Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2021 23:39 Hjólför eftir Perseverance í sandinum á Mars 4. mars 2021. NASA/JPL-Caltech/AP Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin. Tvær vikur eru liðnar frá því að Perseverance lenti heilu og höldnu í Jezero-gígnum nærri miðbaugi Mars. Meginmarkmið leiðangursins er að leita að ummerkjum um lífverur sem kunna að hafa þrifist á Mars þegar þar var lífvænlegra í fyrndinni. Jeppinn fór ekki langt í, aðeins um sex og hálfan metra í heildina. Hann ók áfram, sneri sér við á staðnum 150 gráður og bakkað svo aðeins. Ökuferðin tók alls um 33 mínútur, að sögn AP-fréttastofunnar. Engu að síður segja leiðangursstjórarnir um að merkan áfanga sé að ræða. Könnun Mars sé nú formlega hafin. „Maður getur séð hjólförin sem við höfum skilið eftir okkur á Mars. Ég held að ég hafi aldrei verið svo glaður að sjá hjólför,“ segir Anais Zarifian, verkfræðingur við Perseverance-leiðangurinn. Enn er verið að skoða hvaða leið jeppanum verður ekið til að koma að jarðmyndunum sem vísindamennirnir hafa áhuga á að kanna nánar. Þeir vonast til þess að finna jarðlög sem gætu haft að geyma leifar af lífverum. Næsta stóra verkefni Perseverance er þó að senda á loft litla þyrlu sem á verða fyrsta vélmennið til þess að fljúga á öðrum hnetti í sólkerfinu. Jeppanum verður ekið að hentugu svæði næstu vikurnar áður en þyrlan Ingenuity hefur sig á loft í fyrsta skipti. Áætlað er að Perseverance aki um fimmtán kílómetra næsta Marsárið sem er um það tvö tvö jarðár. Jeppinn er sá hraðskreiðasta sem sendur hefur verið til Mars, fyrst og fremst vegna framfara sem hafa orðið í sjálfstýringu frá því að sá síðasta var hannaður og lent á reikistjörnunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59 NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Tvær vikur eru liðnar frá því að Perseverance lenti heilu og höldnu í Jezero-gígnum nærri miðbaugi Mars. Meginmarkmið leiðangursins er að leita að ummerkjum um lífverur sem kunna að hafa þrifist á Mars þegar þar var lífvænlegra í fyrndinni. Jeppinn fór ekki langt í, aðeins um sex og hálfan metra í heildina. Hann ók áfram, sneri sér við á staðnum 150 gráður og bakkað svo aðeins. Ökuferðin tók alls um 33 mínútur, að sögn AP-fréttastofunnar. Engu að síður segja leiðangursstjórarnir um að merkan áfanga sé að ræða. Könnun Mars sé nú formlega hafin. „Maður getur séð hjólförin sem við höfum skilið eftir okkur á Mars. Ég held að ég hafi aldrei verið svo glaður að sjá hjólför,“ segir Anais Zarifian, verkfræðingur við Perseverance-leiðangurinn. Enn er verið að skoða hvaða leið jeppanum verður ekið til að koma að jarðmyndunum sem vísindamennirnir hafa áhuga á að kanna nánar. Þeir vonast til þess að finna jarðlög sem gætu haft að geyma leifar af lífverum. Næsta stóra verkefni Perseverance er þó að senda á loft litla þyrlu sem á verða fyrsta vélmennið til þess að fljúga á öðrum hnetti í sólkerfinu. Jeppanum verður ekið að hentugu svæði næstu vikurnar áður en þyrlan Ingenuity hefur sig á loft í fyrsta skipti. Áætlað er að Perseverance aki um fimmtán kílómetra næsta Marsárið sem er um það tvö tvö jarðár. Jeppinn er sá hraðskreiðasta sem sendur hefur verið til Mars, fyrst og fremst vegna framfara sem hafa orðið í sjálfstýringu frá því að sá síðasta var hannaður og lent á reikistjörnunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Mars Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59 NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. 5. mars 2021 12:59
NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03