„Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. mars 2021 12:26 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur fólk til að gæta áfram að sér og passa vel upp á persónulegar sóttvarnir. Vísir/Arnar Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. Hann var með neikvætt PCR-próf áður en hann kom og var neikvæður í fyrri skimun, fór í sóttkví en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar greindist á föstudag. Hann er nákominn þeim sem var í sóttkví eftir að hafa komið að utan og færði honum mat í sóttkvínni. Báðir eru þeir með breska afbrigði veirunnar. Sá þriðji býr í sama stigagangi og sá sem var í sóttkví. Enn er beðið raðgreiningar hjá honum. Hann greindist með veiruna á laugardag. Hann er starfsmaður Landspítalans og sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld. Allir á deildinni þar sem hann starfar voru sendir í sýnatöku í gær og voru öll sýnin neikvæð. Þá verða allir á stigaganginum einnig boðaðir í sýnatöku auk þeirra sem sóttu tónleikana á föstudag. Óljóst hvort þetta er snertismit eða úðasmit Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir rakningarteymið enn að störfum og enn sé ekki hægt að staðfesta sameiginlegan snertiflöt þessara þriggja einstaklinga. „Við vitum að þetta er fólk sem var í sama stigagangi og þannig í nánd en nákvæmlega hvernig þetta hefur gerst, hvort þetta er snertismit eða úðasmit, það er óljóst,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu nú skömmu fyrir hádegi. Hann sagði þann sem færði viðkomandi mat hafa stoppað mjög stutt við. Nágranninn á síðan ekkert að hafa hitt viðkomandi. „Þetta er í sama stigagangi, nándin er þar, og raðgreiningin sýnir allavega á þessum tveimur, við erum að bíða eftir þeim þriðja, sýnir að þetta er sama veiran þannig að smitið hefur átt sér stað þarna á einhvern máta,“ sagði Þórólfur. Skoða hvort setja þurfi strangari leiðbeiningar um sóttkví í fjölbýlishúsi Draga þurfi lærdóm af þessu og skoða hvort það þurfi til að mynda að setja strangari leiðbeiningar varðandi sóttkví þeirra sem koma frá útlöndum og búa í fjölbýlishúsum. „Vissulega þarf að gæta vel að hreinlæti og hreinsun. Það er líka spurning hvort við þurfum að koma með strangari leiðbeiningar um það að fólk sem er í sóttkví dvelji ekki í fjölbýlishúsi þar sem eru margir. Við erum að skoða allt þetta, hvort það sé framkvæmanlegt.“ Alls hafa 12.710 verið fullbólusettir hér á landi og bólusetning er hafin hjá 16.607 manns til viðbótar. Þórólfur segir að á meðan ekki sé búi að bólusetja fleiri þá geti enn komið ný bylgja smita. „Þetta sýnir að við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel. Fólk má ekki halda að þetta sé búið og það er mjög mikilvægt að fólk gæti að sér áfram. Því miður sýnist mér á mörgum stöðum að fólk sé kannski aðeins farið að sleppa fram af sér beislinu og þá getur við óheppilegar aðstæður, það þarf ekki nema einn einstakling smitaðan til að hleypa þessu af stað aftur. Það þarf að passa sig,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hann var með neikvætt PCR-próf áður en hann kom og var neikvæður í fyrri skimun, fór í sóttkví en greindist svo jákvæður í seinni skimun. Annar þeirra sem greindist utan sóttkvíar greindist á föstudag. Hann er nákominn þeim sem var í sóttkví eftir að hafa komið að utan og færði honum mat í sóttkvínni. Báðir eru þeir með breska afbrigði veirunnar. Sá þriðji býr í sama stigagangi og sá sem var í sóttkví. Enn er beðið raðgreiningar hjá honum. Hann greindist með veiruna á laugardag. Hann er starfsmaður Landspítalans og sótti tónleika í Hörpu á föstudagskvöld. Allir á deildinni þar sem hann starfar voru sendir í sýnatöku í gær og voru öll sýnin neikvæð. Þá verða allir á stigaganginum einnig boðaðir í sýnatöku auk þeirra sem sóttu tónleikana á föstudag. Óljóst hvort þetta er snertismit eða úðasmit Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir rakningarteymið enn að störfum og enn sé ekki hægt að staðfesta sameiginlegan snertiflöt þessara þriggja einstaklinga. „Við vitum að þetta er fólk sem var í sama stigagangi og þannig í nánd en nákvæmlega hvernig þetta hefur gerst, hvort þetta er snertismit eða úðasmit, það er óljóst,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu nú skömmu fyrir hádegi. Hann sagði þann sem færði viðkomandi mat hafa stoppað mjög stutt við. Nágranninn á síðan ekkert að hafa hitt viðkomandi. „Þetta er í sama stigagangi, nándin er þar, og raðgreiningin sýnir allavega á þessum tveimur, við erum að bíða eftir þeim þriðja, sýnir að þetta er sama veiran þannig að smitið hefur átt sér stað þarna á einhvern máta,“ sagði Þórólfur. Skoða hvort setja þurfi strangari leiðbeiningar um sóttkví í fjölbýlishúsi Draga þurfi lærdóm af þessu og skoða hvort það þurfi til að mynda að setja strangari leiðbeiningar varðandi sóttkví þeirra sem koma frá útlöndum og búa í fjölbýlishúsum. „Vissulega þarf að gæta vel að hreinlæti og hreinsun. Það er líka spurning hvort við þurfum að koma með strangari leiðbeiningar um það að fólk sem er í sóttkví dvelji ekki í fjölbýlishúsi þar sem eru margir. Við erum að skoða allt þetta, hvort það sé framkvæmanlegt.“ Alls hafa 12.710 verið fullbólusettir hér á landi og bólusetning er hafin hjá 16.607 manns til viðbótar. Þórólfur segir að á meðan ekki sé búi að bólusetja fleiri þá geti enn komið ný bylgja smita. „Þetta sýnir að við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel. Fólk má ekki halda að þetta sé búið og það er mjög mikilvægt að fólk gæti að sér áfram. Því miður sýnist mér á mörgum stöðum að fólk sé kannski aðeins farið að sleppa fram af sér beislinu og þá getur við óheppilegar aðstæður, það þarf ekki nema einn einstakling smitaðan til að hleypa þessu af stað aftur. Það þarf að passa sig,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira