Íslenski boltinn

ÍA kom til baka gegn Gróttu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Árni Snær varði vítaspyrnu sem á endanum þýddi að ÍA náði í stig í kvöld.
Árni Snær varði vítaspyrnu sem á endanum þýddi að ÍA náði í stig í kvöld. Vísir/Bára

Einn leikur fór fram í Lengjubikar karla í kvöld. ÍA og Grótta gerðu 2-2 jafntefli eftir að Seltirningar komust 2-0 yfir.

Halldór Kristján Baldursson, fyrirliði Gróttu, kom gestunum yfir á 16. mínútu leiksins og tíu mínútum síðar tvöfaldaði Gunnar Jónas Hauksson forystu Gróttu. Gestirnir fengu svo vítaspyrnu þegar rúmur hálftími var liðinn en Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, varði spyrnuna og hélt Skagamönnum inn í leiknum.

Er flautað var til loka hálfleiks var Lengjudeildarliðið enn 2-0 yfir og Skagamenn í tómu tjóni. Aron Kristófer Lárusson minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar tólf mínútur lifðu leiks og í uppbótartíma jöfnuðu heimamenn er Sigurður Hrannar Þorsteinsson kom knettinum í netið.

Lokatölur í Akraneshöllinni í kvöld í 2-2 í hörkuleik. ÍA er nú með sjö stig, líkt og Keflavík sem er í 2. sæti riðils 3 í A-deild á meðan Grótta er með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×