Fótbolti

PSG og AC Milan töpuðu bæði á heima­velli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik AC Milan og Napoli í kvöld.
Úr leik AC Milan og Napoli í kvöld. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

Frakklandsmeistarar PSG tapaði óvænt gegn fallbaráttuliði Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá vann Napoli 1-0 útisigur á AC Milan.

Paris Saint-Germain tapaði einkar óvænt gegn Nantes á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þó liðið hafi hent Barcelona út úr Meistaradeild Evrópu í liðinni viku þá var frammistaðan í síðari leik liðanna ekki góð og sama má segja um leik kvöldsins.

Julian Draxler kom reyndar PSG yfir í fyrri hálfleik og staðan 1-0 meisturunum í vil er flautað var til hálfleiks. Randal Kolo Muani jafnaði metin fyrir Nantes þegar tæpur klukkutími var liðinn og á 71. mínútu skoraði Moses Simon það sem reyndist sigurmarkið.

Lokatölur 2-1 gestunum í vil og Nantes nú komið með 27 stig í 18. sæti deildarinnar, stigi frá öruggu sæti. PSG er hins vegar í 2. sæti deildarinnar með 60 stig, þremur stigum minna en Lille sem trónir á toppi deildarinnar.

Á San Siro í Mílanó-borg voru Napoli í heimsókn. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Matteo Politano á 49. mínútu og reyndist það eina mark leiksins. Ante Rebic lét reka sig út af undir lok leiks og AC Milan því manni færri er flautað var til leiksloka.

Lokatölur 1-0 Napoli í vil sem þýðir að Napoli er nú í 5. sæti með 50 stig á meðan Milan er í 2. sæti með 56 stig.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×