Sparaði Ronaldo fyrir leik upp á líf eða dauða í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 13:01 Cristiano Ronaldo verður í sviðsljósinu í kvöld. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Í kvöld munu fyrstu tvö liðin tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár en þá fara seinni leikirnir fram í tveimur einvígum sextán liða úrslitanna. Dortmund og Porto eru í ágætis málum eftir sigra á Sevilla og Juventus í fyrri leikjunum en Dortmund stendur betur þar sem liðið á heimaleikinn eftir. Dortmund vann 3-2 sigur á Sevilla á Spáni og tekur á móti spænska liðinu í kvöld en á sama tíma kemur Porto í heimsókn til Juventus með 2-1 sigur úr fyrri leiknum í fartaskinu. Báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending frá þeim klukkan 19.50. Leikur Borussia Dortmund og Sevilla er á Stöð 2 Sport 2 en leikur Juventus og Porto er á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin gera síðan kvöldið upp á sömu stöðu frá klukkan 22.00. Augu knattspyrnuáhugafólks eru á Juventus liðinu og þá sérstaklega herra Meistaradeildarinnar, sjálfum Cristiano Ronaldo. Juventus will be knocked out of the Champions League unless they overturn their first leg defeat to Porto today...Over to you, Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/etXogxH9M4— Goal (@goal) March 9, 2021 Juventus tapaði fyrri leiknum á móti Porto 2-1 í Portúgal og er því upp við vegg á heimavelli sínum í kvöld. Þeir sem þekkja til Ronaldo vita að það er alltaf von á einhverju sérstöku frá honum í Meistaradeildinni. Hann elskar að sýna sig á stóra sviðinu. Andrea Pirlo, þjálfari Juventus, tók Cristiano Ronaldo út úr liðinu um síðustu helgi þegar Juve vann 3-1 sigur á Lazio í ítölsku deildinni. Þrátt fyrir góðan sigur á Lazio þá mun Ronaldo koma aftur inn í liðið í kvöld því Pirlo sagðist hafa verið að hvíla hann fyrir þennan leik upp á líf eða dauða í kvöld. Wolfsburg 2-0 Real MadridWolfsburg 2-3 Real Madrid (QF 2016)Atletico 2-0 JuventusAtletico 2-3 Juventus (R16 2019)Spain 3-2 PortugalSpain 3-3 Portugal (WC 2018)Sweden 2-1 PortugalSweden 2-3 Portugal (WC 2014 Qualifier)What happened?Cristiano Ronaldo happened. pic.twitter.com/jIgtpeaMLA— Amaan. (@amaanseven) March 7, 2021 „Cristiano er í góðu lagi. Þetta eru hans leikir og hann er tilbúinn. Við náðum að hvíla hann og hann getur ekki beðið eftir þessum leik,“ sagði Andrea Pirlo. „Við vitum að pressan er á okkur en við hlaupum ekkert í felur. Við höfum það sem þarf til að komast áfram en við vanmetum samt ekki mótherja okkar. Við erum hins vegar Juventus og þurfum að hugsa um að það að komast áfram,“ sagði Pirlo. Juventus er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir að hafa unnið ítalska meistaratitilinn undanfarin níu ár. Liðið varð fyrir miklu áfalli í sextán liða úrslitunum í fyrra þegar liðið datt óvænt út á móti franska liðinu Lyon. Ronaldo ætlaði að koma til Juventus til að vinna Meistaradeildina fyrir félagið en hana hefur Juventus ekki unnið í 25 ár. Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm tímabilum með Real Madrid en á fyrstu tveimur tímabilunum með Juve hefur liðið dottið út úr átta liða úrslitunum og sextán liða úrslitunum. Það væri mikið áfall ef ítalska liðið væri aftur úr leik í kvöld. Can Juventus or Sevilla overturn their first-leg deficits tonight? #UCL— SuperSport (@SuperSportTV) March 9, 2021 Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira
Dortmund og Porto eru í ágætis málum eftir sigra á Sevilla og Juventus í fyrri leikjunum en Dortmund stendur betur þar sem liðið á heimaleikinn eftir. Dortmund vann 3-2 sigur á Sevilla á Spáni og tekur á móti spænska liðinu í kvöld en á sama tíma kemur Porto í heimsókn til Juventus með 2-1 sigur úr fyrri leiknum í fartaskinu. Báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending frá þeim klukkan 19.50. Leikur Borussia Dortmund og Sevilla er á Stöð 2 Sport 2 en leikur Juventus og Porto er á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin gera síðan kvöldið upp á sömu stöðu frá klukkan 22.00. Augu knattspyrnuáhugafólks eru á Juventus liðinu og þá sérstaklega herra Meistaradeildarinnar, sjálfum Cristiano Ronaldo. Juventus will be knocked out of the Champions League unless they overturn their first leg defeat to Porto today...Over to you, Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/etXogxH9M4— Goal (@goal) March 9, 2021 Juventus tapaði fyrri leiknum á móti Porto 2-1 í Portúgal og er því upp við vegg á heimavelli sínum í kvöld. Þeir sem þekkja til Ronaldo vita að það er alltaf von á einhverju sérstöku frá honum í Meistaradeildinni. Hann elskar að sýna sig á stóra sviðinu. Andrea Pirlo, þjálfari Juventus, tók Cristiano Ronaldo út úr liðinu um síðustu helgi þegar Juve vann 3-1 sigur á Lazio í ítölsku deildinni. Þrátt fyrir góðan sigur á Lazio þá mun Ronaldo koma aftur inn í liðið í kvöld því Pirlo sagðist hafa verið að hvíla hann fyrir þennan leik upp á líf eða dauða í kvöld. Wolfsburg 2-0 Real MadridWolfsburg 2-3 Real Madrid (QF 2016)Atletico 2-0 JuventusAtletico 2-3 Juventus (R16 2019)Spain 3-2 PortugalSpain 3-3 Portugal (WC 2018)Sweden 2-1 PortugalSweden 2-3 Portugal (WC 2014 Qualifier)What happened?Cristiano Ronaldo happened. pic.twitter.com/jIgtpeaMLA— Amaan. (@amaanseven) March 7, 2021 „Cristiano er í góðu lagi. Þetta eru hans leikir og hann er tilbúinn. Við náðum að hvíla hann og hann getur ekki beðið eftir þessum leik,“ sagði Andrea Pirlo. „Við vitum að pressan er á okkur en við hlaupum ekkert í felur. Við höfum það sem þarf til að komast áfram en við vanmetum samt ekki mótherja okkar. Við erum hins vegar Juventus og þurfum að hugsa um að það að komast áfram,“ sagði Pirlo. Juventus er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir að hafa unnið ítalska meistaratitilinn undanfarin níu ár. Liðið varð fyrir miklu áfalli í sextán liða úrslitunum í fyrra þegar liðið datt óvænt út á móti franska liðinu Lyon. Ronaldo ætlaði að koma til Juventus til að vinna Meistaradeildina fyrir félagið en hana hefur Juventus ekki unnið í 25 ár. Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm tímabilum með Real Madrid en á fyrstu tveimur tímabilunum með Juve hefur liðið dottið út úr átta liða úrslitunum og sextán liða úrslitunum. Það væri mikið áfall ef ítalska liðið væri aftur úr leik í kvöld. Can Juventus or Sevilla overturn their first-leg deficits tonight? #UCL— SuperSport (@SuperSportTV) March 9, 2021
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira