Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2021 13:04 Aldís ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum við dómsuppsöguna í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn rétt í þessu. Dómurinn hefur ekki verið birtur. Starfsmaður dómstólsins tjáði blaðamönnum að dómurinn yrði nafnhreinsaður í dag og í framhaldinu birtur. Jón Baldvin stefndi Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu til réttargæslu vegna ummæla sem féllu í Morgunútvarpinu á Rás 2 þann 17. janúar 2019. Um var að ræða níu ummæli Aldísar og fern ummæli Sigmars í þættinum og ein ummæli sem féllu á Facebook. Ummælin sem dæmd voru ómerkt voru annars vegar Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn sem féllu í Morgunútvarpinu og hins vegar og sigra hann og hans barnaníðingabandalag sem féllu á Facebook nokkru síðar. Sigmar var sýknaður af ummælum sínum. Hin umdeildu ummæli má sjá að neðan. Ummælin fjórtán sem málið snýst um Ummæli Aldísar í Morgunútvarpinu. 1. … hann fær mig undir fölsku yfirskini til að heimsækja afa minn … mér var haldið inni þarna í mánuð sem sagt ólöglega.“ 2. … já Fimm sinnum á næstu 10 árum kastast í kekki milli mín og Jóns Baldvins Hannibalssonar og því lyktaði ávalt með því að (sic) sigaði á mig lögreglu sem handtók mig, hann var náttúrlega utanríkisráðherra … 3. Hann gat bara þaðan í frá, þáverandi utanríkisráðherra og síðar sendiherra, virðist vera að hringja bara í lögreglu og þá var ég þar með handtekin, umsvifalaust í járnum, farið með mig upp á geðdeild … 4. … hann er þá líka að misnota lítil börn. 5. … ég neita að skilja þau eftir í umsjón karls sem káfar á litlum stúlkubörnum. 6. Og sem sagt 10 mínútum eftir að ég kæri Jón Baldvin þá hringir dyrabjallan. Þar ruddust þarna inn tveir lögreglumenn ef ekki þrír og ég, þegar ég sé það þá reyni ég að loka en auðvitað tókst mér það ekki, þeir ryðjast þá þar með inn og þeir svara mér engu, ryðjast inn í stofu þar sem dóttir mín 5 ára gömul er að lesa og þegar barnið er tekið frá mér þá verð ég æf. 7. … það er faðir minn sem stendur fyrir því að hér eigi að loka mig inni. 8. Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn. 9. … nauðungarvistun án dóms og laga er þá ólögmæt frelsissvipting… Facebook, 5. febrúar 2019, höfundur stefnda Aldís. 10. … og sigra hann og hans barnaníðingabandalag. Morgunútvarp, Rás 2, 17. janúar 2019, höfundur og flytjandi stefndi Sigmar, til vara stefnda Aldís. 11. … að Jón Baldvin hafi notað aðstöðu sína sem sendiherra til að láta nauðungarvista hana á geðdeild. 12. Sá fundur Aldísar og Jóns Baldvins segir hana hafa reynst sér örlagaríkur og orðið til þess að hún var í fyrsta sinn nauðungarvistuð á geðdeild. 13. … að Jón Baldvin hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld og geðdeild með það fyrir augum að fá hana nauðungarvistaða í enn eitt skiptið. 14. Þar segir hún einnig að Jón Baldvin hafi framið sifjaspell þegar hún var fullorðin kona. Aldís var viðstödd dómsuppsöguna í málinu en Jón Baldvin og Sigmar mættu ekki. Aðalmeðferð í málinu fór fram þann 14. febrúar síðastliðinn eins og fjallað var um ítarlega á Vísi. Blaðamaður lýsti framburði aðila og vitna sem sláandi en meint sifjaspjell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem bar á góma. Rakin voru átakanleg mál sem hafa klofið fjölskyldu og í raun neytt fjölmarga misviljuga til að taka afstöðu til mála sem ekki liggja ljós fyrir eðli máls samkvæmt, með og á móti hinum og þessum. Út frá ólíkum forsendum. Hvort niðurstaða fáist í þau mál öll saman verður að koma í ljós en afstaða héraðsdóms varðandi ummælin sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2 liggur nú fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Tjáningarfrelsi Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn rétt í þessu. Dómurinn hefur ekki verið birtur. Starfsmaður dómstólsins tjáði blaðamönnum að dómurinn yrði nafnhreinsaður í dag og í framhaldinu birtur. Jón Baldvin stefndi Aldísi, Sigmari og Ríkisútvarpinu til réttargæslu vegna ummæla sem féllu í Morgunútvarpinu á Rás 2 þann 17. janúar 2019. Um var að ræða níu ummæli Aldísar og fern ummæli Sigmars í þættinum og ein ummæli sem féllu á Facebook. Ummælin sem dæmd voru ómerkt voru annars vegar Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn sem féllu í Morgunútvarpinu og hins vegar og sigra hann og hans barnaníðingabandalag sem féllu á Facebook nokkru síðar. Sigmar var sýknaður af ummælum sínum. Hin umdeildu ummæli má sjá að neðan. Ummælin fjórtán sem málið snýst um Ummæli Aldísar í Morgunútvarpinu. 1. … hann fær mig undir fölsku yfirskini til að heimsækja afa minn … mér var haldið inni þarna í mánuð sem sagt ólöglega.“ 2. … já Fimm sinnum á næstu 10 árum kastast í kekki milli mín og Jóns Baldvins Hannibalssonar og því lyktaði ávalt með því að (sic) sigaði á mig lögreglu sem handtók mig, hann var náttúrlega utanríkisráðherra … 3. Hann gat bara þaðan í frá, þáverandi utanríkisráðherra og síðar sendiherra, virðist vera að hringja bara í lögreglu og þá var ég þar með handtekin, umsvifalaust í járnum, farið með mig upp á geðdeild … 4. … hann er þá líka að misnota lítil börn. 5. … ég neita að skilja þau eftir í umsjón karls sem káfar á litlum stúlkubörnum. 6. Og sem sagt 10 mínútum eftir að ég kæri Jón Baldvin þá hringir dyrabjallan. Þar ruddust þarna inn tveir lögreglumenn ef ekki þrír og ég, þegar ég sé það þá reyni ég að loka en auðvitað tókst mér það ekki, þeir ryðjast þá þar með inn og þeir svara mér engu, ryðjast inn í stofu þar sem dóttir mín 5 ára gömul er að lesa og þegar barnið er tekið frá mér þá verð ég æf. 7. … það er faðir minn sem stendur fyrir því að hér eigi að loka mig inni. 8. Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn. 9. … nauðungarvistun án dóms og laga er þá ólögmæt frelsissvipting… Facebook, 5. febrúar 2019, höfundur stefnda Aldís. 10. … og sigra hann og hans barnaníðingabandalag. Morgunútvarp, Rás 2, 17. janúar 2019, höfundur og flytjandi stefndi Sigmar, til vara stefnda Aldís. 11. … að Jón Baldvin hafi notað aðstöðu sína sem sendiherra til að láta nauðungarvista hana á geðdeild. 12. Sá fundur Aldísar og Jóns Baldvins segir hana hafa reynst sér örlagaríkur og orðið til þess að hún var í fyrsta sinn nauðungarvistuð á geðdeild. 13. … að Jón Baldvin hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld og geðdeild með það fyrir augum að fá hana nauðungarvistaða í enn eitt skiptið. 14. Þar segir hún einnig að Jón Baldvin hafi framið sifjaspell þegar hún var fullorðin kona. Aldís var viðstödd dómsuppsöguna í málinu en Jón Baldvin og Sigmar mættu ekki. Aðalmeðferð í málinu fór fram þann 14. febrúar síðastliðinn eins og fjallað var um ítarlega á Vísi. Blaðamaður lýsti framburði aðila og vitna sem sláandi en meint sifjaspjell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem bar á góma. Rakin voru átakanleg mál sem hafa klofið fjölskyldu og í raun neytt fjölmarga misviljuga til að taka afstöðu til mála sem ekki liggja ljós fyrir eðli máls samkvæmt, með og á móti hinum og þessum. Út frá ólíkum forsendum. Hvort niðurstaða fáist í þau mál öll saman verður að koma í ljós en afstaða héraðsdóms varðandi ummælin sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2 liggur nú fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ummælin fjórtán sem málið snýst um Ummæli Aldísar í Morgunútvarpinu. 1. … hann fær mig undir fölsku yfirskini til að heimsækja afa minn … mér var haldið inni þarna í mánuð sem sagt ólöglega.“ 2. … já Fimm sinnum á næstu 10 árum kastast í kekki milli mín og Jóns Baldvins Hannibalssonar og því lyktaði ávalt með því að (sic) sigaði á mig lögreglu sem handtók mig, hann var náttúrlega utanríkisráðherra … 3. Hann gat bara þaðan í frá, þáverandi utanríkisráðherra og síðar sendiherra, virðist vera að hringja bara í lögreglu og þá var ég þar með handtekin, umsvifalaust í járnum, farið með mig upp á geðdeild … 4. … hann er þá líka að misnota lítil börn. 5. … ég neita að skilja þau eftir í umsjón karls sem káfar á litlum stúlkubörnum. 6. Og sem sagt 10 mínútum eftir að ég kæri Jón Baldvin þá hringir dyrabjallan. Þar ruddust þarna inn tveir lögreglumenn ef ekki þrír og ég, þegar ég sé það þá reyni ég að loka en auðvitað tókst mér það ekki, þeir ryðjast þá þar með inn og þeir svara mér engu, ryðjast inn í stofu þar sem dóttir mín 5 ára gömul er að lesa og þegar barnið er tekið frá mér þá verð ég æf. 7. … það er faðir minn sem stendur fyrir því að hér eigi að loka mig inni. 8. Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn. 9. … nauðungarvistun án dóms og laga er þá ólögmæt frelsissvipting… Facebook, 5. febrúar 2019, höfundur stefnda Aldís. 10. … og sigra hann og hans barnaníðingabandalag. Morgunútvarp, Rás 2, 17. janúar 2019, höfundur og flytjandi stefndi Sigmar, til vara stefnda Aldís. 11. … að Jón Baldvin hafi notað aðstöðu sína sem sendiherra til að láta nauðungarvista hana á geðdeild. 12. Sá fundur Aldísar og Jóns Baldvins segir hana hafa reynst sér örlagaríkur og orðið til þess að hún var í fyrsta sinn nauðungarvistuð á geðdeild. 13. … að Jón Baldvin hafi sett sig í samband við félagsmálayfirvöld og geðdeild með það fyrir augum að fá hana nauðungarvistaða í enn eitt skiptið. 14. Þar segir hún einnig að Jón Baldvin hafi framið sifjaspell þegar hún var fullorðin kona.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent