Körfubolti

Lárus: Það lið sem ákvað að spila vörn vann þetta

Árni Jóhannsson skrifar
Lárus í leikhléi í kvöld. Hann var ánægður með öll stig kvöldsins.
Lárus í leikhléi í kvöld. Hann var ánægður með öll stig kvöldsins. vísir/hulda margrét

Þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var ánægður með sigur sinna manna á Haukum í Ólafssal í 12. umferð Dominos deildar karla. Leikar enduðu 100-116 en það kom Lárusi á óvart hversu flatir hans menn voru í vörn í byrjun leiks í kvöld.

„Ég held bara að liðið sem ákvað að spila vörn hérna í seinni hálfleik það vann þetta.  Haukar hittu frábærlega og voru með 13 þriggja stiga og svo lentum við í smá mótlæti þegar Adomas er rekinn út af og þá bara peppuðumst við bara og byrjuðum að spila betur fyrir vikið“, sagði Lárus þegar hann var spurður út í það hvað skildi liðin að í kvöld. 

Adomas Drungilas, miðherji Þórs, virtist slá til Breka Gylfasonar um miðjan þriðja leikhluta og var það í annað skiptið í leiknum sem hann var metinn hafa framið óíþróttamannslega villu og því réttilega vikið af velli. Lárus var spurður hvað hafi verið að gerast í aðdragandum og hvort eitthvað útskýrði þetta atvik.

„Það var ekkert að búið að ganga á nei sem var að ergja Adomas. Við vorum eitthvað að pirra okkur á því að skömmu áður hafði Breki Gylfa reynt að fella okkar leikmann en dómarinn sagðist ekki hafa séð það. Adomas sagði síðan við mig að Breki hafi faðmað hann að sér og Adomas reyndi að losa sig.  Þeir hljóta náttúrlega bara að skoða þetta og ef þetta er rangur dómur þá hljóta þeir að laga það.“

Að lokum var Lárus spurður hvort það væri eitthvað sem hann þyrfti að ræða við sína menn á milli leikja að nenna að spila vörn en Þór frá Þorlákshöfn er rosalegt sóknarlið.

„Samkvæmt fjórþáttagreiningu hjá Herði Tulinius þá erum við með besta varnarliðið en við höldum öðrum liðum í lægstu prósentu af hittum skotum. Þannig að það kom mér mjög á óvart hvað við vorum flatir varnarlega í vörninni. Fyrri hálfleikurinn var náttúrlega þannig að liðin skít hitta körfuna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×