Ætlar að halda áfram að ræða við fjölmiðla þar til Meghan talar við hann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 12:12 Thomas Markle í viðtalinu á ITV í morgun. Thomas Markle, faðir Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex og eiginkonu Harry Bretaprins, segist ætla að halda áfram að ræða við fjölmiðla þar til dóttir hans talar aftur við hann. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali við Markle í þættinum Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni í morgun en fjallað er um málið á vef Guardian. Tilefni viðtalsins við Markle var viðtal Opruh Winfrey við Meghan og Harry sem vægast sagt hefur valdið miklu fjaðrafoki. Meghan hefur ekki rætt við föður sinn síðan í aðdraganda brúðkaups hennar og Harrys vorið 2018 þegar það kom í ljós að Markle hafði unnið með slúðurmiðlum og meðal annars sett á svið myndir sem æsifréttaljósamyndarar tóku af honum vikurnar fyrir brúðkaupið. Þá hafði Meghan betur í baráttu gegn breska slúðurblaðinu the Mail on Sunday sem birti brot úr persónulegu bréfi hennar til föður síns þar sem hún grátbað hann um að hætta að tala við fjölmiðla. Hún hefur síðar sagt að hún hafi sent bréfið með það í huga að ljúka samskiptum við föður sinn, ekki til þess að ná sáttum við hann. Í viðtalinu við Good Morning Britain í viðurkenndi Markle að hafa lekið bútum úr bréfi dóttur sinnar til fjölmiðla. Þá sagðist hann sjá eftir því að hafa sett ljósmyndir á svið í samstarfi við æsifréttaljósmyndara. „Ég vildi óska að ég hefði ekki gert þetta allt. En það er önnur hlið á peningnum. Enginn gaf sér tíma til þess að vernda nokkurn af okkur í fjölskyldunni. Fjölskyldan réðst að okkur á hverjum degi,“ sagði Markle og bætti við að hann myndi halda áfram að tala við fjölmiðla þar til dóttir hans og tengdasonur hafa samband við hann. „Málið er að ég hef aldrei heyrt frá Harry og Meghan á neinn hátt. Það sem ég geri út af því ég heyri ekki frá þeim er að tala við fjölmiðla. Ef ég heyri ekki frá þeim innan þrjátíu daga þá tala ég aftur við fjölmiðla. Ég myndi gjarnan vilja heyra frá þeim. Þegar þau ákveða að tala við mig þá mun ég hætta að tala við fjölmiðla,“ sagði Markle. She s pretty much ghosted all of her family on both sides. Thomas Markle says Meghan isolated herself from her family and left no one to reach out to. He talks about how upset he was hearing Meghan has suicidal thoughts. pic.twitter.com/nrjzgNCWDN— Good Morning Britain (@GMB) March 9, 2021 Þá sagðist hann vilja biðjast afsökunar á því sem hann gerði og að hann hefði reynt að bæta fyrir það. „En þessar fréttir eru í blöðunum vegna þess að ég hef ekki heyrt frá ykkur.“ Í klippu sem birt var eftir að viðtalið var sýnt spyr Oprah Meghan um ósætti innan hennar eigin fjölskyldu og hvort henni hafi fundist hún svikin þegar hún komst að því að faðir hennar hefði unnið með slúðurblöðunum. Meghan svaraði því til að henni þætti erfitt að ræða samband sitt við föður sinn en hann hefði fullvissað hana um að hann hefði alls ekki rætt við fjölmiðla. Þá sagðist hún eiga erfitt með að sætta sig við það sem hann gerði og hún gæti ekki ímyndað sér að særa barnið sitt á sama hátt og hann sveik hana í aðdraganda brúðkaupsins. Kóngafólk Fjölmiðlar Harry og Meghan Bretland Tengdar fréttir Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins. 9. mars 2021 10:13 Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. 8. mars 2021 06:42 Krísufundir hjá konungsfjölskyldunni vegna viðtalsins Breska konungsfjölskyldan hefur haldið krísufundi í kjölfar viðtals Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins. Viðtalið var frumsýnt á CBS-sjónvarpsstöðinni á sunnudagskvöld en sýnt í Bretlandi í heild sinni í gærkvöldi. 9. mars 2021 08:42 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali við Markle í þættinum Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni í morgun en fjallað er um málið á vef Guardian. Tilefni viðtalsins við Markle var viðtal Opruh Winfrey við Meghan og Harry sem vægast sagt hefur valdið miklu fjaðrafoki. Meghan hefur ekki rætt við föður sinn síðan í aðdraganda brúðkaups hennar og Harrys vorið 2018 þegar það kom í ljós að Markle hafði unnið með slúðurmiðlum og meðal annars sett á svið myndir sem æsifréttaljósamyndarar tóku af honum vikurnar fyrir brúðkaupið. Þá hafði Meghan betur í baráttu gegn breska slúðurblaðinu the Mail on Sunday sem birti brot úr persónulegu bréfi hennar til föður síns þar sem hún grátbað hann um að hætta að tala við fjölmiðla. Hún hefur síðar sagt að hún hafi sent bréfið með það í huga að ljúka samskiptum við föður sinn, ekki til þess að ná sáttum við hann. Í viðtalinu við Good Morning Britain í viðurkenndi Markle að hafa lekið bútum úr bréfi dóttur sinnar til fjölmiðla. Þá sagðist hann sjá eftir því að hafa sett ljósmyndir á svið í samstarfi við æsifréttaljósmyndara. „Ég vildi óska að ég hefði ekki gert þetta allt. En það er önnur hlið á peningnum. Enginn gaf sér tíma til þess að vernda nokkurn af okkur í fjölskyldunni. Fjölskyldan réðst að okkur á hverjum degi,“ sagði Markle og bætti við að hann myndi halda áfram að tala við fjölmiðla þar til dóttir hans og tengdasonur hafa samband við hann. „Málið er að ég hef aldrei heyrt frá Harry og Meghan á neinn hátt. Það sem ég geri út af því ég heyri ekki frá þeim er að tala við fjölmiðla. Ef ég heyri ekki frá þeim innan þrjátíu daga þá tala ég aftur við fjölmiðla. Ég myndi gjarnan vilja heyra frá þeim. Þegar þau ákveða að tala við mig þá mun ég hætta að tala við fjölmiðla,“ sagði Markle. She s pretty much ghosted all of her family on both sides. Thomas Markle says Meghan isolated herself from her family and left no one to reach out to. He talks about how upset he was hearing Meghan has suicidal thoughts. pic.twitter.com/nrjzgNCWDN— Good Morning Britain (@GMB) March 9, 2021 Þá sagðist hann vilja biðjast afsökunar á því sem hann gerði og að hann hefði reynt að bæta fyrir það. „En þessar fréttir eru í blöðunum vegna þess að ég hef ekki heyrt frá ykkur.“ Í klippu sem birt var eftir að viðtalið var sýnt spyr Oprah Meghan um ósætti innan hennar eigin fjölskyldu og hvort henni hafi fundist hún svikin þegar hún komst að því að faðir hennar hefði unnið með slúðurblöðunum. Meghan svaraði því til að henni þætti erfitt að ræða samband sitt við föður sinn en hann hefði fullvissað hana um að hann hefði alls ekki rætt við fjölmiðla. Þá sagðist hún eiga erfitt með að sætta sig við það sem hann gerði og hún gæti ekki ímyndað sér að særa barnið sitt á sama hátt og hann sveik hana í aðdraganda brúðkaupsins.
Kóngafólk Fjölmiðlar Harry og Meghan Bretland Tengdar fréttir Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins. 9. mars 2021 10:13 Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. 8. mars 2021 06:42 Krísufundir hjá konungsfjölskyldunni vegna viðtalsins Breska konungsfjölskyldan hefur haldið krísufundi í kjölfar viðtals Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins. Viðtalið var frumsýnt á CBS-sjónvarpsstöðinni á sunnudagskvöld en sýnt í Bretlandi í heild sinni í gærkvöldi. 9. mars 2021 08:42 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins. 9. mars 2021 10:13
Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. 8. mars 2021 06:42
Krísufundir hjá konungsfjölskyldunni vegna viðtalsins Breska konungsfjölskyldan hefur haldið krísufundi í kjölfar viðtals Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins. Viðtalið var frumsýnt á CBS-sjónvarpsstöðinni á sunnudagskvöld en sýnt í Bretlandi í heild sinni í gærkvöldi. 9. mars 2021 08:42