Innlent

Fjórar handtökur og húsleit á sex stöðum í tengslum við morðið í Rauðagerði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla hefur í málinu endurtekið leitt menn fyrir dóm með kröfu um gæsluvarðhald. Tólf höfðu stöðu sakbornings fyrir handtökurnar í dag.
Lögregla hefur í málinu endurtekið leitt menn fyrir dóm með kröfu um gæsluvarðhald. Tólf höfðu stöðu sakbornings fyrir handtökurnar í dag. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra í morgun í tengslum við rannsókn Rauðagerðis-málsins svokallaða og framkvæmdi húsleit á sex stöðum í umdæminu og utan þess. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 

Þar segir einnig að búast megi við annarri tilkynningu frá lögreglu vegna fyrrnefndar aðgerða þegar frekari upplýsingar liggja fyrir, mögulega síðar í dag.

Fram kom á Vísi í morgun að hinn látni hefði verið skotinn níu sinnum þegar honum var banað þann 13. febrúar síðastliðinn.

Einn var úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í gær vegna málsins, annar í vikulangt varðhald auk þess sem gæsluvarðhald yfir þriðja aðila rennur út í næstu viku. Þá sæta fleiri farbanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×