Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 79 - 100 | Þórsarar niðurlægðu Haukana og unnu sinn þriðja leik í röð Andri Már Eggertsson skrifar 14. mars 2021 21:45 vísir/vilhelm Þór Akureyri kafsigldu botnliði Hauka og unnu sinn þriðja leik í röð í Dominos-deild karla. Þórsarar tóku við sér í byrjun annans leikhluta og litu aldrei um öxl eftir það og unnu á endanum auðveldan sigur 79 - 100. Það var ljóst að mikið var undir í Ólafssal þar sem nýliðar Þórs mættu í heimsókn. Jafnræði var með liðunum í fyrsta fjórðung. Liðin skiptust á að ná forystu leiksins og var staðan 16 - 16 eftir tæplega 7 mínútna leik. Þór fóru að hitta úr skotunum sínum utan af velli, í upphafi leiks voru þeir í vandræðum með það og voru þeir mikið að skora af vítalínunni til að byrja með leiks. Leið og stíflan brast hjá Þórs liðinu tóku þeir öll völd á vellinum sem Haukarnir áttu fá svör við. Boltinn fékk að fljóta talsvert betur hjá Þórs liðinu en hjá Haukunum sem gaf þeim opinn og góða skot vinkla sem þeir nýttu sér. Þórsarar gáfu 12 stoðsendingar fyrsta korterið á meðan Haukarnir gáfu aðeins 5. Þegar haldið var til hálfleiks var staðan 32 - 48 fyrir gestunum og útlitið svart fyrir botnliðið. Þórsarar voru allsráðandi inn í teignum í fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu 24 stig og tóku 25 fráköst. Sjaldséður loftbolti í vítaskoti leit dagsins ljós í seinni hálfleik frá Breka Gylfasyni sem undirstrikaði það að þetta var ekki dagur Haukana. Þórsarar byggðu ofan á góðan fyrri hálfleik og var staðan fljótlega orðin 42 - 66 gestunum í vil og mátti sjá mikið andleysi í leik Hauka. Leikurinn endaði með stórsigri Þórs 79 - 100 sem eru á miklu flugi þessa stundina og hafa nú unnið þrjá leiki í röð. Af hverju vann Þór? Fyrri hálfleikur Þórs var frábær. Þeir létu boltann ganga talsvert betur en Haukar og voru Þórsarar búnir að gefa 12 stoðsendingar eftir tæplega 15. mínútna leik. Það var mikil barrátta í Þórs liðinu inn í teig bæði í vörn og sókn. Þeir taka 15 fleiri fráköst en Haukarnir og skora 16 stigum meira en Haukar inn í teignum. Hverjir stóðu upp úr? Byrjunarlið Þórs í heild sinni vann þennan leik. Ragnar Ágústsson gerði þrjú stig í kvöld og var eini leikmaður Þórs sem kom af bekknum og skoraði, annars voru hin 97 stigin gerð af byrjunarliðinu. Dedrick Deon Basile átti góðan leik fyrir Þór, hann sá algjörlega um það að koma hreyfingu á boltann og finna þá sem voru með opnir. Dedrick gerði 19 stig, tók 6 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Spennustig Hauka var óásættanlegt, það var ekki að sjá að þeir væru á botni deildarinnar að berjast fyrir lífi sínu og vantaði mikið upp á barráttuna. Boltinn gekk illa á milli manna sem gerði það að verkum að þeir voru að taka mjög þvinguð skot. Haukar gáfu 14 stoðsendingar í öllum leiknum sem er einni stoðsendingu minna en Dedrick Basile leikmaður Þórs gerði. Hvað gerist næst? Haukar leika annan heimaleik sinn í röð næsta fimmtudag á móti Grindavík klukkan 20:15 í Ólafssal. Næsta föstudag fá Þórsarar ÍR í heimsókn norður á Akureyri. Leikurinn hefst klukkan 18:15. Israel Martin: Það er undir okkur komið hvar við spilum á næsta ári Israel Martin er þjálfari Hauka. vísir/bára „Ég vill óska Þór Akureyri til hamingju með sigurinn, þeir hafa verið frábærir í síðustu þremur leikjum," sagði Israel Martin þjálfari Hauka þungur á brún. „Þeir sýndu miklu meiri orku í kvöld heldur en við. Þeir skoruðu 30 stig í fyrsta leikhluta sem var algjörlega okkur að kenna, við fórum að klikka á skotunum okkar í öðrum leikhluta þar sem við hittum aðeins úr sjö skotum sem drepur sjálfstraustið í liðinu." Þór Akureyri voru allt í öllu inn í teig á báðum endum vallrins sem Haukar áttu í miklum erfiðleikum með. „Þór er eitt af bestu liðum landsins undir körfunni það er þeirra styrkleiki, þeir eru duglegir og berjast fyrir hverjum einasta bolta sem við erum ekki góðir í og veðrum að bæta í okkar leik." „Í seinni hálfleik reyndum við að breyta um áherslur varnarlega þar sem við réðum ekkert við þá í einn á einn stöðu." Staðan er svört fyrir Hauka, þeir eru á botni deildarinnar aðeins búnir að vinna þrjá leiki og eru ekki mörg teikn á lofti um að liðið muni snúa genginu sér í hag. „Örlögin eru algjörlega undir okkur komið hvar við endum í deildinni, við verðum að trúa á okkur sjálfa og berjast enn meira fyrir öllu mögulegu. Næsti leikur er á móti Grindavík og ætlum við að koma vel undirbúnir í þann leik," sagði Israel Martin að lokum og bætti við að þó þeir séu að missa af tækifærum verða þeir að halda áfram að hafa trú á verkefninu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Haukar Þór Akureyri
Þór Akureyri kafsigldu botnliði Hauka og unnu sinn þriðja leik í röð í Dominos-deild karla. Þórsarar tóku við sér í byrjun annans leikhluta og litu aldrei um öxl eftir það og unnu á endanum auðveldan sigur 79 - 100. Það var ljóst að mikið var undir í Ólafssal þar sem nýliðar Þórs mættu í heimsókn. Jafnræði var með liðunum í fyrsta fjórðung. Liðin skiptust á að ná forystu leiksins og var staðan 16 - 16 eftir tæplega 7 mínútna leik. Þór fóru að hitta úr skotunum sínum utan af velli, í upphafi leiks voru þeir í vandræðum með það og voru þeir mikið að skora af vítalínunni til að byrja með leiks. Leið og stíflan brast hjá Þórs liðinu tóku þeir öll völd á vellinum sem Haukarnir áttu fá svör við. Boltinn fékk að fljóta talsvert betur hjá Þórs liðinu en hjá Haukunum sem gaf þeim opinn og góða skot vinkla sem þeir nýttu sér. Þórsarar gáfu 12 stoðsendingar fyrsta korterið á meðan Haukarnir gáfu aðeins 5. Þegar haldið var til hálfleiks var staðan 32 - 48 fyrir gestunum og útlitið svart fyrir botnliðið. Þórsarar voru allsráðandi inn í teignum í fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu 24 stig og tóku 25 fráköst. Sjaldséður loftbolti í vítaskoti leit dagsins ljós í seinni hálfleik frá Breka Gylfasyni sem undirstrikaði það að þetta var ekki dagur Haukana. Þórsarar byggðu ofan á góðan fyrri hálfleik og var staðan fljótlega orðin 42 - 66 gestunum í vil og mátti sjá mikið andleysi í leik Hauka. Leikurinn endaði með stórsigri Þórs 79 - 100 sem eru á miklu flugi þessa stundina og hafa nú unnið þrjá leiki í röð. Af hverju vann Þór? Fyrri hálfleikur Þórs var frábær. Þeir létu boltann ganga talsvert betur en Haukar og voru Þórsarar búnir að gefa 12 stoðsendingar eftir tæplega 15. mínútna leik. Það var mikil barrátta í Þórs liðinu inn í teig bæði í vörn og sókn. Þeir taka 15 fleiri fráköst en Haukarnir og skora 16 stigum meira en Haukar inn í teignum. Hverjir stóðu upp úr? Byrjunarlið Þórs í heild sinni vann þennan leik. Ragnar Ágústsson gerði þrjú stig í kvöld og var eini leikmaður Þórs sem kom af bekknum og skoraði, annars voru hin 97 stigin gerð af byrjunarliðinu. Dedrick Deon Basile átti góðan leik fyrir Þór, hann sá algjörlega um það að koma hreyfingu á boltann og finna þá sem voru með opnir. Dedrick gerði 19 stig, tók 6 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Spennustig Hauka var óásættanlegt, það var ekki að sjá að þeir væru á botni deildarinnar að berjast fyrir lífi sínu og vantaði mikið upp á barráttuna. Boltinn gekk illa á milli manna sem gerði það að verkum að þeir voru að taka mjög þvinguð skot. Haukar gáfu 14 stoðsendingar í öllum leiknum sem er einni stoðsendingu minna en Dedrick Basile leikmaður Þórs gerði. Hvað gerist næst? Haukar leika annan heimaleik sinn í röð næsta fimmtudag á móti Grindavík klukkan 20:15 í Ólafssal. Næsta föstudag fá Þórsarar ÍR í heimsókn norður á Akureyri. Leikurinn hefst klukkan 18:15. Israel Martin: Það er undir okkur komið hvar við spilum á næsta ári Israel Martin er þjálfari Hauka. vísir/bára „Ég vill óska Þór Akureyri til hamingju með sigurinn, þeir hafa verið frábærir í síðustu þremur leikjum," sagði Israel Martin þjálfari Hauka þungur á brún. „Þeir sýndu miklu meiri orku í kvöld heldur en við. Þeir skoruðu 30 stig í fyrsta leikhluta sem var algjörlega okkur að kenna, við fórum að klikka á skotunum okkar í öðrum leikhluta þar sem við hittum aðeins úr sjö skotum sem drepur sjálfstraustið í liðinu." Þór Akureyri voru allt í öllu inn í teig á báðum endum vallrins sem Haukar áttu í miklum erfiðleikum með. „Þór er eitt af bestu liðum landsins undir körfunni það er þeirra styrkleiki, þeir eru duglegir og berjast fyrir hverjum einasta bolta sem við erum ekki góðir í og veðrum að bæta í okkar leik." „Í seinni hálfleik reyndum við að breyta um áherslur varnarlega þar sem við réðum ekkert við þá í einn á einn stöðu." Staðan er svört fyrir Hauka, þeir eru á botni deildarinnar aðeins búnir að vinna þrjá leiki og eru ekki mörg teikn á lofti um að liðið muni snúa genginu sér í hag. „Örlögin eru algjörlega undir okkur komið hvar við endum í deildinni, við verðum að trúa á okkur sjálfa og berjast enn meira fyrir öllu mögulegu. Næsti leikur er á móti Grindavík og ætlum við að koma vel undirbúnir í þann leik," sagði Israel Martin að lokum og bætti við að þó þeir séu að missa af tækifærum verða þeir að halda áfram að hafa trú á verkefninu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti