Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 11:21 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York. Vísir/EPA Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. Chuck Schumer, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður, kölluðu bæði eftir því að Cuomo stigi til hliðar í gær. Áður hafði hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata frá New York, þar á meðal Alexandria Ocasio-Cortez, gert það sama. „Vegna fjölda trúverðugra ásakana um kynferðislega áreitni og misferli er það ljóst að Cuomo ríkisstjóri hefur tapað trausti meðstjórnenda sinna og íbúa New York,“ sögðu Schumer og Gillibrand í sameiginlegri yfirlýsingu. Þrátt fyrir það situr Cuomo fastur við sinn keip og segist ekki ætla að segja af sér. Hann sagði í gær að það væri „hættulegt“ að stjórnmálamenn bæðu aðra um að segja af sér án þess að hafa allar staðreyndir máls, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Ríkisstjórinn hefur beðist afsökunar á sumum þeim atvikum sem konurnar hafa lýst en fullyrðir að aðrar ásakanir séu uppspuni. Á sjötta tug ríkisþingmanna Demókrataflokksins hafa einnig hvatt Cuomo til að segja af sér. Dómsmálanefnd ríkisþingins hóf rannsókn á mögulegum embættisbrotum Cuomo í vikunni. Sú rannsókn gæti leitt til kæru og jafnvel embættismissis. Auk ásakanna kvennanna situr Cuomo undir harðri gagnrýni fyrir að hafa reynt að fela raunverulegan fjölda látinna á hjúkrunarheimilum í New York í kórónuveirufaraldrinu. Ríkisstjóranum hafði áður verið hampað fyrir afgerandi viðbrögð við faraldrinum. Bandaríkin Mál Andrew Cuomo MeToo Tengdar fréttir Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26 Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. 8. mars 2021 17:04 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Sjá meira
Chuck Schumer, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður, kölluðu bæði eftir því að Cuomo stigi til hliðar í gær. Áður hafði hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata frá New York, þar á meðal Alexandria Ocasio-Cortez, gert það sama. „Vegna fjölda trúverðugra ásakana um kynferðislega áreitni og misferli er það ljóst að Cuomo ríkisstjóri hefur tapað trausti meðstjórnenda sinna og íbúa New York,“ sögðu Schumer og Gillibrand í sameiginlegri yfirlýsingu. Þrátt fyrir það situr Cuomo fastur við sinn keip og segist ekki ætla að segja af sér. Hann sagði í gær að það væri „hættulegt“ að stjórnmálamenn bæðu aðra um að segja af sér án þess að hafa allar staðreyndir máls, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Ríkisstjórinn hefur beðist afsökunar á sumum þeim atvikum sem konurnar hafa lýst en fullyrðir að aðrar ásakanir séu uppspuni. Á sjötta tug ríkisþingmanna Demókrataflokksins hafa einnig hvatt Cuomo til að segja af sér. Dómsmálanefnd ríkisþingins hóf rannsókn á mögulegum embættisbrotum Cuomo í vikunni. Sú rannsókn gæti leitt til kæru og jafnvel embættismissis. Auk ásakanna kvennanna situr Cuomo undir harðri gagnrýni fyrir að hafa reynt að fela raunverulegan fjölda látinna á hjúkrunarheimilum í New York í kórónuveirufaraldrinu. Ríkisstjóranum hafði áður verið hampað fyrir afgerandi viðbrögð við faraldrinum.
Bandaríkin Mál Andrew Cuomo MeToo Tengdar fréttir Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26 Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. 8. mars 2021 17:04 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Sjá meira
Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26
Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. 8. mars 2021 17:04