Hvítrússar íhuga að senda inn nýtt lag í Júróvisjón Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 12:26 Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússland, gæti hér allt eins verið að skrifa texta að nýju Júróvisjónlagi. Í raun er hann þó að skrifa punkta á fundi með góðvini sínum Vladímír Pútín Rússlandsforseta í febrúar. Vísir/EPA Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir mögulegt að ríkisútvarp landsins sendi inn nýtt lag í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eftir að upphaflegu framlagi hennar var hafnað sem of pólitísku. Hljómsveitin sem flutti lagið hefur ítrekað hæðst að mótmælendum Lúkasjenka og ríkisstjórnar hans. Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU) hótuðu því að vísa Hvíta-Rússlandi úr keppni ef landið breytti ekki laginu sem það sendi inn eða sendi inn nýtt lag í keppnina. Í laginu „Ég skal kenna þér“ er meðal annars línan „Ég skal kenna þér að hlýða“. Mikill órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi undanfarna mánuði. Lúkasjenka forseti var sakaður um stórfelld kosningasvik í ágúst. Ríkisstjórn hans brást með offorsi við fjöldamótmælum í kjölfarið. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa sumir hrökklast úr landi vegna þess. Stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi brugðust reiðir við laginu og að minnsta kosti einn Evrópuþingmaður krafðist þess að landinu yrði vísað úr keppni. Hljómsveitin Galasy ZMesta hefur ítrekað hæðst að mótmælendum og stjórnarandstæðingum í lögum sínum. Lúkasjenka, sem hefur sakað vestræn ríki um að reyna að steypa sér af stóli, sagði frávísun Júróvisjónlagsins lið í þeirri þrýstingsherferð í fyrstu opinberu ummælum sínum um málið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við gerum annað lag. Þið munið sjá að þetta er allt pólitískt,“ sagði forsetinn. Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. 11. mars 2021 14:12 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Evrópusamtök útvarpsstöðva (EBU) hótuðu því að vísa Hvíta-Rússlandi úr keppni ef landið breytti ekki laginu sem það sendi inn eða sendi inn nýtt lag í keppnina. Í laginu „Ég skal kenna þér“ er meðal annars línan „Ég skal kenna þér að hlýða“. Mikill órói hefur ríkt í Hvíta-Rússlandi undanfarna mánuði. Lúkasjenka forseti var sakaður um stórfelld kosningasvik í ágúst. Ríkisstjórn hans brást með offorsi við fjöldamótmælum í kjölfarið. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa sumir hrökklast úr landi vegna þess. Stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi brugðust reiðir við laginu og að minnsta kosti einn Evrópuþingmaður krafðist þess að landinu yrði vísað úr keppni. Hljómsveitin Galasy ZMesta hefur ítrekað hæðst að mótmælendum og stjórnarandstæðingum í lögum sínum. Lúkasjenka, sem hefur sakað vestræn ríki um að reyna að steypa sér af stóli, sagði frávísun Júróvisjónlagsins lið í þeirri þrýstingsherferð í fyrstu opinberu ummælum sínum um málið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við gerum annað lag. Þið munið sjá að þetta er allt pólitískt,“ sagði forsetinn.
Eurovision Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31 Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. 11. mars 2021 14:12 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Hvít-Rússar reknir úr Eurovision Samband evrópska sjónvarpsstöðva EBU hefur tekið þá ákvörðun að víkja Hvítrússum úr keppni í Eurovision. 11. mars 2021 15:31
Framlag Hvítrússa í Júróvisjón vekur reiði mótmælenda Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi andmælir nú harðlega ákvörðun ríkisútvarps landsins um að velja hljómsveit sem hefur hæðst að mótmælum gegn Alexander Lúkasjenka, forseta, sem framlag sitt til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. 11. mars 2021 14:12