Krafa lögreglu um að fella niður skipun Steinbergs sem verjanda samþykkt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2021 11:07 Skjólstæðingur Steinbergs sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði og sætir nú farbanni. Steinbergur hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar. Vísir/Vilhelm t.v. Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í morgun kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að fella niður skipun Steinbergs Finnbogasonar sem verjanda Íslendingsins í Rauðagerðismálinu svokallaða. Ástæðan fyrir því að lögreglan fer fram á þetta er sú að hún vill að Steinbergur verði kallaður til skýrslutöku. Ekki er hægt að sinna störfum verjanda og vera samtímis með réttarstöðu vitnis. Skjólstæðingur Steinbergs sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði og sætir nú farbanni. „Þetta er náttúrulega niðurstaða sem olli mér verulegum vonbrigðum og hefur þegar verið kærð til Landsréttar en af því leiðir er ég svo sem enn þá verjandi þar til Landsréttur fjallar um málið sérstaklega,“ segir Steinbergur í samtali við fréttastofu. Að þínu mati, hver er líklegast ástæðan fyrir því að lögreglan grípur til þessa ráðs í miðri rannsókn? Er eitthvað sem rennir stoðum undir þær grunsemdir lögreglu að þú kunnir að búa yfir einhverjum upplýsingum? „Ég get alveg fullyrt það að ég bý ekki yfir neinum upplýsingum sem máli geta skipt fyrir rannsóknina sem að einhverju leyti geta verið undanskildar þeirri trúnaðarskyldu sem ég er bundinn sem skipaður verjandi mannsins,“ segir Steinbergur sem bætir þó við að hann gefi sér að lögreglan skýrskoti til samskipta frá öðrum sem grunaðir eru í málinu sem leituðu til Steinbergs sem ekki var hægt að verða við í ljósi þess að hann var þegar orðinn verjandi Íslendingsins. Margeir Sveinsson, sem fer með rannsókn málsins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að lögreglan teldi Steinberg búa yfir mikilvægum upplýsingum sem hafi mikla þýðingu fyrir rannsóknina. „…og það á mögulega eftir að koma í ljós þó ég hafi ekki trú á því að lögreglan trúi því raunverulega." Maðurinn sem var skotinn til bana í Rauðagerði um helgina hét Armando Beqirai og var fæddur árið 1988. Frá vettvangi í Rauðagerði í gær.Vísir/Vésteinn Er eitthvað hægt að álykta um gang rannsóknarinnar í ljósi þess að lögregla grípur til þessa neyðarúrræðis? „Það er kannski erfitt að álykta um það en verjandanum finnst þetta verulega undarleg vinnubrögð það er að segja að gera tilraun til þess að fá verjanda til að upplýsa málið þegar það eru til aðrar löglegar og færar leiðir fyrir ríkisvaldið til að upplýsa mál. Ég verð nú eiginlega að segja að það er langt seilst og hreinlega undarlegt að þeir sem fara með þetta ríkisvald og rannsóknarvald leiti þessara leiða.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Lögmannafélagið hyggist fjalla um málið á fundi sínum. „Það er algjörlega nauðsynlegt að mínu viti,“ segir Steinbergur sem bendir á að forvitnilegt væri að fá úr því skorið hversu oft það hafi gerst að lögreglan beiti þessu úrræði og að það leiði til þess að lögmenn hafi verið kallaðir til sem vitni. „Ég held það sé í miklum minnihluta.“ Á miðju síðasta ári kallaði Steinbergur réttargæslumann kvenna í nauðgunarmáli gegn Jóhannesi Tryggva Sveinbjarnarsyni meðhöndlara inn sem vitni sem varð til þess að þær þurftu að skipta um réttargæslumann. Skýtur það ekki skökku við? „Í því máli var verið að fjalla um atriði sem varð löngu áður en viðkomandi var tilnefnd réttargæslumaður og var þar verið að fjalla um aðdraganda að kærum og raunar umfjöllunar viðkomandi sem þurfti að spyrja út í. Þar var aldrei spurt út í neitt sem upp kom á meðan viðkomandi var réttargæslumaður.“ Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Þrír úrskurðaðir í fjögurra vikna farbann í tengslum við morðið í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag farbann yfir þremur einstaklingum í tengslum við morðið í Rauðagerði. Voru einstaklingarnir þrír úrskurðaði í fjögurra vikna farbann, eða til þriðjudagsins 6. apríl. 9. mars 2021 19:57 „Við erum að rannsaka morðmál hérna“ Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn Rauðagerðismálsins gefur lítið fyrir ummæli Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í morgun þess efnis að lögreglan vilji losna við Steinberg sem verjanda. 9. mars 2021 13:41 Lögreglan vill yfirheyra verjanda í Rauðagerðismálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þess efnis að Steinbergur Finnbogason, verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði, verði kallaður til sem vitni í málinu. 9. mars 2021 06:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Ástæðan fyrir því að lögreglan fer fram á þetta er sú að hún vill að Steinbergur verði kallaður til skýrslutöku. Ekki er hægt að sinna störfum verjanda og vera samtímis með réttarstöðu vitnis. Skjólstæðingur Steinbergs sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði og sætir nú farbanni. „Þetta er náttúrulega niðurstaða sem olli mér verulegum vonbrigðum og hefur þegar verið kærð til Landsréttar en af því leiðir er ég svo sem enn þá verjandi þar til Landsréttur fjallar um málið sérstaklega,“ segir Steinbergur í samtali við fréttastofu. Að þínu mati, hver er líklegast ástæðan fyrir því að lögreglan grípur til þessa ráðs í miðri rannsókn? Er eitthvað sem rennir stoðum undir þær grunsemdir lögreglu að þú kunnir að búa yfir einhverjum upplýsingum? „Ég get alveg fullyrt það að ég bý ekki yfir neinum upplýsingum sem máli geta skipt fyrir rannsóknina sem að einhverju leyti geta verið undanskildar þeirri trúnaðarskyldu sem ég er bundinn sem skipaður verjandi mannsins,“ segir Steinbergur sem bætir þó við að hann gefi sér að lögreglan skýrskoti til samskipta frá öðrum sem grunaðir eru í málinu sem leituðu til Steinbergs sem ekki var hægt að verða við í ljósi þess að hann var þegar orðinn verjandi Íslendingsins. Margeir Sveinsson, sem fer með rannsókn málsins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að lögreglan teldi Steinberg búa yfir mikilvægum upplýsingum sem hafi mikla þýðingu fyrir rannsóknina. „…og það á mögulega eftir að koma í ljós þó ég hafi ekki trú á því að lögreglan trúi því raunverulega." Maðurinn sem var skotinn til bana í Rauðagerði um helgina hét Armando Beqirai og var fæddur árið 1988. Frá vettvangi í Rauðagerði í gær.Vísir/Vésteinn Er eitthvað hægt að álykta um gang rannsóknarinnar í ljósi þess að lögregla grípur til þessa neyðarúrræðis? „Það er kannski erfitt að álykta um það en verjandanum finnst þetta verulega undarleg vinnubrögð það er að segja að gera tilraun til þess að fá verjanda til að upplýsa málið þegar það eru til aðrar löglegar og færar leiðir fyrir ríkisvaldið til að upplýsa mál. Ég verð nú eiginlega að segja að það er langt seilst og hreinlega undarlegt að þeir sem fara með þetta ríkisvald og rannsóknarvald leiti þessara leiða.“ Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Lögmannafélagið hyggist fjalla um málið á fundi sínum. „Það er algjörlega nauðsynlegt að mínu viti,“ segir Steinbergur sem bendir á að forvitnilegt væri að fá úr því skorið hversu oft það hafi gerst að lögreglan beiti þessu úrræði og að það leiði til þess að lögmenn hafi verið kallaðir til sem vitni. „Ég held það sé í miklum minnihluta.“ Á miðju síðasta ári kallaði Steinbergur réttargæslumann kvenna í nauðgunarmáli gegn Jóhannesi Tryggva Sveinbjarnarsyni meðhöndlara inn sem vitni sem varð til þess að þær þurftu að skipta um réttargæslumann. Skýtur það ekki skökku við? „Í því máli var verið að fjalla um atriði sem varð löngu áður en viðkomandi var tilnefnd réttargæslumaður og var þar verið að fjalla um aðdraganda að kærum og raunar umfjöllunar viðkomandi sem þurfti að spyrja út í. Þar var aldrei spurt út í neitt sem upp kom á meðan viðkomandi var réttargæslumaður.“
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Þrír úrskurðaðir í fjögurra vikna farbann í tengslum við morðið í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag farbann yfir þremur einstaklingum í tengslum við morðið í Rauðagerði. Voru einstaklingarnir þrír úrskurðaði í fjögurra vikna farbann, eða til þriðjudagsins 6. apríl. 9. mars 2021 19:57 „Við erum að rannsaka morðmál hérna“ Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn Rauðagerðismálsins gefur lítið fyrir ummæli Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í morgun þess efnis að lögreglan vilji losna við Steinberg sem verjanda. 9. mars 2021 13:41 Lögreglan vill yfirheyra verjanda í Rauðagerðismálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þess efnis að Steinbergur Finnbogason, verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði, verði kallaður til sem vitni í málinu. 9. mars 2021 06:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þrír úrskurðaðir í fjögurra vikna farbann í tengslum við morðið í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag farbann yfir þremur einstaklingum í tengslum við morðið í Rauðagerði. Voru einstaklingarnir þrír úrskurðaði í fjögurra vikna farbann, eða til þriðjudagsins 6. apríl. 9. mars 2021 19:57
„Við erum að rannsaka morðmál hérna“ Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn Rauðagerðismálsins gefur lítið fyrir ummæli Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í morgun þess efnis að lögreglan vilji losna við Steinberg sem verjanda. 9. mars 2021 13:41
Lögreglan vill yfirheyra verjanda í Rauðagerðismálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þess efnis að Steinbergur Finnbogason, verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði, verði kallaður til sem vitni í málinu. 9. mars 2021 06:45