„Við erum að rannsaka morðmál hérna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. mars 2021 13:41 Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglan hafi lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að verjandi Íslendingsins sem sat í gæsluvarðhaldi verði kallaður til sem vitni í málinu. Lögreglu hafi ástæðu til að ætla að verjandinn búi yfir vitneskju sem skipti rannsóknina máli. Vísir/Egill t.v. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn Rauðagerðismálsins gefur lítið fyrir ummæli Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í morgun þess efnis að lögreglan vilji losna við Steinberg sem verjanda. Steinbergur er verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði en sætir nú farbanni. Steinbergur ritaði grein í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann greindi frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Steinbergur verði kallaður til sem vitni í málinu. Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglu mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Íslendingurinn muni því þurfa nýjan verjanda. Steinbergur sagði í grein sinni að það væri „væri eitthvað mikið að“ ef lögreglan gæti ítrekað „leikið þann leik að breyta verjanda í vitni til þess annars vegar að losna við hann úr málinu og hins vegar að pumpa upp úr honum upplýsingar sem hann kann að búa yfir vegna trúnaðarsambands við skjólstæðing sinn.“ Margeir segir aftur á móti að gripið sé til þessa ráðs ef ástæða er til og að lögreglan teldi ástæðu til í þessu tilfelli. Margeir vísar máli sínu til stuðnings til 33. gr. laga um meðferð sakamála. „Þarna teljum við hann [Steinberg] geta búið yfir vitneskju sem við teljum skipta máli og viljum fá þær upplýsingar og þar af leiðandi er þessu úrræði beitt.“ Um sé að ræða með alvarlegustu málum sem lögreglan fáist við. „Við erum að rannsaka morðmál hérna.“ Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vísar máli sínu til stuðnings til 4. mgr. 33 gr. laga um meðferð sakamála þar sem kveðið er á um að ekki megi skipa eða tilnefna þann verjanda sem gegnt hefur starfi matsmanns eða kann að verða kvaddur til að gefa skýrslu sem vitni í máli ellegar er að öðru leyti svo viðriðinn mál eða aðila að hætta sé á að hann geti ekki gætt hagsmuna sakbornings sem skyldi. Uppfært kl. 18.08 með viðbrögðum frá Steinbergi: „Mér þykja þessi viðbrögð lögreglumannsins satt að segja með miklum ólíkindum. Ég skrifaði þessa grein til þess að undirstrika mikilvægi þeirrar grundvallarreglu að við séum öll jöfn fyrir lögunum. Viðbrögð lögreglumannsins staðfesta nákvæmlega það sem ég hafði áhyggjur af og þessi ámælisverðu vinnubrögð réttlætt með því einu að málið sé alvarlegra en önnur og kalli þannig á frávik frá grundvallarréttindum sakaðra manna.“ Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Steinbergur er verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði en sætir nú farbanni. Steinbergur ritaði grein í Fréttablaðinu í morgun þar sem hann greindi frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að Steinbergur verði kallaður til sem vitni í málinu. Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglu mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Íslendingurinn muni því þurfa nýjan verjanda. Steinbergur sagði í grein sinni að það væri „væri eitthvað mikið að“ ef lögreglan gæti ítrekað „leikið þann leik að breyta verjanda í vitni til þess annars vegar að losna við hann úr málinu og hins vegar að pumpa upp úr honum upplýsingar sem hann kann að búa yfir vegna trúnaðarsambands við skjólstæðing sinn.“ Margeir segir aftur á móti að gripið sé til þessa ráðs ef ástæða er til og að lögreglan teldi ástæðu til í þessu tilfelli. Margeir vísar máli sínu til stuðnings til 33. gr. laga um meðferð sakamála. „Þarna teljum við hann [Steinberg] geta búið yfir vitneskju sem við teljum skipta máli og viljum fá þær upplýsingar og þar af leiðandi er þessu úrræði beitt.“ Um sé að ræða með alvarlegustu málum sem lögreglan fáist við. „Við erum að rannsaka morðmál hérna.“ Margeir Sveinsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vísar máli sínu til stuðnings til 4. mgr. 33 gr. laga um meðferð sakamála þar sem kveðið er á um að ekki megi skipa eða tilnefna þann verjanda sem gegnt hefur starfi matsmanns eða kann að verða kvaddur til að gefa skýrslu sem vitni í máli ellegar er að öðru leyti svo viðriðinn mál eða aðila að hætta sé á að hann geti ekki gætt hagsmuna sakbornings sem skyldi. Uppfært kl. 18.08 með viðbrögðum frá Steinbergi: „Mér þykja þessi viðbrögð lögreglumannsins satt að segja með miklum ólíkindum. Ég skrifaði þessa grein til þess að undirstrika mikilvægi þeirrar grundvallarreglu að við séum öll jöfn fyrir lögunum. Viðbrögð lögreglumannsins staðfesta nákvæmlega það sem ég hafði áhyggjur af og þessi ámælisverðu vinnubrögð réttlætt með því einu að málið sé alvarlegra en önnur og kalli þannig á frávik frá grundvallarréttindum sakaðra manna.“
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira