Fordæma handtökur á stjórnarandstæðingum í Bólivíu Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2021 09:27 Jeanine Áñez þegar hún var flutt í kvennafangelsi í La Paz. Hún er í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn á því hvort hún hafi átt þátt í valdaráni stendur yfir. Vísir/EPA Mannréttindasamtök og Samtök Ameríkuríkja gagnrýna harðlega handtökur á Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta Bólivíu, og fleiri stjórnmálamönnum og saka stjórnvöld um að misbeita réttarkerfinu á pólitískan hátt. Saksóknarar saka Áñez um aðild að valdaráni. Áñez var handtekin um helgina og á að sitja í fangelsi næstu fjóra mánuðina vegna ásakana saksóknara um að hún hafi átt þátt í að koma Evó Morales, fyrrverandi forseta, frá völdum árið 2019. Flokkur Morales komst aftur til valda í kosningum í fyrra. Auk Áñez voru orku- og dómsmálaráðherrar í skammlífri ríkisstjórn hennar handteknir og sakaðir um hryðjuverk, uppreisn og samsæri í tengslum við valdarán. Handtökuskipanir á hendur aðgerðasinnum og fyrrverandi her- og lögregluforingjum hafa einnig verið gefnar út, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Samtök Ameríkuríkja (OAS) sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarkerfið væri orðið að kúgunartæki stjórnarflokksins í Bólivíu og að það gæti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld, hlutleysi og réttláta málsmeðferð. Eftirlitsmenn samtakanna töldu svik hafa verið framin í kosningunum árið 2019 sem urðu til þess að Morales hrökklaðist frá völdum. Bólivísku saksóknararnir saka Áñez um að hafa unnið með bandamönnum sínum innan öryggissveita landsins til þess að þvinga Morales til að segja af sér í skugga harðra mótmæla í kjölfar umdeildra kosninga í landinu. Morales flúði land ásamt nokkrum leiðtogum flokks hans á þingi. Áñez, sem var leiðtogi lítils íhaldsflokks á þingi, tók þá við forsetaembættinu. Hún segist hafa fylgt ákvæðum stjórnarskrárinnar um hver tæki við embættinu. Iván Lima, dómsmálaráðherra, segist ætla að krefjast þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Áñez verði hún fundin sek. Bólivía Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Áñez var handtekin um helgina og á að sitja í fangelsi næstu fjóra mánuðina vegna ásakana saksóknara um að hún hafi átt þátt í að koma Evó Morales, fyrrverandi forseta, frá völdum árið 2019. Flokkur Morales komst aftur til valda í kosningum í fyrra. Auk Áñez voru orku- og dómsmálaráðherrar í skammlífri ríkisstjórn hennar handteknir og sakaðir um hryðjuverk, uppreisn og samsæri í tengslum við valdarán. Handtökuskipanir á hendur aðgerðasinnum og fyrrverandi her- og lögregluforingjum hafa einnig verið gefnar út, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Samtök Ameríkuríkja (OAS) sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarkerfið væri orðið að kúgunartæki stjórnarflokksins í Bólivíu og að það gæti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld, hlutleysi og réttláta málsmeðferð. Eftirlitsmenn samtakanna töldu svik hafa verið framin í kosningunum árið 2019 sem urðu til þess að Morales hrökklaðist frá völdum. Bólivísku saksóknararnir saka Áñez um að hafa unnið með bandamönnum sínum innan öryggissveita landsins til þess að þvinga Morales til að segja af sér í skugga harðra mótmæla í kjölfar umdeildra kosninga í landinu. Morales flúði land ásamt nokkrum leiðtogum flokks hans á þingi. Áñez, sem var leiðtogi lítils íhaldsflokks á þingi, tók þá við forsetaembættinu. Hún segist hafa fylgt ákvæðum stjórnarskrárinnar um hver tæki við embættinu. Iván Lima, dómsmálaráðherra, segist ætla að krefjast þrjátíu ára fangelsisdóms yfir Áñez verði hún fundin sek.
Bólivía Tengdar fréttir Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi forseta Saksóknarar í Bólivíu hafa gefið út handtökuskipun á hendur Jeanine Áñez, fyrrverandi starfandi forseta landsins, og nokkrum fyrrverandi ráðherrum. Áñez er sökuð um að hafa tekið þátt í valdaráni gegn Evó Morales, fyrrverandi forseta. Sjálf segist hún fórnarlamb pólitískra hefnda flokks Morales sem er nú aftur við völd. 13. mars 2021 09:19