Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 86-74 | Keflvíkingar kláruðu botnliðið í seinni hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. mars 2021 21:48 Deane Williams í leik gegn Haukum fyrr í vetur KKÍ Topplið Keflavíkur fengu botnlið Hauka í heimsókn í Blue höllina í kvöld. Keflvíkingar virkuðu andlausir í fyrri hálfleik en mættu grimmari til leiks í þriðja leikhluta og náðu í tvö mikilvæg stig í toppbaráttunni, en Haukar eru enn á botni deildarinnar. Lokatölur 86-74. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, en gestirnir virtust þó ögn tilbúnari í kvöldið. Heimamenn virtust andlausir og áttu erfitt með að finna taktinn. Haukarnir náðu þó aldrei miklu forskoti og staðan eftir fyrsta leikhluta 21-22, en Reggie Dupree minnkaði muninn fyrir heimamenn með góðum þrist þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Það sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta. Keflvíkingar náðu góðu áhlaupi með 7-0 kafla og náðu þá forystunni í fyrsta skiptið í leiknum. Sú forysta lifði þó ekki lengi og Haukarnir sneru taflinu sér í hag á ný. Aftur var fjögurra stiga munur þegar lítið var eftir af leikhlutanum, en tvö góð víti frá Herði Axel, fyrirliða Keflvíkinga minnkaði þann mun niður í tvö stig áður en gengið var til búningsherbergja. Heimamenn mættu svo mun ákveðnari til leiks í þriðja leikhlutann. Líklegt er að Hjalti Þór hafi sagt nokkur vel valin orð til að kveikja í sínum mönnum og toppliðið setti í annan gír. Haukarnir gátu sömuleiðis ekki keypt sér körfu stærstan hluta leikhlutans og skoruðu aðeins 10 stig, þar af fjögur af vítalínunni. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fjórða leikhluta. Gestirnir náðu smá áhlaupi þar sem þeir minnkuðu muninn í sex stig, en Keflvíkingar juku svo aftur forskot sitt. Haukarnir komust ekki nær og niðustaðan því 86-74 sigur heimamanna. Af hverju vann Keflavík? Heimamenn virtust andlausir í fyrri hálfleik en komu sterkir til baka úr hléinu. Keflvíkingar eru sem fyrr segir á toppi deildarinnar, og þegar kemur að svona leikjum geta þeir sett í annan gír og náð góðu forskoti á lið eins og Hauka, sem þó gerðu vel í þrem leikhlutum af fjórum. Hverjir stóðu upp úr? Calvin Burks Jr. var stigahæstur í liði heimamanna með 19 stig. Deane Williams átti einnig fínana dag í liði Keflavíkur með 15 stig og 11 fráköst. Í liði gestanna var það Jalen Patrick Jackson sem var atkvæðamestur með 17 stig og sjö fráköst. Hvað gekk illa? Keflvíkingum gekk illa að koma sér í gang í kvöld. Gestirnir gerðu þeim oft erfitt fyrir, en lið eins og Keflavík á að gera betur gegn botnliði deildarinnar. Haukum gekk afleitlega að koma boltanum ofan í körfuna í þriðja leikhluta og misstu þar Keflvíkingana fram úr sér. Með betri spilamennsku og nýtingu í leikhlutanum hefðum við getað fengið mjög spennandi leik. Hvað gerist næst? Keflvíkingar fá nú átta daga pásu. Hjalti talaði um það eftir leik að hann hefði verið til í að pásan kæmi aðeins seinna, en tók henni samt fagnandi. Að henni lokinni koma Njarðvíkingar í heimsókn þegar Suðurnesjaslagur fer fram í Blue höllinni á föstudaginn eftir viku. Haukarnir fara í mikilvægan botnslag næsta sunnudag þegar Þór Akureyri kemur í heimsókn í Hafnarfjörðinn. Aðeins tvö stig skilja liðin að, en þau eru í tveimur neðstu sætunum og því mikilvæg stig í boði. Israel Martin: Keflavík setti bara í annan gír á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks Israel Martin þjálfari Hauka.Vísir „Við spiluðum mjög vel í 35 mínútur,“ sagði Israel Martin þjálfari Hauka eftir tapið í kvöld. „Við byrjuðum leikinn mjög vel, þetta var mjög jafnt í fyrri hálfleik og við förum inn í klefa með tveggja stiga forskot.“ „Keflavík setti bara í annan gír á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Þeir voru ákveðnari varnarlega og sóknarleikur þeirra varð mun betri. Þeir náðu þarna góðu áhlaupi fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks þar sem við réðum ekkert við þá. Ef þú skoðar tölfræðina sérðu að við unnum fyrstu tvo leikhlutana og það var jafnt í þeim fjórða, en við töpum með 14 stigum í þriðja leikhluta og það var bara of mikið.“ Israel var heilt yfir ánægður með leik sinna manna, en hélt áfram að hrósa Keflvíkingum fyrir sinn leik. „Eins og ég sagði þá settu þeir bara í annan gír. Við vissum að þeir myndu gefa í fyrstu fimm mínúturnar eftir háfleikinn. Þeir eru með mjög gott lið, en ég er fyrst og fremst ánægður með okkar leik. Við vorum að skjóta vel, en Keflavík er eitt af bestu liðum landsins þessa stundina og þeir eru með þennan aukagír.“ Haukar fara í mikilvægan leik gegn Þór Akureyri á sunnudaginn, en þar eru í boði tvö stór stig í botnbaráttunni. „Það eru allir leikir mikilvægir fyrir okkur. Það skiptir ekki máli hvort við séum að spila við Keflavík, Þór Akureyri eða Grindavík. Við erum á botninum og við þurfum að berjast fyrir sigri í hverjum einasta leik. Þór Akureyri er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur og við verðum tilbúnir.“ Hjalti Þór: Það var miklu meiri barátta í Haukunum Hjalti Þór og hans strákar eru enn á toppnum eftir leik kvöldsinsvísir/vilhelm „Orkan var ekki alveg til staðar í fyrri hálfleik en það kom bara smá neisti í þriðja leikhluta og var í rauninni út seinni hálfleikinn,“ sagði Hjalti Þór eftir sigur sinna manna í kvöld. „Það er kannski það sem skóp sigurinn, mér fannst við frekar flatir í fyrri hálfleik.“ Aðspurður hvort að það væri erfiðara að gíra menn upp í leik eins og þennan miðað við toppslaginn sem Keflavík spilaði í Þorlákshöfn á sunnudaginn var Hjalti ekki á því máli. „Við vissum að Haukarnir væru góðir og þeir eru búnir að bæta við sig helling af leikmönnum. Þeir verða góðir í vetur og þeir verða ekkert á botninum, ég get alveg lofað þér því.“ „Við vorum kannski aðeins að þreifa fyrir okkur í fyrr hálfleik en það var samt miklu meiri barátta í Haukunum. Þeir ná fjórum sóknarfráköstum í röð og einhverjir hlutir sem eiga ekkert að gerast.“ Það eru nú átta dagar í næsta leik hjá Keflavík og Hjalti var bara nokkuð ánægður með það, þó pásan hefði mátt koma seinna að hans mati. „Það er bara flott. Það eru fjórir leikir síðan við vorum í landsliðshléi þannig að hún hefði mátt vera aðeins seinna þessi pása. En við tökum hana,“ sagði Hjalti léttur eftir sigur kvöldsins. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Haukar Íslenski körfuboltinn Körfubolti
Topplið Keflavíkur fengu botnlið Hauka í heimsókn í Blue höllina í kvöld. Keflvíkingar virkuðu andlausir í fyrri hálfleik en mættu grimmari til leiks í þriðja leikhluta og náðu í tvö mikilvæg stig í toppbaráttunni, en Haukar eru enn á botni deildarinnar. Lokatölur 86-74. Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, en gestirnir virtust þó ögn tilbúnari í kvöldið. Heimamenn virtust andlausir og áttu erfitt með að finna taktinn. Haukarnir náðu þó aldrei miklu forskoti og staðan eftir fyrsta leikhluta 21-22, en Reggie Dupree minnkaði muninn fyrir heimamenn með góðum þrist þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Það sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta. Keflvíkingar náðu góðu áhlaupi með 7-0 kafla og náðu þá forystunni í fyrsta skiptið í leiknum. Sú forysta lifði þó ekki lengi og Haukarnir sneru taflinu sér í hag á ný. Aftur var fjögurra stiga munur þegar lítið var eftir af leikhlutanum, en tvö góð víti frá Herði Axel, fyrirliða Keflvíkinga minnkaði þann mun niður í tvö stig áður en gengið var til búningsherbergja. Heimamenn mættu svo mun ákveðnari til leiks í þriðja leikhlutann. Líklegt er að Hjalti Þór hafi sagt nokkur vel valin orð til að kveikja í sínum mönnum og toppliðið setti í annan gír. Haukarnir gátu sömuleiðis ekki keypt sér körfu stærstan hluta leikhlutans og skoruðu aðeins 10 stig, þar af fjögur af vítalínunni. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fjórða leikhluta. Gestirnir náðu smá áhlaupi þar sem þeir minnkuðu muninn í sex stig, en Keflvíkingar juku svo aftur forskot sitt. Haukarnir komust ekki nær og niðustaðan því 86-74 sigur heimamanna. Af hverju vann Keflavík? Heimamenn virtust andlausir í fyrri hálfleik en komu sterkir til baka úr hléinu. Keflvíkingar eru sem fyrr segir á toppi deildarinnar, og þegar kemur að svona leikjum geta þeir sett í annan gír og náð góðu forskoti á lið eins og Hauka, sem þó gerðu vel í þrem leikhlutum af fjórum. Hverjir stóðu upp úr? Calvin Burks Jr. var stigahæstur í liði heimamanna með 19 stig. Deane Williams átti einnig fínana dag í liði Keflavíkur með 15 stig og 11 fráköst. Í liði gestanna var það Jalen Patrick Jackson sem var atkvæðamestur með 17 stig og sjö fráköst. Hvað gekk illa? Keflvíkingum gekk illa að koma sér í gang í kvöld. Gestirnir gerðu þeim oft erfitt fyrir, en lið eins og Keflavík á að gera betur gegn botnliði deildarinnar. Haukum gekk afleitlega að koma boltanum ofan í körfuna í þriðja leikhluta og misstu þar Keflvíkingana fram úr sér. Með betri spilamennsku og nýtingu í leikhlutanum hefðum við getað fengið mjög spennandi leik. Hvað gerist næst? Keflvíkingar fá nú átta daga pásu. Hjalti talaði um það eftir leik að hann hefði verið til í að pásan kæmi aðeins seinna, en tók henni samt fagnandi. Að henni lokinni koma Njarðvíkingar í heimsókn þegar Suðurnesjaslagur fer fram í Blue höllinni á föstudaginn eftir viku. Haukarnir fara í mikilvægan botnslag næsta sunnudag þegar Þór Akureyri kemur í heimsókn í Hafnarfjörðinn. Aðeins tvö stig skilja liðin að, en þau eru í tveimur neðstu sætunum og því mikilvæg stig í boði. Israel Martin: Keflavík setti bara í annan gír á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks Israel Martin þjálfari Hauka.Vísir „Við spiluðum mjög vel í 35 mínútur,“ sagði Israel Martin þjálfari Hauka eftir tapið í kvöld. „Við byrjuðum leikinn mjög vel, þetta var mjög jafnt í fyrri hálfleik og við förum inn í klefa með tveggja stiga forskot.“ „Keflavík setti bara í annan gír á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks. Þeir voru ákveðnari varnarlega og sóknarleikur þeirra varð mun betri. Þeir náðu þarna góðu áhlaupi fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks þar sem við réðum ekkert við þá. Ef þú skoðar tölfræðina sérðu að við unnum fyrstu tvo leikhlutana og það var jafnt í þeim fjórða, en við töpum með 14 stigum í þriðja leikhluta og það var bara of mikið.“ Israel var heilt yfir ánægður með leik sinna manna, en hélt áfram að hrósa Keflvíkingum fyrir sinn leik. „Eins og ég sagði þá settu þeir bara í annan gír. Við vissum að þeir myndu gefa í fyrstu fimm mínúturnar eftir háfleikinn. Þeir eru með mjög gott lið, en ég er fyrst og fremst ánægður með okkar leik. Við vorum að skjóta vel, en Keflavík er eitt af bestu liðum landsins þessa stundina og þeir eru með þennan aukagír.“ Haukar fara í mikilvægan leik gegn Þór Akureyri á sunnudaginn, en þar eru í boði tvö stór stig í botnbaráttunni. „Það eru allir leikir mikilvægir fyrir okkur. Það skiptir ekki máli hvort við séum að spila við Keflavík, Þór Akureyri eða Grindavík. Við erum á botninum og við þurfum að berjast fyrir sigri í hverjum einasta leik. Þór Akureyri er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur og við verðum tilbúnir.“ Hjalti Þór: Það var miklu meiri barátta í Haukunum Hjalti Þór og hans strákar eru enn á toppnum eftir leik kvöldsinsvísir/vilhelm „Orkan var ekki alveg til staðar í fyrri hálfleik en það kom bara smá neisti í þriðja leikhluta og var í rauninni út seinni hálfleikinn,“ sagði Hjalti Þór eftir sigur sinna manna í kvöld. „Það er kannski það sem skóp sigurinn, mér fannst við frekar flatir í fyrri hálfleik.“ Aðspurður hvort að það væri erfiðara að gíra menn upp í leik eins og þennan miðað við toppslaginn sem Keflavík spilaði í Þorlákshöfn á sunnudaginn var Hjalti ekki á því máli. „Við vissum að Haukarnir væru góðir og þeir eru búnir að bæta við sig helling af leikmönnum. Þeir verða góðir í vetur og þeir verða ekkert á botninum, ég get alveg lofað þér því.“ „Við vorum kannski aðeins að þreifa fyrir okkur í fyrr hálfleik en það var samt miklu meiri barátta í Haukunum. Þeir ná fjórum sóknarfráköstum í röð og einhverjir hlutir sem eiga ekkert að gerast.“ Það eru nú átta dagar í næsta leik hjá Keflavík og Hjalti var bara nokkuð ánægður með það, þó pásan hefði mátt koma seinna að hans mati. „Það er bara flott. Það eru fjórir leikir síðan við vorum í landsliðshléi þannig að hún hefði mátt vera aðeins seinna þessi pása. En við tökum hana,“ sagði Hjalti léttur eftir sigur kvöldsins. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum