Körfubolti

Ó­væntur sigur KR í Kefla­vík og spennu­sigur Hauka í Ólafs­sal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikilvægur sigur Hauka í kvöld.
Mikilvægur sigur Hauka í kvöld. vísir/vilhelm

KR gerði sér lítið fyrir og sótti tvö stig til Keflavíkur er liðin mættust í Domino's deild kvenna í kvöld.

Lokatölur urðu 81-75 sigur KR sem var 44-40 yfir er liðin gengu til búningsherbergja. Spennan hélt allt til enda en KR var sterkari aðilinn.

Annika Holopainen var stigahæst í KR-liðinu með 23 stig og tólf fráköst en Taryn Ashley Mc Cutcheon kom næst með sautján stig og fjórtán fráköst.

Anna Ingunn Svansdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með nítján stig. Salbjörg Ragna Sævarsdóttir bætti við sautján stigum og tólf fráköstum.

KR er eftir sigurinn þó enn á botni deildarinnar með fjögur stig en Keflavík er í öðru sætinu, með 22 stig.

Það var annar spennuleikur í Ólafssal þar sem Haukar unnu nauman sigur á Skallagrím, 73-69, eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik 34-34.

Alyesha Lovett skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst auk þdess að gefa sjö stoðsendingar í liði Hauka. Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með þrettán stig og tók fjögur fráköst.

Keira Breeanne Robinson gerði 30 stig fyrir gestina. Hún tók að auki tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir bætti við tólf stigum og ellefu fráköstum.

Haukar eru í þriðja sætinu með 20 stig en Skallagrímur er í því fimmta með tólf stig.

Fjölnir vann átta sigur á Snæfell, 79-71, eftir að hafa verið 45-28 yfir í hálfleik.

Gestirnir úr Stykkishólmi náðu aðeins að saxa niður forystu Fjölnis í síðari hálfleik en Fjölnissigur varð þó niðurstaðan.

Ariel Hearn var með nítján stig, sautján fráköst og átta stoðsendingar í liði Fjölnis og Lina Pikciuté gerði átján stig og tók fjórtán fráköst.

Haiden Denise Palmer var með 29 stig og tók 22 fráköst í liði Snæfells auk þess að gefa sex stoðsendingar. Anna Soffía Lárusdóttir bætti við nítján stigum og níu fráköstum.

Fjölnir er í fjórða sæti með sextán stig en Snæfell í því næst neðsta með fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×