Palestínsk yfirvöld í slæmum félagsskap Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 18. mars 2021 07:31 Í síðustu viku greindi Reuters-fréttaveitan frá birtingu tillögu að stofnun fyrirhugaðra alþjóðasamtaka. Sextán aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ásamt ríkisstjórn Palestínu koma að tillögunni[1]. Þeirra á meðal eru Íran, Kína, Norður-Kórea, Rússland, Sýrland og Venesúela. Samtökin munu kallast “Vinahópur til varnar stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna”. Samtökin munu leggja sérstaka áhersla á að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna virði stofnsáttmála þeirra, nánar tiltekið þá grein sáttmálans sem kveður á um að óheimilt sé fyrir aðildarríki að skipta sér af öðrum ríkjum vegna mála „sem koma í aðalatriðum undir eigin lögsögu ríkis“.[2] Það er augljóslega ekki tilviljun að ríkin sem koma að tillögunni hafa flest verið beitt einhliða viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum vegna ítrekaðra mannréttindabrota undanfarinn áratug. Með hinum nýstofnuðu samtökum hyggjast þau beita alþjóðasamfélagið þrýstingi til að láta af slíkum aðgerðum óháð stöðu mannréttinda innan ríkjanna. Það er vert að taka fram að einhliða þvingunaraðgerðir eru ekki óheimilar samkvæmt lögum Sameinuðu þjóðanna sé þeim beitt til að koma í veg fyrir mannréttindabrot. Yfirvöld í Kína hafa hins vegar látið í veðri vaka að tilgangur slíkra aðgerða sé að þvinga fram pólitískar kerfisbreytingar og að á þeim forsendum séu þær ólöglegar.[3] Nýja tillagan byggir einnig á þessari orðræðu og er jafnframt álíka gegnsæ tilraun til að draga athyglina frá þeim mannréttindabrotum sem eru framin á degi hverjum innan ríkjanna sem að henni koma. Margir munu líklega velta fyrir sér hvaða hag palestínsk yfirvöld gætu haft af því að stilla sér upp á meðal ríkja sem hafa ítrekað virt mannréttindi eigin þegna að vettugi. Hafa palestínsk yfirvöld áhyggjur af því að vera dregin til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot? Sjá þau fyrrnefnd ríki sem trausta bandamenn í þrálátri baráttu sinni við Ísraelsríki? Hvert svo sem svarið er verður seint sagt að aðkoma þeirra að tillögunni sé þeim til framdráttar. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.reuters.com/article/us-china-usa-un/china-iran-north-korea-seek-support-at-u-n-to-push-back-against-unilateral-force-sanctions-idUSKBN2B335J [2] https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ [3] https://www.fmprc.gov.cn/mfa_eng/wjb_663304/zwjg_665342/zwbd_665378/t1838004.shtml Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku greindi Reuters-fréttaveitan frá birtingu tillögu að stofnun fyrirhugaðra alþjóðasamtaka. Sextán aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ásamt ríkisstjórn Palestínu koma að tillögunni[1]. Þeirra á meðal eru Íran, Kína, Norður-Kórea, Rússland, Sýrland og Venesúela. Samtökin munu kallast “Vinahópur til varnar stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna”. Samtökin munu leggja sérstaka áhersla á að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna virði stofnsáttmála þeirra, nánar tiltekið þá grein sáttmálans sem kveður á um að óheimilt sé fyrir aðildarríki að skipta sér af öðrum ríkjum vegna mála „sem koma í aðalatriðum undir eigin lögsögu ríkis“.[2] Það er augljóslega ekki tilviljun að ríkin sem koma að tillögunni hafa flest verið beitt einhliða viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum vegna ítrekaðra mannréttindabrota undanfarinn áratug. Með hinum nýstofnuðu samtökum hyggjast þau beita alþjóðasamfélagið þrýstingi til að láta af slíkum aðgerðum óháð stöðu mannréttinda innan ríkjanna. Það er vert að taka fram að einhliða þvingunaraðgerðir eru ekki óheimilar samkvæmt lögum Sameinuðu þjóðanna sé þeim beitt til að koma í veg fyrir mannréttindabrot. Yfirvöld í Kína hafa hins vegar látið í veðri vaka að tilgangur slíkra aðgerða sé að þvinga fram pólitískar kerfisbreytingar og að á þeim forsendum séu þær ólöglegar.[3] Nýja tillagan byggir einnig á þessari orðræðu og er jafnframt álíka gegnsæ tilraun til að draga athyglina frá þeim mannréttindabrotum sem eru framin á degi hverjum innan ríkjanna sem að henni koma. Margir munu líklega velta fyrir sér hvaða hag palestínsk yfirvöld gætu haft af því að stilla sér upp á meðal ríkja sem hafa ítrekað virt mannréttindi eigin þegna að vettugi. Hafa palestínsk yfirvöld áhyggjur af því að vera dregin til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot? Sjá þau fyrrnefnd ríki sem trausta bandamenn í þrálátri baráttu sinni við Ísraelsríki? Hvert svo sem svarið er verður seint sagt að aðkoma þeirra að tillögunni sé þeim til framdráttar. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://www.reuters.com/article/us-china-usa-un/china-iran-north-korea-seek-support-at-u-n-to-push-back-against-unilateral-force-sanctions-idUSKBN2B335J [2] https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ [3] https://www.fmprc.gov.cn/mfa_eng/wjb_663304/zwjg_665342/zwbd_665378/t1838004.shtml
Heimildir [1] https://www.reuters.com/article/us-china-usa-un/china-iran-north-korea-seek-support-at-u-n-to-push-back-against-unilateral-force-sanctions-idUSKBN2B335J [2] https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ [3] https://www.fmprc.gov.cn/mfa_eng/wjb_663304/zwjg_665342/zwbd_665378/t1838004.shtml
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun