Stigahæst og komin í úrslitaleikinn eftir kveðjuna frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 14:31 Íslenska körfuboltakonan Dagný Lísa Davíðsdóttir sést hér horfa á kveðjuna. Twitter/@@wyo_wbb Íslenska körfuboltakonan Dagný Lísa Davíðsdóttir og félagar hennar í liði Wyoming Cowgirls eru komnar alla leið í úrslitaleikinn í Mountain West deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum eftir fimmtán stiga sigur á Boise State í undanúrslitunum í nótt. Dagný Lísa átti mjög flottan leik í undanúrslitunum og var akkúrat munurinn á liðunum. Hún skoraði nefnilega fimmtán stig Wyoming fyrir þessum 53-38 sigri. Dagný Lísa var einnig með fjögur fráköst, tvær stoðsendingar og stolinn bolta í leiknum. Dagný hitti úr 7 af 10 skotum sínum í leiknum en þetta var einn besti leikur hennar á tímabilinu og sá kom á besta tíma. Hér fyrir neðan má sjá hana skora eina af körfum sínum. Grace Dagny for pic.twitter.com/L7CJEQgiEp— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 10, 2021 Dagný Lísa er á síðasta ári sínu í háskólaboltanum og í aðdraganda úrslitakeppninnar þá fékk hún og aðrir lokaársnemar í liðinu kveðjur frá fjölskyldum sínum. Wyoming Cowgirls settu myndband inn á samfélagsmiðla sína þar sem mátti sjá stelpurnar fá kveðjurnar og þar á meðal var Dagný Lísa. „Á láta mig fara að gráta núna,“ sagði Dagný Lísa þegar hún frétti hvað var í gangi. Faðir hennar (Davíð Davíðsson), móðir (Guðrún Hafsteinsdóttir) og bræður sendu sinni konu kveðju frá Hveragerði en kveðja þeirra var á ensku. Kveðjurnar má sjá hér fyrir neðan. All the feels for our Cowgirl seniors right here Thank you for everything! #OneWyoming #GoWyo pic.twitter.com/lZZOhWebvc— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 5, 2021 Mamma hennar hrósaði stelpunni sinni meðal annars fyrir hvað hún hefur þroskast og vaxið á tíma sínum í Bandaríkjunum en eins þakkaði hún Wyoming fyrir að hugsa vel um hana og spurði síðan Dagnýju hreint út hvort hún væri alveg örugglega að koma heim. Dagný Lísa spilaði með Hamar í Hveragerði áður en hún fór út í nám til Bandaríkjanna en hún hefur verið úti síðan tímabilið 2014-15. Fyrstu tvö árin var hún í menntaskóla, svo í fjögur tímabil með Niagara University. Hún var síðan í vetur í Wyoming. Dagný Lísa meiddist illa og missti af einu tímabili. Hún fékk því að taka fjórða árið sitt í vetur og var því í fimm tímabil í bandaríska háskólaboltanum. Í vetur er hún með 8,8 stig og 5,7 fráköst að meðaltali á 24,9 mínútum í leik. Úrslitaleikurinn í Mountain West deildinni er á móti Fresno State og fer fram í kvöld. LET S GO The Cowgirls are @MountainWest Championship Game bound! @wyo_wbb pic.twitter.com/dVd1HoudXp— Wyoming Athletics (@wyoathletics) March 10, 2021 Körfubolti Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira
Dagný Lísa átti mjög flottan leik í undanúrslitunum og var akkúrat munurinn á liðunum. Hún skoraði nefnilega fimmtán stig Wyoming fyrir þessum 53-38 sigri. Dagný Lísa var einnig með fjögur fráköst, tvær stoðsendingar og stolinn bolta í leiknum. Dagný hitti úr 7 af 10 skotum sínum í leiknum en þetta var einn besti leikur hennar á tímabilinu og sá kom á besta tíma. Hér fyrir neðan má sjá hana skora eina af körfum sínum. Grace Dagny for pic.twitter.com/L7CJEQgiEp— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 10, 2021 Dagný Lísa er á síðasta ári sínu í háskólaboltanum og í aðdraganda úrslitakeppninnar þá fékk hún og aðrir lokaársnemar í liðinu kveðjur frá fjölskyldum sínum. Wyoming Cowgirls settu myndband inn á samfélagsmiðla sína þar sem mátti sjá stelpurnar fá kveðjurnar og þar á meðal var Dagný Lísa. „Á láta mig fara að gráta núna,“ sagði Dagný Lísa þegar hún frétti hvað var í gangi. Faðir hennar (Davíð Davíðsson), móðir (Guðrún Hafsteinsdóttir) og bræður sendu sinni konu kveðju frá Hveragerði en kveðja þeirra var á ensku. Kveðjurnar má sjá hér fyrir neðan. All the feels for our Cowgirl seniors right here Thank you for everything! #OneWyoming #GoWyo pic.twitter.com/lZZOhWebvc— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 5, 2021 Mamma hennar hrósaði stelpunni sinni meðal annars fyrir hvað hún hefur þroskast og vaxið á tíma sínum í Bandaríkjunum en eins þakkaði hún Wyoming fyrir að hugsa vel um hana og spurði síðan Dagnýju hreint út hvort hún væri alveg örugglega að koma heim. Dagný Lísa spilaði með Hamar í Hveragerði áður en hún fór út í nám til Bandaríkjanna en hún hefur verið úti síðan tímabilið 2014-15. Fyrstu tvö árin var hún í menntaskóla, svo í fjögur tímabil með Niagara University. Hún var síðan í vetur í Wyoming. Dagný Lísa meiddist illa og missti af einu tímabili. Hún fékk því að taka fjórða árið sitt í vetur og var því í fimm tímabil í bandaríska háskólaboltanum. Í vetur er hún með 8,8 stig og 5,7 fráköst að meðaltali á 24,9 mínútum í leik. Úrslitaleikurinn í Mountain West deildinni er á móti Fresno State og fer fram í kvöld. LET S GO The Cowgirls are @MountainWest Championship Game bound! @wyo_wbb pic.twitter.com/dVd1HoudXp— Wyoming Athletics (@wyoathletics) March 10, 2021
Körfubolti Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira